Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 656. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 963  —  656. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um lánveitingar til stjórnenda fyrirtækja.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða þau ákvæði hlutafélagalaga og laga um fjármálafyrirtæki er varða lánveitingar til stjórnenda fyrirtækja? Ef svo er, verður flutt frumvarp á þessu þingi þar að lútandi?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á því að stjórnendur fyrirtækja geti fengið lán fyrir hlutabréfum í eigin hlutafélögum með veðsetningu í bréfunum sjálfum? Telur ráðherra rétt að breyta lögum til að koma í veg fyrir slíkt?