Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 419. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 927  —  419. mál.
Svarsamgönguráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um umferð um Reykjavíkurflugvöll.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var umferð um Reykjavíkurflugvöll á árabilinu 1995–2005? Óskað er eftir að í svarinu komi fram annars vegar fjöldi flugvéla (komur/brottfarir) og hins vegar fjöldi farþega (komufarþegar/brottfararfarþegar), skipt eftir umferð af ólíku tagi, þ.e.
     a.      farþegaflugi,
     b.      sjúkraflugi,
     c.      ferjuflugi, og
     d.      millilandaflugi.


    Meðfylgjandi er yfirlit sem sýnir fjölda farþega og hreyfingar flugvéla sem farið hafa um Reykjavíkurflugvöll á árunum 1994–2005. Flugtak og lending telst hvort um sig sem ein hreyfing.
    Fjöldi hreyfinga:
     a.      Áætlunar- og leiguflug (farþegaflug innan lands). Á yfirlitinu má sjá skráðar hreyfingar í áætlunar- og leiguflugi innan lands. Hreyfingar voru flestar árið 1999, alls 21.292, en töluvert færri árið 2005, eða 14.026.
     b.      Sjúkraflug. Á yfirlitinu má sjá fjölda hreyfinga í sjúkraflugi 1998–2005.
     c.      Ferjuflug. Ferjuflug er ekki skilgreint sérstaklega. Á yfirlitinu er sérstakur flokkur yfir aðrar hreyfingar og fellur ferjuflug í þann flokk.
     d.      Áætlunar- og leiguflug (farþegaflug milli landa). Hreyfingar í áætlunar- og leiguflugi milli landa voru flestar árið 2000, eða 1.536, en þeim fækkaði næstu ár. Hreyfingar voru 1.098 árið 2005.
    Fjöldi farþega:
     a.      Áætlunar- og leiguflug (farþegaflug innan lands). Fjöldi innanlandsfarþega um Reykjavíkurflugvöll var mestur árið 1999, eða 432.172 farþegar. Farþegar voru árið 2005 alls 356.017. Á yfirlitinu má sjá skiptingu farþega í komu- og brottfararfarþega.
     b.      Sjúkraflug. Upplýsingar um fjölda farþega í sjúkraflugi sem koma til Reykjavíkurflugvallar má finna í yfirlitinu. Nokkrar sveiflur eru í fjölda farþega í sjúkraflugi en þeir voru flestir árið 2005, eða 1.126.
     c.      Ferjuflug. Sjá fyrra svar við spurningu um ferjuflug.
     d.      Áætlunar- og leiguflug (farþegaflug milli landa). Fjöldi millilandafarþega óx frá árinu 1994 til 2001 þegar samdráttur varð í flugi. Farþegar í millilandaflugi árið 2005 voru 25.999.


Yfirlit um flutninga á Reykjavíkurflugvelli 1994–2005.

1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
Heildarfjöldi farþega
Reykjavík 343.220 354.725 371.559 415.353 444.013 454.469 440.903 352.330 328.007 346.796 379.372 382.016
Breyting milli ára 3,4% 4,7% 11,8% 6,9% 2,4% -3,0% -20,1% -6,9% 5,7% 9,4% 0,7%
Innanlandsfarþegar 333.586 346.927 350.745 393.541 421.842 432.172 415.888 327.123 304.606 321.507 359.985 356.017
Millilandafarþegar 9.634 7.798 20.814 21.812 22.171 22.297 25.015 25.207 23.401 25.289 19.387 25.999
343.220 354.725 371.559 415.353 444.013 454.469 440.903 352.330 328.007 346.796 379.372 382.016
Skipting farþega
Áætlun, komufarþegar 158.219 163.682 173.664 193.372 213.339 220.489 217.171 174.723 162.256 173.041 189.377 188.374
Áætlun, brottfararfarþegar 158.775 167.700 175.625 200.717 221.165 226.240 219.439 174.868 162.951 173.537 188.942 188.818
Samtals áætlunarflug 316.994 331.382 349.289 394.089 434.504 446.729 436.610 349.591 325.207 346.578 378.319 377.192
Leiguflug, komufarþegar 12.911 11.364 10.541 10.246 4.210 4.043 2.585 1.355 975 58 172 1.754
Leiguflug, brottfararfarþegar 12.804 11.289 11.303 10.593 4.888 3.568 1.371 481 1.332 58 202 1.944
Samtals leiguflug 25.715 22.653 21.844 20.839 9.098 7.611 3.956 1.836 2.307 116 374 3.698
Sjúkraflug koma 272 438 336 323 266 88 269 634 481 675 583 846
Sjúkraflug fara 83 240 81 112 143 36 68 269 12 139 146 280
Samtals sjúkraflug 355 678 417 435 409 124 337 903 493 814 729 1.126
Fjöldi hreyfinga
Reykjavík 44.010 43.316 48.885 56.454 62.918 59.743 53.073 44.572 37.776 36.477 37.370 48.661
Breyting milli ára -1,6% 12,9% 15,5% 11,5% -5,0% -11,2% -16,0% -15,2% -3,4% 2,4% 30,2%
Innanlandshreyfingar* 40.594 39.548 45.309 52.632 59.228 56.229 49.275 41.234 34.652 58.587 62.242 89.973
Millilandahreyfingar 3.416 3.768 3.576 3.822 3.690 3.514 3.798 3.338 3.124 3.226 3.732 4.300
44.010 43.316 48.885 56.454 62.918 59.743 53.073 44.572 37.776 61.813 65.974 94.273
Skipting hreyfinga
Áætlunar- og leiguflug 21.868 21.770 18.812 21.330 21.782 22.450 19.850 16.058 14.502 14.338 14.618 15.124
Áætlunar- og leiguflug innan lands 20.824 20.488 17.498 19.888 20.684 21.292 18.314 14.784 13.420 13.242 13.596 14.026
Áætlunar- og leiguflug milli landa 1.044 1.282 1.314 1.442 1.098 1.158 1.536 1.274 1.082 1.096 1.022 1.098
Aðrar hreyfingar 22.142 21.546 30.073 35.124 40.820 36.966 32.864 28.197 23.022 21.833 22.453 33.238
Aðrar hreyfingar innan lands 19.770 19.060 27.811 32.744 38.228 34.610 30.602 26.133 20.980 19.703 19.743 30.036
Aðrar hreyfingar milli landa 2.372 2.486 2.262 2.380 2.592 2.356 2.262 2.064 2.042 2.130 2.710 3.202
Þar af sjúkraflug - - - - 316 327 359 317 252 306 299 299


1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
Vörur og póstur
Reykjavík 2.060.767 2.043.171 2.326.152 2.258.407 1.473.255 1.767.955 1.530.672 1.300.291 1.518.721 1.447.739 1.329.374 1.256.219
Breyting milli ára -0,9% 13,9% -2,9% -34,8% 20,0% -13,4% -15,1% 16,8% -4,7% -8,2% -5,5%
Þar af innan lands 2.047,6 2.007,2 1.567,3 1.218,4 1.342,5 1.768,0 1.359,2 1.106,5 1.312,5 1.240,1 1.197,0 1.198,0
Þar af milli landa 13,1 277,4 758,8 1.040,0 130,8 122,3 171,5 193,8 206,2 207,6 132,0 133,0
2.060,7 2.284,6 2.326,1 2.258,4 1.473,3 1.890,3 1.530,7 1.300,3 1.518,7 1.447,7 1.329,0 1.331,0
Skipting flutninga
Vörur
Vörur koma 690.219 321.673 500.781 694.554 219.750 338.153 359.425 323.789 393.521 344.094 273.091 172.014
Vörur fara 759.637 1.232.848 1.494.077 1.338.415 1.091.961 1.252.309 1.109.730 944.874 1.005.125 1.060.569 1.035.647 944.872
Samtals vörur 1.449.856 1.554.521 1.994.858 2.032.969 1.311.711 1.590.462 1.469.155 1.268.663 1.398.646 1.404.663 1.308.738 1.116.886
Vörur innan lands 1.443,3 1.528,4 1.242,2 1.074,6 1.197,5 1.590,5 1.304,1 1.089,5 1.213,5 1.221,7 1.193,1 **
Vörur milli landa 6,5 267,6 752,6 958,4 114,2 112,1 165,1 179,2 185,1 183,0 114,9 **
Póstur
Póstur kemur 295.281 123.272 95.269 120.074 41.601 54.282 16.243 17.532 48.994 22.698 13.929 50.635
Póstur fer 315.630 365.378 236.025 105.364 119.943 123.211 45.274 14.096 71.081 20.378 6.707 88.698
Samtals póstur 610.911 488.650 331.294 225.438 161.544 177.493 61.517 31.628 120.075 43.076 20.636 139.333
Póstur innan lands 604,3 478,8 325,1 143,8 145,0 177,5 55,1 17,0 99,0 18,4 3,5 **
Póstur milli landa 6,6 9,8 6,2 81,6 16,6 10,2 6,4 14,6 21,1 24,7 17,1 **
* Snertilendingar eru ekki meðtaldar .
** Skipting ekki komin.