Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 630. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 983  —  630. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Vilhjálmsson frá forsætisráðuneyti.
    Með frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar. Annars vegar að afnema það ákvæði laganna að formaður óbyggðanefndar skuli vera í fullu starfi sem framkvæmdastjóri nefndarinnar og hafa sömu lögkjör og dómstjórinn í Reykjavík. Hins vegar er lagt til að óbyggðanefnd ljúki störfum á árinu 2011 en ekki fyrir árið 2007 eins og ákvæðið er núna.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og samþykk áliti þessu.
    Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. mars 2006.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ágúst Ólafur Ágústsson.



Birgir Ármannsson.


Kjartan Ólafsson.


Sigurjón Þórðarson.



Sigurður Kári Kristjánsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.