Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 644. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 949  —  644. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattlagningu styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu miklar skatttekjur hafði ríkissjóður af framlögum og styrkjum úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaganna á árunum 2004 og 2005?
     2.      Telur ráðherra að skattlagning sjúkrastyrkja hafi lagastoð?
     3.      Hvaða stefnubreyting varð á árinu 2002 þegar farið var að leggja skatt á sjúkrastyrki án þess að til lagabreytinga hafi komið?
     4.      Telur ráðherra skattlagninguna eðlilega og ef svo er, með hvaða rökum?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingu á þessari skattlagningu?