Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 650. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 957  —  650. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um vatnsafl og álframleiðslu.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Er bæklingunum Lowest energy prices (Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Rv. 1995) og Doing business in Iceland, 3. útg. (iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið 2004) enn dreift til lysthafa erlendis?
     2.      Við hvaða virkjanir er miðað í þessum bæklingum og m.a. í ritinu Orku á Íslandi (Orkustofnun, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, 2003) þegar sagt er frá því að um 30 teravött megi fá úr vatnsaflsvirkjunum hérlendis með hagkvæmum hætti og að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða?
     3.      Hefur stefna ráðherra um að látið skuli gott heita þegar framleidd verða milljón tonn áls árlega breyst frá því að ráðherra hélt ræðu sína á iðnþingi hinn 18. mars 2005?