Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 685. máls.

Þskj. 1002  —  685. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2005, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2005 frá 11. mars 2005, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2005 frá 11. mars 2005, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki.
    Ákvörðun þessi kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin af sameiginlegu EES- nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Í tillögu þessari er gerð nánari grein fyrir því hvað felst í slíkum fyrirvara, sbr. 103. gr. EES-samningsins. Jafnframt er gerð grein fyrir efni þeirrar gerðar sem hér um ræðir. Gerð þessi felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast.
    Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    EES-samningurinn er reglulega uppfærður með breytingum á viðaukum og bókunum við samninginn. Ákvarðanir um þessar breytingar eru teknar í sameiginlegu EES-nefndinni og með þær hefur ávallt verið farið sem hverja aðra þjóðréttarsamninga. Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda þær aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Að því er Ísland varðar hefur slíkur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að leita ber eftir samþykki Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt með viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun. Í seinni tíð hefur það verið viðtekinn háttur við staðfestingu þeirra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem krefst lagabreytinga að innleiða, enda kemur hvortveggja til, að frestur til að aflétta hinum stjórnskipulega fyrirvara er tiltölulega skammur, auk þess sem ekki er alltaf tímabært að innleiða ákvörðun um leið og hún er tekin.

3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki.
    Eins og segir í inngangi athugasemdanna kallar ákvörðun þessi á lagabreytingar hér á landi. Núgildandi lög nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu, veita ekki fullnægjandi lagaheimild til þess að setja í reglugerðir svo víðtækar og almennar reglur um aðferðafræði fyrir framleiðslu, markaðssetningu og áreiðanleika mælitækja, sem og prófanir, vottanir og eftirlit með mælitækjum, sem um er að ræða í þessari tilskipun.
    Tilskipunin tekur til tíu flokka mælitækja með tæknilegum viðauka fyrir hvern flokk. Það er á valdi einstakra aðildarríkja á Evrópska efnahagssvæðinu að taka ákvarðanir og setja í lög eða reglugerðir fyrirmæli er setja reglur um notkun mælitækja vegna almannahagsmuna, lýðheilsu, almenns öryggis, almannareglu og réttaröryggis, verndunar umhverfis, verndar neytenda, álagningar skatta og gjalda og vegna réttra viðskipta þar sem rök eru talin til þess.
    Nauðsynlegt er að í nýjum lögum um mælitæki sé að finna ótvíræðar lagaheimildir til þess að mæla fyrir og setja reglur þegar íslensk stjórnvöld telja ástæðu vera til þess. Þegar örugg lagaheimild verður fyrir hendi er lagt til að tilskipunin verði innleidd í reglugerð, eina eða fleiri, fyrir alla mælitækjaflokkana tíu. Viðeigandi stjórnvöld munu síðan taka afstöðu til þess fyrir hvaða notkun og vegna hvaða hagsmuna skuli lögleiða notkun mælitækja sem tilskipunin gildir fyrir og sem þá mundu falla undir nánar tilgreint eftirlit með markaðssetningu, notkun og ástandi þeirra.
    Auk þess þarf af þessu tilefni að endurskoða innleiðingu á ályktun ráðsins frá 7. maí 1985 um nýja aðferð við tæknilegar reglur með notkun samræmdra staðla, sem og ákvörðun ráðsins nr. 93/465/EBE um aðferðareiningar til þess að meta samræmi við grunnkröfur tilskipana og um CE-merkið, enda liggja þessi regluskjöl til grundvallar mörgum öðrum tilskipunum sem innleiddar eru í íslenskan rétt.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 31/2005

frá 11. mars 2005

um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir „samningurinn“, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        II. viðauka við samninginn var breytt með samningnum um þátttöku Lýðveldisins Tékklands, Lýðveldisins Eistlands, Lýðveldisins Kýpur, Lýðveldisins Lettlands, Lýðveldisins Litháens, Lýðveldisins Ungverjalands, Lýðveldisins Möltu, Lýðveldisins Póllands, Lýðveldisins Slóveníu og Lýðveldisins Slóvakíu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem undirritaður var 14. október 2003 í Lúxemborg ( 1 ).

2)         Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki ( 2 ) skal felld inn í samninginn.

3)         Samkvæmt tilskipun 2004/22/EB falla úr gildi hinn 30. október 2006 tilskipanir ráðsins 71/318/EEC ( 3 ), 71/319/EEC ( 4 ), 71/348/EEC ( 5 ), 73/362/EEC ( 6 ), 75/410/EEC ( 7 ), 76/891/EEC ( 8 ), 77/95/EEC ( 9 ), 77/313/EEC ( 10 ), 78/1031/EEC ( 11 ) og 79/830/EEC ( 12 ), en þær gerðir hafa verið felldar inn í samninginn og ber því að fella þær brott.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.

IX. kafli II. viðauka við samninginn breytist sem hér segir:

1.         Eftirfarandi liður bætist við á eftir lið 27a (tilskipun ráðsins 93/42/EBE):

        „27b.     32004 L 0022: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki (Stjtíð. ESB L 135, 30.4.2004, bls. 1).“

2.         Texti 3. liðar (tilskipun ráðsins 71/318/EBE), 4. liðar (tilskipun ráðsins 71/319/EBE), 6. liðar (tilskipun ráðsins 71/348/EBE), 9. liðar (tilskipun ráðsins 73/362/EBE), 14. liðar (tilskipun ráðsins 75/410/EBE), 19. liðar (tilskipun ráðsins 76/891/EBE), 20. liðar (tilskipun ráðsins 77/95/EBE), 21. liðar (tilskipun ráðsins 77/313/EBE), 22. liðar (tilskipun ráðsins 78/1031/EBE) og 23. liðar (tilskipun ráðsins 79/830/EBE) falli brott hinn 30. október 2006.

2. gr.


Íslenskur og norskur texti tilskipunar 2004/22/EB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 12. mars 2005 að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 11. mars 2005.

     Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
    Formaður

    R. Wright


    Ritarar
    sameiginlegu EES-nefndarinnar

    Ø. Hovdkinn     M. Brinkmann


Fylgiskjal II.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/22/EB
frá 31. mars 2004
um mælitæki
(Texti sem varðar EES)


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 95. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 2 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Sértilskipanir gilda um sum mælitæki sem samþykktar voru á grundvelli tilskipunar ráðsins 71/316/EBE frá 26. júlí 1971 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi sameiginleg ákvæði um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit ( 4 ). Sértilskipanir sem eru tæknilega úreltar skulu felldar úr gildi og í þeirra stað koma sjálfstæð tilskipun sem endurspeglar anda ályktunar ráðsins frá 7. maí 1985 um nýja aðferð við tæknilega samhæfingu og staðla ( 5 ).
2)          Rétt og rekjanleg mælitæki er hægt að nota til ýmissa mælingaverkefna. Ef þau varða almannaheill, lýðheilsu, öryggi og reglu, umhverfis- og neytendavernd, skatt- og gjaldheimtu og góða viðskiptahætti og hafa bein eða óbein áhrif á daglegt líf borgara á marga vegu, getur verið nauðsynlegt að nota mælitæki sem lúta lögbundnu eftirliti.
3)          Lögmælistjórnun skal þó ekki hafa í för með sér hindranir á frjálsum flutningi mælitækja. Ákvæðin sem um ræðir skulu vera eins í öllum aðildarríkjum og sönnun fyrir samræmi viðurkennd alls staðar í Bandalaginu.
4)          Lögmælistjórnun krefst samræmis við tilgreindar kröfur um hæfni. Kröfurnar um hæfni sem mælitækin verða að uppfylla skulu tryggja víðtæka vernd. Samræmismatið skal vera mjög áreiðanlegt.
5)          Aðildarríki skulu að jafnaði mæla fyrir um lögmælistjórnun. Þar sem mælt er fyrir um lögmælistjórnun skal eingöngu nota mælitæki sem uppfylla sameiginlegar kröfur um hæfni.
6)          Meginreglan um valfrelsi, sem tekin er upp með þessari tilskipun og heimilar aðildarríkjum að neyta réttar síns við ákvörðun um hvort setja eigi reglur um einhver þeirra tækja sem falla undir þessa tilskipun eða ekki, skal aðeins gilda að svo miklu leyti sem það veldur ekki ójafnri samkeppni.
7)          Sú ábyrgð sem framleiðandi ber á því að kröfur þessarar tilskipunar séu uppfylltar skal tilgreind sérstaklega.
8)          Hæfni mælitækja er sérstaklega viðkvæm fyrir umhverfinu, einkum rafsegulumhverfinu. Ónæmi mælitækja fyrir rafsegultruflunum er óaðskiljanlegur hluti af þessari tilskipun og kröfurnar um ónæmi í tilskipun ráðsins 89/336/EBE frá 3. maí 1989 um samræmingu laga aðildarríkjanna um rafsegulsviðssamhæfi ( 6 ) skulu því ekki gilda.
9)          Í löggjöf Bandalagsins skal fastsetja grunnkröfur sem hindra ekki tækniframfarir, helst kröfur um hæfni. Ákvæði sem miða að því að afnema tæknilegar viðskiptahindranir skulu fylgja ályktun ráðsins frá 7. maí 1985 um nýja aðferð við tæknilega samhæfingu og staðla.
10)          Til að taka tillit til mismunandi loftlagsskilyrða eða mismunandi neytendaverndar, sem kann að gilda á innlendum vettvangi, geta grunnkröfur orðið til þess að umhverfis- og nákvæmnisflokkar eru ákvarðaðir.
11)          Æskilegt er að til séu samhæfðir staðlar til að auðveldara sé að færa sönnur á að grunnkröfur séu uppfylltar og til að gera það kleift að meta samræmi. Samhæfðir staðlar eru samdir af aðilum á sviði einkamálaréttar, eru ekki bindandi og skulu áfram halda þeirri stöðu. Staðlasamtök Evrópu (CEN), Rafstaðlasamtök Evrópu (CENELEC) og Fjarskiptastaðlastofnun Evrópu (ETSI) eru viðurkennd sem þeir aðilar sem eru til þess bærir að samþykkja samhæfða staðla í samræmi við almennar viðmiðunarreglur um samstarf framkvæmdastjórnarinnar og evrópsku aðilanna sem voru undirritaðar 13. nóvember 1984.
12)          Tæknilegar forskriftir og forskriftir varðandi hæfni í alþjóðlega samþykktum normskjölum geta einnig að hluta eða í heild uppfyllt grunnkröfurnar sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun. Í slíkum tilvikum getur notkun þessara alþjóðlega samþykktu normskjala verið annar valkostur við notkun samhæfðra staðla og, við ákveðnar aðstæður, orðið til þess að gert sé ráð fyrir að samræmis við þá sé gætt.
13)          Einnig er unnt að kveða á um samræmi við grunnkröfurnar sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun í forskriftum sem eru ekki fengnar úr Evrópustaðli eða alþjóðlega samþykktu normskjali. Notkun evrópskra tæknistaðla eða alþjóðlega samþykktra normskjala skal því vera valfrjáls.
14)          Samræmismat á undireiningum skal vera samkvæmt ákvæðum þessarar tilskipunar. Ef verslað er með undireiningar hverja fyrir sig og óháð tæki skal framkvæmd samræmismats fara fram óháð tækinu sem um ræðir.
15)          Nýjasta tækniþekking í mælitækni er háð stöðugri þróun sem getur leitt til breytinga á þörfinni fyrir samræmismat. Því skal, fyrir hvern flokk mælinga og eftir því sem við á fyrir undireiningar, vera viðeigandi aðferð eða val á milli ólíkra aðferða þar sem gerðar eru jafnstrangar kröfur. Aðferðirnar sem eru samþykktar eru eins og krafist er í ákvörðun ráðsins 93/465/EBE frá 22. júlí 1993 um aðferðareiningar fyrir hin ýmsu þrep aðferða við samræmismatið og reglur um áfestingu og notkun CE-merkja sem ætlað er að nota í tilskipunum um tæknilega samhæfingu ( 1 ). Verið getur að gera þurfi undanþágur fyrir þessar aðferðareiningar til að endurspegla sérstaka þætti lögmælistjórnunar. Setja skal ákvæði um að CE- merkið skuli fest á meðan á framleiðslu stendur.
16)          Áframhaldandi þróun í mælitækni og þær áhyggjur sem hagsmunaaðilar hafa látið í ljós um vottun sýna fram á nauðsyn þess að tryggja samræmdar aðferðir við samræmismat fyrir iðnaðarvörur eins og krafist er í ályktun ráðsins sem samþykkt var 10. nóvember 2003 ( 2 ).
17)          Í samræmi við ákvæði þessarar tilskipunar skulu aðildarríki ekki hindra að mælitæki sem bera CE-merkið og viðbótarmælifræðimerki séu sett á markað og/eða að þau séu tekin í notkun.
18)          Aðildarríki skulu grípa til viðeigandi aðgerða til að hindra að mælitæki sem uppfylla ekki kröfur séu sett á markað eða tekin í notkun. Nægileg samvinna á milli lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum er því nauðsynleg til að tryggja að þetta markmið nái til alls Bandalagsins.
19)          Framleiðendum skal tilkynnt á hvaða grundvelli neikvæðar ákvarðanir varðandi vörur þeirra voru teknar og hvaða lagalegu úrræðum þeir eiga kost á.
20)          Framleiðendum skal boðið að neyta réttinda, sem áunnust fyrir gildistöku þessarar tilskipunar, innan hæfilegs aðlögunartíma.
21)          Innlendar forskriftir um viðeigandi innlendar kröfur skulu ekki hafa áhrif á ákvæði þessarar tilskipunar um að „taka í notkun“.
22)          Nauðsynlegar ráðstafanir til að koma þessari tilskipun í framkvæmd skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 1 ).
23)          Starfsemi nefndarinnar um mælitæki skal m.a felast í viðeigandi samráði við fulltrúa hagsmunaaðila.
24)          Tilskipanir 71/318/EBE, 71/319/EBE, 71/348/EBE, 73/362/EBE, 75/33/EBE að því er varðar mælana sem skilgreindir eru í viðauka MI-001 við þessa tilskipun, 75/410/EBE, 76/891/EBE, 77/95/EBE, 77/313/EBE, 78/1031/EBE og 79/830/EBE ber því að fella þær úr gildi.
SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

1. gr.
Gildissvið

Þessi tilskipun gildir um búnað og kerfi með mælihlutverk sem skilgreind eru í viðaukum um sérstök tæki um vatnsmæla (MI-001), gasmæla og búnað til að umreikna rúmmál (MI-002), raforkumæla fyrir raunorku (MI-003), varmaorkumæla (MI-004), mælikerfi fyrir samfellda og sívirka mælingu á magni vökva annarra en vatns (MI-005), sjálfvirkar vogir (MI-006), gjaldmæla leigubifreiða (MI-007), mæliáhöld (MI-008), víddamælitæki (MI-009) og greiningartæki fyrir útblástursloft (MI-010).

2. gr.

1.     Aðildarríki mega mæla fyrir um notkun mælitækja sem um getur í 1 gr. í mælingaverkefni ef þau varða almannaheill, lýðheilsu, almannaöryggi, allsherjarreglu, umhverfisvernd, neytendavernd, skatt- og gjaldheimtu og góða viðskiptahætti og þau telja það réttlætanlegt.
2.     Ef aðildarríki mæla ekki fyrir um slíka notkun skulu þau tilkynna framkvæmdastjórninni og hinum aðildarríkjunum um ástæður þess.

3. gr.
Markmið

Í þessari tilskipun eru fastsettar kröfur sem búnaðurinn og kerfin, sem um getur í 1. gr., verða að uppfylla ef ætlunin er að setja þau á markað og/eða taka í notkun fyrir verkefnin sem um getur í 1. mgr. 2. gr.
Þessi tilskipun er sértilskipun að því er varðar kröfur um rafsegulónæmi í skilningi 2. mgr. 2. gr. tilskipunar 89/336/EBE. Tilskipun 89/336/EBE gildir áfram með tilliti til losunarkrafna.

4. gr.
Skilgreiningar

Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a)    „mælitæki“: sérhver búnaður eða kerfi sem gegnir mælihlutverki sem fellur undir 1. og 3. gr.,
b)    „undireining“: vélbúnaður, sem er tilgreindur sem slíkur í sérviðaukunum sem virkar sjálfstætt og myndar mælitæki ásamt
    —    öðrum undireiningum sem hann er samhæfður, eða
    —    mælitæki sem hann er samhæfður,
c)    „lögmælistjórnun“: eftirlit með mælingaverkefnum á notkunarsviði mælitækis af ástæðum er varða almannaheill, lýðheilsu, almannaöryggi, allsherjarreglu, umhverfisvernd, skatt- og gjaldheimtu, neytendavernd og góða viðskiptahætti,
d)    „framleiðandi“: einstaklingur eða lögaðili ábyrgur fyrir því að mælitæki, sem hann ætlar að setja á markað undir eigin nafni og/eða taka í notkun í eigin tilgangi, samræmist þessari tilskipun,
e)    „að setja á markað“: að gera fáanlegt í fyrsta skipti í Bandalaginu tæki sem ætlað er notendum, hvort sem er gegn gjaldi eða ókeypis,
f)    „taka í notkun“: þegar tæki er notað í fyrsta sinn sem ætlað er notanda í þeim tilgangi sem því er ætlað,
g)    „viðurkenndur fulltrúi“: einstaklingur eða lögaðili með staðfestu í Bandalaginu sem hefur skriflega heimild frá framleiðanda til að vinna ákveðin verkefni fyrir hans hönd í skilningi þessarar tilskipunar,
h)    „samhæfður staðall“: tækniforskrift sem er samþykkt af CEN, CENELEC eða ETSI eða sameiginlega af tveimur eða af öllum þessum stofnunum að beiðni framkvæmdastjórnarinnar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/34/EB frá 22. júní 1998 sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða og reglur um þjónustu í upplýsinga samfélaginu ( 1 ) og er unnin í samræmi við almennu viðmiðunarreglurnar sem framkvæmdastjórnin og evrópsku staðlastofnanirnar hafa samþykkt,
i)    „normskjal“: skjal sem inniheldur tæknilegar forskriftir samþykktar af alþjóðlegu lögmælifræðistofnuninni (Organisation Internationale de Métrologie Légale, OIML) með fyrirvara um aðferðina sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 16. gr.

5. gr.
Gildissvið varðandi undireiningar

Ef sérviðaukar eru til staðar þar sem mælt er fyrir um grunnkröfur fyrir undireiningar skulu ákvæði þessarar tilskipunar gilda að breyttu breytanda um slíkar undireiningar.
Undireiningar og mælitæki má meta sjálfstætt og hvert fyrir sig til að koma á samræmi.

6. gr.
Grunnkröfur og samræmismat

1.     Mælitæki skal uppfylla grunnkröfurnar sem mælt er fyrir um í I. viðauka og í viðkomandi viðauka um sérstakt tæki. Aðildarríkin geta krafist þess að upplýsingarnar, sem um getur í I. viðauka eða viðkomandi viðaukum um sérstök tæki, séu veittar á opinberu tungumáli eða tungumálum aðildarríkisins þar sem tækið er sett á markað sé þess þörf fyrir rétta notkun tækisins.
2.     Það skal metið í samræmi við 9. gr. hvort mælitæki uppfyllir grunnkröfurnar.

7. gr.
Samræmismerki

1.     Samræmi mælitækis við öll ákvæði þessarar tilskipunar skal sýnt með áfestu CE-merki og viðbótarmælifræðimerkjum eins og tilgreint er í 17. gr.
2.     CE-merkið og viðbótarmælifræðimerki skulu fest á af framleiðanda eða á ábyrgð hans. Festa má þessi merki á tækið í framleiðsluferlinu ef ástæða þykir til.
3.     Bannað er að festa á mælitæki merki sem gætu villt um fyrir þriðja aðila að því er varðar merkingu og/eða snið CE-merkisins og viðbótarmælifræðimerkisins. Setja má hvers konar aðrar merkingar á mælitæki að því tilskildu að þær hindri ekki að CE- merkið og viðbótarmælifræðimerkið sjáist vel og séu vel læsileg.
4.     Ef mælitækið fellur undir ráðstafanir sem samþykktar voru samkvæmt öðrum tilskipunum sem ná til annarra þátta þar sem kveðið er á um að festa skuli CE merki á það skal merkið gefa til kynna að sé gert ráð fyrir því að tækið sem um ræðir sé einnig í samræmi við ákvæði þeirra tilskipana. Í því tilviki skal tilvísun varðandi birtingu téðra tilskipana í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, koma fram í þeim skjölum, auglýsingum og fyrirmælum sem krafist er samkvæmt tilskipununum og fylgja mælitækinu.

8. gr.
Að setja á markað og taka í notkun

1.     Aðildarríki skulu ekki hindra að mælitæki sem bera CE-merkið og viðbótarmælifræðimerki séu sett á markað og/eða tekin í notkun í samræmi við 7.gr. af ástæðum sem fjallað er um í þessari tilskipun.
2.     Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að mælitæki séu aðeins sett á markað og/eða tekin í notkun ef þau uppfylla kröfur þessarar tilskipunar.
3.     Aðildarríki getur krafist þess að mælitæki uppfylli ákvæði sem ráða hvort það er tekið í notkun ef veðurfarsskilyrði á staðnum rökstyðja það. Í slíkum tilvikum skal aðildarríkið velja viðeigandi efri og neðri hitamörk úr töflu 1 í I. viðauka og getur að auki tilgreint rakastig (þar sem þétting verður eða ekki) og hvort fyrirhugaður notkunarstaður er úti eða inni.
4.     Þegar mismunandi nákvæmnisflokkar eru skilgreindir fyrir mælitæki:
a)    kunna viðaukarnir fyrir sérstök tæki undir fyrirsögninni „taka í notkun“ að segja til um hvaða nákvæmnisflokk eða -flokka skal nota fyrir sérstaka notkun.
b)    í öllum öðrum tilvikum er aðildarríki heimilt að ákvarða hvaða nákvæmnisflokka skal nota fyrir sérstaka notkun innan flokkanna sem skilgreindir eru með fyrirvara um að notkun allra nákvæmnisflokka sé leyfð á yfirráðasvæði þess.
Hvort sem tilvikið fellur undir a- eða b-lið er heimilt að nota mælitæki úr nákvæmnisflokki með meiri nákvæmni ef eigandi kýs svo.
5.     Aðildarríkin skulu ekki koma í veg fyrir sýningu tækja, sem samræmast ekki ákvæðum þessarar tilskipunar, á kaupstefnum, vörusýningum, kynningum o.s.frv. svo fremi að vel sýnilegt merki gefi greinilega til kynna að tækin séu ekki í samræmi við ákvæðin og ekki fáanleg til að setja á markað og/eða til að taka þau í notkun fyrr en þau hafa verið færð til samræmis.

9. gr.
Samræmismat

Samræmismat á mælitæki með viðkomandi grunnkröfur skal framkvæmt með beitingu einnar af aðferðunum við samræmismat sem tilgreindar eru í viðaukanum um sérstakt tæki og framleiðandi velur. Framleiðandi skal láta í té, eftir því sem við á, tækniskjöl fyrir sérstök tæki eða flokka tækja eins og sett er fram í 10. gr.
Aðferðaeiningunum við samræmismat sem mynda aðferðirnar er lýst í viðaukum A til H1.
Skýrslur og bréfaskipti sem varða samræmismat skulu unnin á opinberu tungumáli eða tungumálum aðildarríkisins þar sem tilkynnti aðilinn sem framkvæmir samræmismatið hefur staðfestu eða á tungumáli sem sá aðili samþykkir.

10. gr.
Tækniskjöl

1.     Tækniskjölin skulu gera hönnun, framleiðslu, og starfrækslu mælitækisins skiljanlega og gera það kleift að meta samræmi þess við viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
2.     Tækniskjöl skulu vera nægilega ítarleg til að tryggja:
—    skilgreiningu á mælifræðilegum eiginleikum,
—    samkvæmni mælifræðilegrar hæfni framleiddra tækja þegar þau eru rétt stillt með viðeigandi aðferðum sem gert er ráð fyrir, og
—    áreiðanleika tækisins.
3.     Tækniskjöl skulu innihalda eftirfarandi eftir því sem við á um mat og auðkenningu á gerð og/eða tæki:
a)    almenna lýsingu á tækinu,
b)    frumdrög að hönnun og framleiðsluteikningar og skýringarmyndir af íhlutum, undirsamstæðum, straumrásum o.s.frv.,
c)    aðferðir við framleiðslu sem tryggja samræmi í framleiðslu,
d)    ef við á, lýsingu á rafeindabúnaði með teikningum, skýringarmyndum, flæðiritum af röklegum og almennum hugbúnaðarupplýsingum sem útskýra eiginleika hans og starfrækslu,
e)    lýsingar og útskýringar sem eru nauðsynlegar til að skilja b-, c- og d-lið, þ.m.t. að átta sig á starfrækslu tækisins,
f)    skrá yfir staðlana og/eða normskjölin sem um getur í 13. gr. og er beitt að öllu leyti eða að hluta,
g)    lýsingar á lausnum sem beitt hefur verið til að uppfylla grunnkröfur þegar stöðlunum og/eða normskjölunum sem um getur í 13. gr. hefur ekki verið beitt,
h)    niðurstöður hönnunarútreikninga, skoðana, o.s.frv.,
i)    viðeigandi niðurstöður prófana ef þörf krefur til að sýna fram á gerð og/eða tækin uppfylli:
    —    kröfur tilskipunarinnar við þau málnotkunarskilyrði sem gefin eru upp og við tilgreindar umhverfistruflanir,
    —    endingarforskriftir fyrir gas-, vatns-, varmaorkumæla og einnig fyrir aðra vökva en vatn.
j)    EB-gerðarprófunarvottorð eða EB-hönnunarprófunarvottorð að því er varðar tæki með íhluti sem eru samskonar og þeir í hönnuninni.
4.     Framleiðandi skal tilgreina hvar innsigli og merki hafa verið notuð.
5.     Framleiðandi skal gefa til kynna við hvaða skilyrði samhæfi við tengiviðmót og undireiningar fæst, þar sem við á.

11. gr.
Tilkynning

1.     Aðildarríkin skulu tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um þá aðila sem þau hafa tilnefnt í lögsögu sinni til að framkvæma þau verkefni sem lúta að aðferðaeiningunum við samræmismat, sem um getur í 9. gr., ásamt þeim kenninúmerum sem framkvæmdastjórnin hefur úthlutað þeim, í samræmi við 4. lið í þessari grein, um þá gerð eða gerðir af mælitækjum sem hver aðili á að sinna og að auki, þar sem við á, um nákvæmnisflokka tækjanna, mælisvið, mælitækni og aðra eiginleika tækjanna sem takmarka gildissvið tilkynningarinnar.
2.     Aðildarríkin skulu beita þeim viðmiðunum sem settar eru fram í 12. gr. við tilnefningu slíkra aðila. Gert skal ráð fyrir að þeir aðilar sem standast viðmiðanirnar, sem mælt er fyrir um í innlendum stöðlum til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum stöðlum en tilvísun í þá hefur verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, uppfylli samsvarandi viðmiðanir. Aðildarríkin skulu birta tilvísanir í þessa landsstaðla.
Ef aðildarríki hefur ekki sett innlend lög um verkefni sem tilgreind eru í 2. gr. skal það halda réttinum til að tilnefna og tilkynna um aðila vegna verkefna sem tengjast því tæki.
3.     Aðildarríki sem tilkynnt hefur um aðila skal:
—    tryggja að aðilinn haldi áfram að standast viðmiðanirnar sem settar eru fram í 12. gr.,
—    draga þessa tilkynningu til baka ef það kemst að raun um að aðilinn standist ekki lengur viðmiðanirnar.
Það skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni þegar í stað um slíka afturköllun.
4.     Framkvæmdastjórnin skal úthluta kenninúmeri sérhverjum aðila sem skal tilkynna. Framkvæmdastjórnin skal birta skrá yfir tilkynnta aðila, í C-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, ásamt upplýsingum að því er varðar gildissvið tilkynningarinnar, sem um getur í 1. lið, og tryggja að skráin sé uppfærð.

12. gr.
Viðmið sem tilnefndir aðilar verða að uppfylla

Aðildarríki skulu beita eftirfarandi viðmiðunum við tilnefningu aðila í samræmi við 1. mgr. 11. gr.
1.     Aðilinn, forstöðumaður og þeir starfsmenn, sem sjá um verkefni tengd samræmismati, skulu hvorki vera hönnuðir mælitækjanna, framleiðendur þeirra, birgjar, þeir sem annast uppsetningu eða notendur mælitækjanna sem þeir skoða né vera viðurkenndir fulltrúar neins þeirra. Að auki mega þeir hvorki taka beinan þátt í hönnun, framleiðslu, markaðssetningu eða viðhaldi tækjanna né vera fulltrúar aðila sem stunda þessa starfsemi. Viðmiðunin hér að framan útilokar þó ekki möguleikann á því að framleiðandinn og aðilinn skiptist á tæknilegum upplýsingum vegna samræmismats.
2.     Aðilinn, forstöðumaður og starfsmenn sem fást við verkefni tengd samræmismati skulu vera óháðir öllum þrýstingi og hvatningu, einkum fjárhagslegri hvatningu, sem gæti haft áhrif á mat þeirra eða niðurstöður samræmismats þeirra, einkum frá einstaklingum eða hópum einstaklinga sem eiga hagsmuna að gæta varðandi niðurstöður matsins.
3.     Samræmismatið skal framkvæmt með faglegri ráðvendni og tilskilinni færni á hæsta stigi á sviði mælifræði. Ef aðilinn felur undirverktaka tiltekin verkefni skal hann fyrst tryggja að undirverktakinn uppfylli kröfur þessarar tilskipunar, einkum þessarar greinar. Aðilinn skal varðveita viðkomandi skjöl þar sem metin er menntun og hæfi undirverktakans og það starf sem hann leysir af hendi samkvæmt þessari tilskipun og hafa þau tiltæk fyrir þau yfirvöld sem ber að tilkynna til.
4.     Aðili skal vera fær um að inna af hendi öll verkefni við samræmismat, sem hann hefur verið tilnefndur til, hvort sem verkefnin eru innt af hendi af aðilanum sjálfum eða fyrir hans hönd og á ábyrgð hans. Hann verður að hafa á að skipa nauðsynlegu starfsliði og hafa aðgang að nauðsynlegri aðstöðu til að framkvæma á réttan hátt þau tæknilegu og stjórnunarlegu verkefni sem felast í samræmismati.
5.     Starfslið aðilans skal hafa:
—    trausta tækni- og starfsþjálfun sem nær til allra samræmismatsverkefna sem aðilinn hefur verið tilnefndur til að inna af hendi,
—    næga þekkingu á þeim reglum sem gilda um verkefnin sem hann innir af hendi og næga starfsreynslu við slík verkefni,
—    tilskilda getu til þess að semja þau vottorð, skrár og skýrslur sem sýna að verkefni hafi verið innt af hendi.
6.     Hlutleysi aðilans, forstöðumanns og starfsliðs skal vera tryggt. Laun aðilans skulu ekki vera háð niðurstöðum verkefnanna sem hann innir af hendi. Laun forstöðumanns og starfsliðs aðilans skulu hvorki vera háð fjölda verkefna sem innt eru af hendi né niðurstöðum þessara verkefna.
7.     Aðilinn skal hafa tryggingu fyrir einkaréttarábyrgð ef aðildarríkið sem um ræðir tekur ekki á sig einkaréttarábyrgð hans samkvæmt landslögum.
8.     Forstöðumanni og starfsliði aðilans er skylt að fara með allar upplýsingar sem þeir fá í starfi sínu samkvæmt þessari tilskipun sem trúnaðarmál nema gagnvart yfirvöldum í því aðildarríki sem tilnefndi hann.

13. gr.
Samhæfðir staðlar og normskjöl

1.     Aðildarríkin skulu gera ráð fyrir að mælitæki uppfylli grunnkröfurnar, sem um getur í I. viðauka og viðkomandi viðaukum um sérstök tæki að því er varðar mælitæki sem samræmist þeim þáttum landsstaðla sem eru til framkvæmdar viðeigandi samhæfðum Evrópustaðli fyrir mælitækið, sem svara til þeirra þátta í þessum samhæfða Evrópustaðli sem vísað hefur verið til í C-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins.
Þegar mælitæki uppfyllir aðeins að hluta til þá þætti landsstaðla, sem um getur í fyrsta undirlið, skulu aðildarríkin gera ráð fyrir að grunnkröfur, sem svara til þáttanna í landsstöðlum sem tækið samræmist, séu uppfylltar. Aðildarríkin skulu birta þær tilvísanir í landsstaðla sem um getur í fyrsta undirlið.
2.     Aðildarríkin skulu gera ráð fyrir að samræmi sé við grunnkröfurnar sem um getur í I. viðauka og í viðkomandi viðaukum um sérstök tæki að því er varðar mælitæki sem uppfyllir ákvæði samsvarandi hluta normskjalanna og skránna sem um getur í a-lið 1. mgr. 16. gr. og vísað hefur verið til í C-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins.
Þegar mælitæki uppfyllir aðeins að hluta til ákvæði í normskjalinu, sem um getur í fyrsta undirlið, skulu aðildarríkin gera ráð fyrir að grunnkröfur séu uppfylltar sem svara til þeirra normþátta sem tækið uppfyllir.
Aðildarríkin skulu birta tilvísanir í normskjalið sem um getur í fyrsta undirlið.
3.     Framleiðandi getur kosið að nota sérhverja tæknilega lausn sem uppfyllir grunnkröfurnar sem um getur í I. viðauka og í viðkomandi viðaukum um sérstök tæki (MI-001 til MI-010). Til að njóta ávinnings af því að gengið sé út frá samræmi verður framleiðandi að auki að beita á réttan hátt lausnum sem tilgreindar eru í viðkomandi samhæfðum evrópskum staðli eða í samsvarandi hlutum normskjala og skráa sem um getur í 1. og 2. lið.
4.     Aðildarríkin skulu ganga út frá samræmi við viðkomandi prófanir, sem tilgreindar eru í i-lið 10 gr., ef samsvarandi prófunaráætlun hefur verið framkvæmd í samræmi við viðkomandi skjöl, sem tilgreind eru í 1. til 3. lið, og ef niðurstöður prófunarinnar tryggja samræmi við grunnkröfurnar.

14. gr.
Fastanefnd

Ef aðildarríki eða framkvæmdastjórnin telur að samhæfður evrópskur staðall, sem um getur í 1. mgr. 13. gr., uppfylli ekki að öllu leyti grunnkröfurnar, sem um getur í I. viðauka og í viðkomandi viðaukum um sérstök tæki, skal aðildarríkið eða framkvæmdastjórnin leggja málið fyrir fastanefndina, sem kveðið er á um í 5. gr. tilskipunar 98/34/EB, og skýra frá ástæðum þess að svo er gert. Nefndin skal skila áliti án tafar.
Í ljósi nefndarálitsins skal framkvæmdastjórnin tilkynna aðildarríkjunum hvort nauðsynlegt sé að fella tilvísun í landsstaðla af skrá í þeim ritum sem um getur í þriðja undirlið 1. liðar 13. gr.

15. gr.
Nefnd um mælitæki

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndarinnar um mælitæki.
2.     Þegar vísað er til þessa liðar gilda ákvæði 3. og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.
3.     Þegar vísað er til þessa liðar gilda ákvæði 5. og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.
Fresturinn, sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 5. gr. ákvörðunar 1999/468/EB, skal vera þrír mánuðir.
4.     Nefndin setur sér starfsreglur.
5.     Framkvæmdastjórnin skal tryggja að viðkomandi upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir, eins og um getur í 16. gr., séu aðgengilegar hagsmunaaðilum í tæka tíð.

16. gr.
Starfssvið nefndar um mælitæki

1.     Að beiðni aðildarríkis eða að eigin frumkvæði er framkvæmdastjórninni heimilt í samræmi við aðferðina, sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 15. gr., að grípa til viðeigandi ráðstafana til að:
a)    tilgreina normskjöl sem samin eru af alþjóðlegu lögmælifræðistofnuninni og sýna í lista samræmi við hvaða hluta þeirra gefur tilefni til þess að gera skuli ráð fyrir samræmi við samsvarandi grunnkröfur í þessari tilskipun,
b)    birta tilvísanir í normskjölin og skrána sem um getur í a-lið í C-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins.
2.     Að beiðni aðildarríkis eða að eigin frumkvæði er framkvæmdastjórninni heimilt, í samræmi við aðferðina sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 15. gr., að grípa til viðeigandi ráðstafana til að breyta viðaukum um sérstök tæki (MI-001 til MI-010) að því er varðar:
—    mestu leyfðu skekkjur (MPE) og nákvæmnisflokka,
—    málnotkunarskilyrði,
—    umtalsverð breytingagildi,
—    truflanir.
3.     Ef aðildarríki eða framkvæmdastjórnin telur að normskjal, sem tilvísun hefur birt fyrir í C-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins í samræmi við b-lið 1. liðar, uppfylli ekki að öllu leyti grunnkröfurnar, sem um getur í I. viðauka og viðkomandi viðaukum um sérstök tæki, skal aðildarríkið eða framkvæmdastjórnin leggja málið fyrir nefndina um mælitæki og skýra frá ástæðum þess að svo er gert.
Framkvæmdastjórnin skal, í samræmi við aðferðina sem um getur í 2. mgr. 15. gr., tilkynna aðildarríkjunum hvort nauðsynlegt sé að fella tilvísun normskjalsins sem um ræðir af skrá í Stjórnartíðindunum.
4.     Aðildarríkjum er heimilt að grípa til viðeigandi ráðstafana til að hafa samráð við hagsmunaaðila innanlands um störf alþjóðlegu lögmælifræðistofnunarinnar sem varða gildissvið þessarar tilskipunar.

17. gr.
Merkingar

1.     CE-merkið, sem um getur í 7. gr., samanstendur af tákninu „CE“ í samræmi við hönnunina sem mælt er fyrir um í d-lið B-hluta I. viðauka við ákvörðun 93/465/EBE. CE-merkið skal vera a.m.k. 5 mm á hæð.
2.     Viðbótarmælifræðimerki samanstendur af hástafnum „M“ og tveimur síðustu tölustöfunum í árinu sem merkinu var komið fyrir, með rétthyrningi utan um. Hæð rétthyrningsins skal vera jöfn hæð CE-merkisins. Viðbótarmælifræðimerkinu skal komið fyrir strax á eftir CE-merkinu.
3.     Ef mælt er fyrir um það í aðferð við samræmismat skal kenninúmeri hlutaðeigandi tilkynnts aðila, sem um getur í 11. gr., komið fyrir á eftir CE-merkinu og viðbótarmælifræðimerkinu.
4.     Þegar mælitæki samanstendur af nokkrum tækjum sem eru ekki undireiningar og eru starfrækt saman skal festa merkin á aðalbúnað tækisins.
Þegar mælitæki er of lítið eða of viðkvæmt til að bera CE-merki og viðbótarmælifræðimerki skulu merkin vera á umbúðunum, ef einhverjar eru, og í meðfylgjandi skjölum sem krafist er í þessari tilskipun.
5.     CE-merki og viðbótarmælifræðimerki skulu vera óafáanleg. Kenninúmer hlutaðeigandi tilkynnts aðila skal vera óafmáanlegt eða eyðileggjast þegar það er fjarlægt. Öll merki skulu sjást greinilega og auðvelt vera að komast að þeim.

18. gr.
Markaðseftirlit og samvinna á sviði stjórnsýslu

1.     Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að mælitæki sem falla undir lögmælistjórnun en uppfylla ekki viðeigandi ákvæði þessarar tilskipunar séu hvorki sett á markað né tekin í notkun.
2.     Lögbær yfirvöld aðildarríkjanna skulu aðstoða hvert annað við efndir á skuldbindingum sem varða markaðseftirlit.
Lögbær yfirvöld skulu einkum skiptast á:
—    upplýsingum varðandi það að hve miklu leyti tæki sem þau taka til skoðunar uppfylla ákvæði þessarar tilskipunar og niðurstöður slíkra skoðana,
—    EB-gerðarprófunarvottorðum og EB-hönnunarprófunarvottorðum og viðaukum þeirra sem gefin eru út af tilkynntum aðilum sem og viðbótum, breytingum og afturköllunum sem tengjast vottorðum sem þegar hafa verið gefin út,
—    samþykki fyrir gæðakerfum sem gefin eru út af tilkynntum aðilum sem og upplýsingum um gæðakerfi sem hefur verið hafnað eða afturkölluð,
—    matsskýrslum tilkynnts aðila þegar önnur yfirvöld krefjast þeirra.
3.     Aðildarríkin skulu tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar sem tengjast vottorðum og samþykki fyrir gæðakerfum séu aðgengilegar fyrir aðila sem þau hafa tilkynnt.
4.     Sérhvert aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um hvaða lögbæru yfirvöld það hefur tilnefnt til slíkra upplýsingaskipta.

19. gr.
Verndarákvæði

1.     Ef aðildarríki kemst að raun um að mælitæki af tiltekinni gerð sem bera CE-merki, öll eða hluta þeirra, og viðbótarmælifræðimerki uppfylla ekki grunnkröfur um mælifræðilega hæfni, sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun þegar þau er rétt sett upp og notuð í samræmi við leiðbeiningar framleiðandans, skal það grípa til viðeigandi ráðstafana til að taka þessi tæki af markaði, banna eða takmarka frekari markaðssetningu þeirra eða banna eða takmarka frekari notkun þeirra.
Við ákvörðun ofangreindra ráðstafana skal aðildarríkið taka tillit til þess hvort skorturinn á að kröfur séu uppfylltar er kerfisbundinn eða tilfallandi. Þegar aðildarríki hefur komist að raun um að skorturinn á að kröfur séu uppfylltar er kerfisbundinn skal það tafarlaust tilkynna framkvæmdastjórninni til hvaða ráðstafana hefur verið gripið og gefa upp ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni.
2.     Framkvæmdastjórnin skal hafa samráð við hlutaðeigandi aðila eins fljótt og unnt er.
a)    Komist framkvæmdastjórnin að því að ráðstafanirnar sem aðildarríkið grípur til séu réttlætanlegar skal hún þegar í stað tilkynna aðildarríkinu um það sem og hinum aðildarríkjunum.
    Hlutaðeigandi aðildarríki skal gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart hverjum þeim einstaklingi sem fest hefur merkið á og tilkynna framkvæmdastjórninni og hinum aðildarríkjunum um það.
    Ef rekja má skortinn á að kröfur séu uppfylltar til galla í stöðlunum eða normskjölunum skal framkvæmdastjórnin að höfðu samráði við hlutaðeigandi aðila leggja málið eins fljótt og kostur er fyrir viðeigandi nefnd sem um getur í 14. eða 15. gr.
b)    Komist framkvæmdastjórnin að því að ráðstafanirnar sem aðildarríkið grípur til séu ekki réttlætanlegar skal hún þegar í stað tilkynna aðildarríkinu um það sem og viðkomandi framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúa hans.
Framkvæmdastjórnin skal sjá til þess að aðildarríkin fái upplýsingar um framvindu og niðurstöðu málsmeðferðarinnar.

20. gr.
Óréttmætar merkingar

1.     Ef aðildarríki kemst að því að CE-merki og viðbótarmælifræðimerki hafi ranglega verið fest á ber framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúa hans skylda til að:
—    sjá til að þess að tækið samræmist þeim ákvæðum sem varða CE-merki og viðbótarmælifræðimerki sem ekki er fjallað um í 1. mgr. 19. gr. og
—    binda enda á brotið samkvæmt þeim skilyrðum sem aðildarríkið setur.
2.     Ef brotið, sem lýst er hér að framan, heldur áfram skal aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir til að takmarka eða banna markaðssetningu viðkomandi tækis eða tryggja að það sé tekið af markaðinum eða banna eða takmarka frekari notkun þess í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 19. gr.

21. gr.
Ákvarðanir sem hafa í för með sér synjun eða takmörkun

Nákvæmar forsendur skulu fylgja öllum ákvörðunum sem teknar eru samkvæmt þessari tilskipun og hafa þau áhrif að mælitæki sé tekið af markaði eða að banna eða takmarka markaðssetningu eða notkun tækis. Tilkynna ber hlutaðeigandi aðila án tafar um slíka ákvörðun og honum um leið kynnt þau lagalegu úrræði sem honum eru tiltæki samkvæmt lögum í viðkomandi aðildarríki um þau tímamörk sem eru sett varðandi slík úrræði.

22. gr.
Niðurfelling

Eftirfarandi tilskipanir falla úr gildi frá 30. október 2006 með fyrirvara um 23. gr.:
—    tilskipun ráðsins 71/318/EBE frá 26. júlí 1971 um samræmingu laga aðildarríkjanna um gasmæla ( 1 ),
—    tilskipun 71/319/EBE frá 26. júlí 1971 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi rennslismæla fyrir vökva aðra en vatn ( 2 ),
—    tilskipun 71/348/EBE frá 12. október 1971 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi viðbótarbúnað með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn ( 3 ),
—    tilskipun 73/362/EBE frá 19. nóvember 1973 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi lengdarmælingar ( 4 ),
—    tilskipun 75/33/EBE frá 17. desember 1974 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi rennslismæla fyrir kalt vatn að því er varðar mælana sem skilgreindir eru í viðauka MI-001 við þessa tilskipun ( 5 ),
—    tilskipun 75/410/EBE frá 24. júní 1975 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi samfelldan samlagningarvogarbúnað ( 1 ),
—    tilskipun 76/891/EBE frá 4. nóvember 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi kröfur til rafmagnsmæla ( 2 ),
—    tilskipun 77/95/EBE frá 21. desember 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi gjaldmæla leigubifreiða ( 3 ),
—    tilskipun 77/313/EBE frá 5. apríl 1977 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn ( 4 ),
—    tilskipun 78/1031/EBE frá 5. desember 1978 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi sjálfvirkar gátvigtunar- og þyngdarflokkunarvélar ( 5 ),
—    tilskipun 79/830/EBE frá 11. september 1979 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi heitavatnsmæla ( 6 ),

23. gr.
Bráðabirgðaákvæði

Þrátt fyrir 2 mgr. 8. gr. skulu aðildarríkin heimila að mælitæki, sem uppfylla reglur sem voru í gildi fyrir 30. október 2006, séu sett á markað og tekin í notkun að því er varðar mælingaverkefni sem þau hafa mælt fyrir um vegna notkunar mælitækis, sem lýtur lögbundnu eftirliti, markaðssetningu og notkun mælitækja, þangað til gerðarviðurkenning þessara mælitækja fellur úr gildi eða ef um er að ræða gerðarviðurkenningu með ótakmarkaðan gildistíma í 10 ár að hámarki frá 30. október 2006.

24. gr.
Lögleiðing

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja og birta nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari fyrir 30. apríl 2006. Þau skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um það þegar í stað.
Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun. Aðildarríkin skulu beita þessum ákvæðum frá og með 30. október 2006.
2.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

25. gr.
Breytingaskilmálar

Evrópuþingið og ráðið hvetja framkvæmdastjórnina til að gefa skýrslu fyrir 30. apríl 2011 um framkvæmd þessarar tilskipunar m.a. á grundvelli skýrslna sem aðildarríkin leggja fram, og eftir því sem við á, leggja fram tillögu að breytingum.
Evrópuþingið og ráðið hvetja framkvæmdastjórnina til að meta hvort aðferð við samræmismat fyrir iðnaðarvörur sé rétt beitt, og eftir því sem við á, leggja til breytingar til að tryggja samhæfða vottun.

26. gr.
Gildistaka

Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

27. gr.
Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.
Gjört í Strassborg 31. mars 2004.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
P. COX D. ROCHE
forseti. forseti.



I. VIÐAUKI
GRUNNKRÖFUR

Mælitæki skal tryggja víðtæka mælifræðilega vernd til þess að aðili sem hlut á að máli geti treyst niðurstöðum mælinga og skal hönnun og framleiðsla vera á háu gæðastigi að því er varðar mælitækni og öryggi mæligagna.
Kröfurnar, sem mælitækin skulu uppfylla, eru settar fram hér á eftir og eru auknar, eftir því sem við á, með kröfum fyrir sérstök tæki í viðaukum MI-001 til MI-010 sem gefa nákvæmari upplýsingar um tiltekna þætti grunnkrafnanna.
Í þeim lausnum sem notaðar eru til að uppfylla kröfur skal taka tillit til fyrirhugaðrar notkunar tækisins og fyrirsjáanlegrar rangnotkunar á því.
SKILGREININGAR
Mælistærð
Mælistærð er tiltekin stærð sem mæld er.
Áhrifsstærð
Áhrifsstærð er stærð sem er ekki mælistærð en hefur áhrif á niðurstöðu mælingar.
Málnotkunarskilyrði
Málnotkunarskilyrði eru gildin fyrir mælistærðir og áhrifsstærðir sem mynda eðlileg vinnuskilyrði tækis.
Truflun
Áhrifsstærð sem hefur gildi innan þeirra marka sem tilgreind eru í viðeigandi kröfu en utan málnotkunarskilyrða mælitækisins. Áhrifsstærð er truflun ef málnotkunarskilyrði eru ekki tilgreind fyrir þá áhrifsstærð.
Umtalsvert breytingargildi
Umtalsvert breytingargildi er gildið þar sem breytingin á mæliniðurstöðum er talin óæskileg.
Mæliáhald
Mæliáhald er búnaður sem ætlað er að endurskapa eða framkalla á varanlegan hátt eitt eða fleiri þekkt gildi gefinnar stærðar.
Bein sala
Viðskipti eru bein sala ef:
—    mæliniðurstöður eru grundvöllur verðsins sem greitt er, og
—    a.m.k. einn aðili, sem hlut á að viðskiptum sem tengjast mælingu, er neytandi eða annar aðili sem þarfnast áþekkrar verndar, og
—    allir aðilar að viðskiptunum fallast á mæliniðurstöður á þeirri stund og stað.
Umhverfishitastig
Umhverfishitastig eru þau skilyrði sem nota má mælitæki við. Til að fást við mismunandi loftslag í aðildarríkjunum hafa ýmis hitamörk verið skilgreind.
Veitustofnun
Veitustofnun er rafmagns-, gas- hita- eða vatnsveita.
KRÖFUR
        1.     Leyfilegar skekkjur, tækið er hannað fyrir rakastig þar sem þétting verður eða ekki, og einnig fyrirhugaða staðsetningu tækisins, þ.e. úti eða inni.

Tafla 1

Hitamörk
Efri hitamörk 30 °C 40 °C 55 °C 70 °C
Neðri hitamörk 5 °C – 10 °C – 25 °C – 40 °C

1.3.2.    a)    Aflfræðileg umhverfi eru flokkuð í flokka frá M1 til M3 eins og lýst er hér á eftir.
              M1    Þessi flokkur á við um tæki sem eru notuð á stöðum þar sem er lítils háttar titringur og högg, t.d. að því er varðar tæki sem eru fest á létt stuðningsvirki sem verða fyrir óverulegum titringi og höggum sem koma frá staðbundnum sprengingum eða þegar burðarstólpar eru reknir niður, þegar dyrum er skellt, o.s.frv.
              M2    Þessi flokkur á við um tæki sem eru notuð á stöðum þar sem er töluverður eða mikill titringur og högg, t.d. frá vélum og ökutækjum sem fara hjá í grenndinni eða eru við hliðina á stórum vélum, færiböndum, o.s.frv.
              M3    Þessi flokkur á við um tæki sem eru notuð á stöðum þar sem er mikill eða mjög mikill titringur og högg, t.d. tæki sem er komið fyrir beint á vélum, færiböndum, o.s.frv.
         b)    Tekið skal tillit til eftirfarandi áhrifsstærða í tengslum við aflfræðilegt umhverfi:
              —    titrings,
              —    kraftræns höggs.
1.3.3.    a)    Rafsegulumhverfi eru flokkuð í flokka E1, E2 eða E3, eins og lýst er hér á eftir, nema annað sé tekið fram í viðeigandi viðaukum um sérstök tæki.
              E1    Þessi flokkur á við um tæki sem eru notuð á stöðum þar sem eru rafsegulssviðstruflanir sem eru hliðstæðar því sem líklegt er að sé á heimilum, í viðskipta- og smáiðnaðarhúsnæði.
              E2    Þessi flokkur á við um tæki sem eru notuð á stöðum þar sem eru rafsegulssviðstruflanir sem eru hliðstæðar því sem líklegt er að sé í öðru iðnaðarhúsnæði.
              E3    Þessi flokkur á við um tæki sem tengd eru við rafgeymi ökutækis. Þessi tæki skulu uppfylla kröfurnar í E2 og eftirfarandi viðbótarkröfur:
                   —    spennuminnkun af völdum orkugjafar til straumrása í ræsihreyflum í brunahreyflum,
                   —    straumsveip vegna álags sem fellur út sem á sér stað ef afhlaðinn rafgeymir er aftengdur meðan hreyfill er í gangi.
         b)    Tekið skal tillit til eftirfarandi áhrifsstærða í tengslum við rafsegulumhverfi:
              —    spennurofs,
              —    skammvinnrar lækkunar á spennu,
              —    skammvinnra spennutruflana á hleðsluleiðslum eða merkjaleiðslum,
              —    rafstöðuafhleðslna,
              —    rafsegulsviða á útvarpstíðni,
              —    leiddra rafsegulsviða á útvarpstíðni á hleðsluleiðslum eða merkjaleiðslum,
              —    straumhnykkja á hleðsluleiðslum og/eða merkjaleiðslum.
1.3.4.    Aðrar áhrifsstærðir sem taka skal tillit til eftir því sem við á eru:
         —    breytileg spenna,
         —    breytileg tíðni hjá rafveitum,
         —    rafsegulsvið á raforkutíðni,
         —    aðrar stærðir sem líklegt er að hafi töluverð áhrif á nákvæmni tækisins.
1.4.        Þegar prófanirnar, sem gert er ráð fyrir í þessari tilskipun, eru framkvæmdar gilda eftirfarandi liðir:
1.4.1.     Grunvallarreglur um prófun og ákvörðun skekkna
        Grunnkröfur, sem tilgreindar eru í lið 1.1 og 1.2, skulu sannprófaðar fyrir sérhverja viðkomandi áhrifsstærð. Þessar grunnkröfur gilda, nema annað sé tekið fram í viðeigandi viðauka um sérstakt tæki, þegar sérhverri áhrifsstærð er beitt og áhrif hennar metin aðskilið og öllum öðrum áhrifsstærðum haldið tiltölulega stöðugum við viðmiðunargildi.
        Mælifræðilegar prófanir skulu framkvæmdar á meðan eða eftir að áhrifsstærð er beitt, allt eftir því hvorar aðstæðurnar samsvara eðlilegu starfræksluástandi tækisins þegar vænta má að sú áhrifsstærð komi fyrir.
1.4.2.     Umhverfisraki
        —    Prófun með raka við stöðugan hita (þar sem þétting verður ekki) eða prófun með raka við breytilega hita (þar sem þétting verður) kann að vera viðeigandi eftir því loftslagsstarfræksluumhverfi sem tækið er ætlað til notkunar í.
        —    Prófunin með raka við breytilegan hita er viðeigandi þegar rakaþétting er mikilvæg eða þegar smygni gufu verður hraðari vegna áhrifa frá öndun. Við aðstæður þar sem raki sem þéttist ekki er þáttur er prófun með raka við stöðugan hita viðeigandi.
2.         Samkvæmni
        Beiting sömu mælistærðar á öðrum stað eða af öðrum notanda skal leiða til þess að mikið samræmi sé í niðurstöðum úr röð mælinga ef aðrar aðstæður eru að öllu leyti þær sömu. Mismunur á mæliniðurstöðum skal vera lítill í samanburði við mestu leyfðu skekkju.
3.         Endurtekningarnákvæmni
        Beiting sömu mælistærðar við sömu mælingarskilyrði skal leiða til þess að mikið samræmi sé á milli niðurstaðna úr röð mælinga. Mismunur á mæliniðurstöðum skal vera lítill í samanburði við mestu leyfðu skekkju.
4.         Aðgreining og næmi
        Mælitæki skal vera nógu næmt og aðgreiningarmörkin nægilega lág fyrir fyrirhugað mælingarverkefni.
5.         Ending
        Mælitæki skal hannað með þeim hætti að það viðhaldi mælifræðilegum eiginleikum nægilega stöðugum á tímabili sem framleiðandi metur að því tilskildu að það sé rétt sett upp, vel viðhaldið og notað í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda þegar það er við þær umhverfisaðstæður sem því eru ætlaðar.
6.         Áreiðanleiki
        Mælitæki skal hannað með þeim hætti að dregið sé eins og unnt er úr áhrifum galla sem gæti leitt til ónákvæmni í mæliniðurstöðum nema að slíkur galli sé augljós.
7.         Hæfi
7.1.        Mælitæki skal ekki hafa neina eiginleika sem eru líklegir til að auðvelda sviksamlega notkun og skal möguleikinn á rangri notkun fyrir slysni vera sem minnstur.
7.2.        Mælitæki skal henta fyrirhugaðri notkun að teknu tilliti til raunverulegra vinnuskilyrða og skal ekki gera óhóflegar kröfur til notandans til að fá rétta mæliniðurstöðu.
7.3.        Skekkjur veitumælitækis sem mælir rennsli eða straum utan ætlaðs notkunarsviðs skulu ekki vera óhóflega einhliða.
7.4.        Ef mælitæki er hannað til að mæla gildi mælistærðar sem eru stöðug á tímabilinu skal mælitækið vera ónæmt fyrir litlu fráviki í mælistærðinni eða gera viðeigandi ráðstafanir.
7.5.        Mælitæki skal vera harðgert og smíðaefnin skulu hæfa þeim aðstæðum sem fyrirhugað er að nota það við.
7.6.        Mælitæki skal vera hannað þannig að hægt sé að stjórna mælingaverkefnum eftir að tækið hefur verið sett á markað og tekið í notkun. Ef nauðsyn krefur skal sérstakur búnaður eða hugbúnaður til þessarar stjórnunar vera hluti af tækinu. Lýsa skal prófunaraðferðinni í handbókinni.
        Ef hugbúnaður, sem hefur annað hlutverk en mælihlutverk, fylgir mælitæki skal vera unnt að auðkenna þann hugbúnað, sem er mikilvægur að því er varðar mælifræðilega eiginleika, og hann skal ekki verða fyrir neinum áhrifum á ótækan hátt frá tengda hugbúnaðinum.
8.         Vernd gegn bjögun
8.1.        Mælifræðilegir eiginleikar mælitækis skulu ekki verða fyrir neinum áhrifum á ótækan hátt vegna tengingar þess við annan búnað, eða neinum þætti tengda tækisins sjálfs eða frá fjarbúnaði sem er í sambandi við mælitækið.
8.2.        Vélbúnaður, sem er mikilvægur fyrir mælifræðilega eiginleika, skal hannaður þannig að hægt sé að læsa honum. Fyrirhugaðar ráðstafanir til læsingar skulu vera þannig að hægt sé að færa sönnur á að íhlutun hafi átt sér stað.
8.3.        Hugbúnaður sem er mikilvægur fyrir mælifræðilega eiginleika skal auðkenndur sem slíkur og vera læstur.
        Auðvelt skal vera að nálgast auðkenningu hugbúnaðar í mælitækinu.
        Sönnunargögn um afskipti skulu vera fáanleg í hæfilegan tíma.
8.4.        Mæligögn, hugbúnaður sem er mikilvægur að því er varðar mælifræðilega eiginleika og kennistærðir, sem eru geymdar eða sendar, skal vernda nægilega vel gegn því að vera eyðilögð fyrir slysni eða af ásettu ráði.
8.5.        Á mælitækjum sem mæla veituþjónustu skal ekki vera hægt að endurstilla skjámynd, sem sýnir heildarmagn sem veitt hefur verið, eða skjái, sem hægt er að lesa af heildarmagnið sem veitt hefur verið, og vísað er í að hluta eða í heild til grundvallar greiðslu, á meðan þau eru í notkun.
9.         Upplýsingar sem vera skulu á tækinu eða fylgja því
9.1.        Mælitæki skal bera eftirfarandi áletranir:
        —    vörumerki eða heiti framleiðanda,
        —    upplýsingar er varða nákvæmni þess,
        og, þegar við á:
        —    upplýsingar er varða notkunarskilyrði,
        —    mæligetu,
        —    mælisvið,
        —    auðkennimerki,
        —    númer EB-gerðarprófunarvottorðs eða EB-hönnunarprófunarvottorðs,
        —    upplýsingar um það hvort viðbótarbúnaður, sem skilar mælifræðilegum niðurstöðum, uppfylli ákvæði þessarar tilskipunar um lögmælistjórnun.
9.2.        Ef tæki er of lítið að stærð eða of viðkvæmt að gerð til að hægt sé að setja á það viðkomandi upplýsingar skulu umbúðir þess, ef einhverjar eru, og fylgiskjöl sem krafist er í ákvæðum þessarar tilskipunar vera merkt á viðeigandi hátt.
9.3.        Tækinu skulu fylgja upplýsingar um starfrækslu þess nema að mælitækið sé svo einfalt að þess þurfi ekki. Upplýsingar skulu vera auðskildar og innihalda, þar sem við á:
        —    málnotkunarskilyrði,
        —    flokkun á rafsegulumhverfi og aflfræðilegu umhverfi,
        —    efri og neðri hitamörk, hvort rakaþétting er möguleg eða ekki, staðsetning úti eða inni,
        —    leiðbeiningar um uppsetningu, viðhald, viðgerðir, leyfilegar stillingar,
        —    leiðbeiningar um rétta starfrækslu og sérstök notkunarskilyrði,
        —    skilyrði um samhæfi vegna tengiviðmóta, undireininga eða mælitækja.
9.4.        Ekki er nauðsynlega krafist sérstakra notendahandbóka fyrir hópa sams konar mælitækja sem eru notuð á sama stað eða eru notuð til að mæla veituþjónustu.
9.5.        Kvarðadeiling mælds gildis skal vera á forminu 1.10 n, 2.10 n eða 5.10 n þar sem n er sérhver heil tala eða núll nema að annað sé tekið fram í viðauka um sérstakt tæki. Mælieiningin eða tákn hennar skal birtast nálægt tölugildinu.
9.6.        Mæliáhald skal merkt með nafngildi eða kvarða ásamt þeirri mælieiningu sem notuð er.
9.7.        Mælieiningarnar sem notaðar eru og tákn þeirra skulu vera í samræmi við ákvæði í löggjöf Bandalagsins um mælieiningar og tákn þeirra.
9.8.        Öll merki og áletranir sem krafist er samkvæmt hvaða kröfu sem er skulu vera skýrar, óafmáanlegar, ótvíræðar og ekki unnt að flytja þær annað.
10.         Framsetning niðurstaðna
10.1.    Niðurstöður skulu settar fram á skjámynd eða á pappír.
10.2.    Framsetning niðurstaðna skal vera skýr og ótvíræð og skulu fylgja merki og áletranir sem nauðsynlegar eru til að upplýsa notanda um hvað niðurstaðan þýðir. Við eðlilegar notkunaraðstæður skal vera auðvelt að lesa niðurstöðurnar. Sýna má viðbótarupplýsingar svo fremi að ekki sé hægt að rugla þeim saman við upplýsingar sem settar eru fram og lúta mælifræðilegu eftirliti.
10.3.    Ef um er að ræða pappírseintak skal prentunin eða færslan einnig vera auðlesin og óafmáanleg.
10.4.    Mælitæki fyrir viðskipti sem teljast bein sala skal hannað þannig að það sýni báðum aðilum að viðskiptunum mæliniðurstöðuna þegar það er sett upp eins og til er ætlast. Þegar það hefur úrslitaáhrif á bein viðskipti skal miði sem neytandi fær úr fylgibúnaði, sem ekki uppfyllir viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar, bera viðeigandi takmarkandi upplýsingar.
10.5.    Hvort sem hægt er að fjaraflesa af mælitæki sem ætlað er til mælinga á veituþjónustu eða ekki skal það útbúið með mælifræðilega stýrðum skjá sem er aðgengilegur neytandanum án þess að verkfærum sé beitt. Aflestur af þessum skjá sýnir mæliniðurstöðuna sem er grundvöllur verðsins sem greiða skal.
11.         Frekari vinnsla gagna til að ljúka viðskiptunum
11.1.    Mælitæki, sem er ætlað til annars en að mæla veituþjónustu, skal skrá á varanlegan hátt mæliniðurstöðuna ásamt upplýsingum sem auðkenna viðskiptin þegar:
        —    ekki er hægt að endurtaka mælinguna og,
        —    mælitækið er venjulega ætlað til notkunar í fjarveru annars viðskiptaaðilans.
11.2.    Að auki skal varanleg sönnun fyrir mæliniðurstöðunni og upplýsingar sem auðkenna viðskiptin vera fáanlegar þegar mælingunni er lokið, sé óskað eftir því.
12.         Samræmismat
        Mælitæki skal hannað þannig að auðvelt sé að meta samræmi þess við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.

VIÐAUKI A
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á INNRA FRAMLEIÐSLUEFTIRLITI

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á innra framleiðslueftirliti“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Tækniskjöl
2.        Framleiðandi skal útbúa tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun, framleiðslu og starfrækslu tækisins.
3.        Framleiðandi skal varðveita tækniskjölin og hafa þau tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt.
Framleiðsla
4.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja samræmi framleiddra tækja við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
Skrifleg yfirlýsing um samræmi
5.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki og viðbótarmælifræðimerki á sérhvert mælitæki sem uppfyllir viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
5.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í tíu ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða tæki hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
Viðurkenndur fulltrúi
6.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3 og 5.2, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.
        Ef framleiðandi hefur ekki staðfestu innan Bandalagsins og hefur ekki viðurkenndan fulltrúa hvíla þær skyldur, sem tilgreindar eru í lið 3 og 5.2, á þeim aðila sem setur tækið á markað.

VIÐAUKI A1
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á INNRA FRAMLEIÐSLUEFTIRLITI AUK FRAMLEIÐSLUPRÓFUNAR TILKYNNTS AÐILA

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á innra framleiðslueftirliti auk framleiðsluprófunar tilkynnts aðila“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Tækniskjöl
2.        Framleiðandi skal útbúa tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun, framleiðslu og starfrækslu.
3.        Framleiðandi skal varðveita tækniskjölin og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt.
Framleiðsla
4.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja samræmi framleiddra tækja við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
Framleiðsluathuganir
5.        Tilkynntur aðili, sem framleiðandi velur, skal framkvæma framleiðsluathuganir eða láta framkvæma þær með hæfilegu millibili sem hann ákvarðar til að sannprófa gæði innri athugana á vörunni m.a. að teknu tilliti til þess hversu tæknilega flókin tækin eru og umfangs framleiðslunnar. Fullnægjandi úrtak af fullunninni vöru, sem tilkynnti aðilinn tekur áður en hún er sett á markað, skal skoðað og viðeigandi prófanir gerðar, eins og lýst er í viðeigandi skjali eða skjölum sem um getur í 13. gr. til að athuga samræmi tækjanna við viðeigandi kröfur í þessari tilskipun. Ef viðkomandi skjöl eru ekki fyrir hendi skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
        Í þeim tilvikum sem ákveðinn fjöldi tækja í úrtakinu uppfyllir ekki ásættanlegt gæðastig skal tilkynnti aðilinn gera viðeigandi ráðstafanir.
Skrifleg yfirlýsing um samræmi
6.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í 5. lið, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
6.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í tíu ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
Viðurkenndur fulltrúi
7.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans sem er að finna í lið 3 og 6.2, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.
        Ef framleiðandi hefur ekki staðfestu innan Bandalagsins og hefur ekki viðurkenndan fulltrúa hvíla þær skyldur, sem tilgreindar eru í lið 3 og 6.2, á þeim aðila sem setur tækið á markað.

VIÐAUKI B
GERÐARPRÓFUN

1.        „Gerðarprófun“ er sá hluti aðferðar við samræmismat þar sem tilkynntur aðili skoðar tæknihönnun mælitækis og tryggir að tæknihönnunin uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
2.        Gerðarprófun má fara fram á annan hvorn eftirfarandi hátt. Tilkynnti aðilinn ákveður hvor hátturinn á við og þau sýnishorn sem krafist er:
        a)    skoðun sýnishorns, sem er dæmigert fyrir fyrirhugaða framleiðslu, af tilbúnu mælitæki,
        b)    skoðun sýnishorna, sem eru dæmigerð fyrir fyrirhugaða framleiðslu, af einum eða fleiri mikilvægum hlutum mælitækisins, og einnig skal metið hvort tæknihönnun annarra hluta mælitækisins sé fullnægjandi með því að skoða tækniskjöl og önnur gögn sem um getur í 3. lið,
        c)    mat á því hvort tæknihönnun mælitækisins sé fullnægjandi með því að skoða tækniskjöl og önnur gögn, sem um getur í 3. lið, án þess að skoða sýnishorn.
3.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um gerðarprófun hjá tilkynntum aðila að hans vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    heiti og heimilisfang framleiðandans og, ef viðurkenndur fulltrúi leggur fram umsóknina, einnig heiti hans og heimilisfang,
        —    skrifleg yfirlýsing þess efnis að sama umsókn hafi ekki verið lögð inn hjá öðrum tilkynntum aðila,
        —    tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun, framleiðslu og starfrækslu tækisins,
        —    sýnishorn, sem eru dæmigerð fyrir fyrirhugaða framleiðslu, samkvæmt því sem tilkynnti aðilinn gerir kröfu um,
        —    sönnunargögn fyrir því að tæknihönnun þeirra hluta mælitækisins sem engra sýnishorna er krafist fyrir sé fullnægjandi. Í þessum sönnunargögnum skal greint frá öllum viðeigandi skjölum sem hafa verið notuð, einkum hvar þau skjöl sem eiga við og um getur í 13. gr. hafa ekki verið notuð að fullu, og skulu innihalda, þar sem nauðsyn krefur, niðurstöður prófana sem framkvæmdar hafa verið af viðeigandi rannsóknarstofu framleiðandans eða af annarri prófunarrannsóknarstofu fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.
4.        Tilkynnti aðilinn skal:
        að því er varðar sýnishornin:
4.1.        skoða tækniskjölin, sannprófa að sýnishornin hafi verið framleidd í samræmi við þau og ganga úr skugga um hvaða hlutar hafa verið hannaðir í samræmi við viðkomandi ákvæði þeirra skjala sem við eiga, og um getur í 13. gr., svo og hvaða hlutar hafa verið hannaðir án þess að beita viðkomandi ákvæðum þessara skjala,
4.2.        framkvæma viðeigandi skoðanir og prófanir eða láta framkvæma þær til að hafa eftirlit með hvort að þeim lausnum í viðeigandi skjölum, sem um getur í 13. gr., hafi verið beitt rétt ef framleiðandi hefur valið að beita þeim,
4.3.        framkvæma viðeigandi skoðanir og prófanir eða láta framkvæma þær til að hafa eftirlit með hvort að þær lausnir, sem framleiðandi hefur beitt standist samsvarandi grunnkröfur í þessari tilskipun, ef hann hefur valið að beita ekki lausnunum í viðeigandi skjölum sem um getur í 13. gr.,
4.4.        semja við umsækjandann um hvar skoðanir og prófanir skuli fara fram.
        Að því er varðar aðra hluta mælitækisins:
4.5.        skoða tækniskjölin og sönnunargögnin til að meta hvort tæknihönnun annarra hluta mælitækisins sé fullnægjandi.
        að því er varðar framleiðsluferlið:
4.6.        skoða tækniskjölin til að tryggja að framleiðandi sé í stakk búinn til að tryggja samræmi í framleiðslu.
5.1.        Tilkynnti aðilinn skal semja matsskýrslu þar sem skráð er sú starfsemi sem framkvæmd er í samræmi við 4. lið og niðurstöðu hennar. Tilkynnti aðilinn skal, með fyrirvara um 8. mgr. 12. gr., aðeins gefa út efni skýrslunnar, að hluta til eða í heild, með samþykki framleiðanda.
5.2.        Ef tæknihönnunin uppfyllir þær kröfur þessarar tilskipunar sem eiga við um mælitækið skal tilkynnti aðilinn gefa út EB-gerðarprófunarvottorð handa framleiðanda. Vottorðið skal innihalda nafn og heimilisfang framleiðandans, og viðurkennds fulltrúa hans, ef við á, niðurstöður skoðunarinnar, skilyrði fyrir því að það sé gilt (ef einhver eru) og nauðsynlegar upplýsingar til að bera kennsl á tækið. Vottorðinu mega fylgja einn eða fleiri viðaukar.
        Vottorðið og viðaukar þess skulu innihalda allar viðkomandi upplýsingar fyrir samræmismat og eftirlit með mælitækjum í notkun. Til að gera það kleift að meta samræmi framleiddra tækja við gerðina sem er til skoðunar að því er varðar samkvæmni vegna mælifræðilegrar hæfni þeirra þegar þau eru rétt stillt með viðeigandi aðferðum, skulu þau einkum innihalda:
        —    mælifræðilega eiginleika þeirrar gerðar tækisins,
        —    ráðstafanir sem krafist er til að tryggja áreiðanleika tækjanna (innsigli, auðkenni hugbúnaðar, o.s.frv.),
        —    upplýsingar um aðra hluta sem nauðsynlegir eru til að bera kennsl á tækin og til að athuga sjónrænt ytra gerðarsamræmi þeirra,
        —    sérstakar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að sannprófa eiginleika framleiddra tækja, ef við á,
        —    allar nauðsynlegar upplýsingar til að tryggja samhæfi við aðrar undireiningar eða mælitæki í því tilviki þegar um undireiningu er að ræða.
        Vottorðið skal gilda í tíu ár frá útgáfudegi og endurnýja má það til tíu ára í einu.
5.3.        Tilkynnti aðilinn skal semja matsskýrslu með tilliti til þess og sjá til þess að hún sé aðgengileg aðildarríkinu sem tilnefndi hann.
6.        Framleiðandi skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem geymir tækniskjölin er varða EB-gerðarprófunarvottorðið, um allar breytingar á tæki sem geta haft áhrif á samræmi tækisins við grunnkröfurnar eða skilyrði fyrir gildi vottorðsins. Fyrir slíkar breytingar er krafist viðbótarsamþykkis í formi viðbótar við upphaflega EB-gerðarprófunarvottorðið.
7.        Sérhver tilkynntur aðili skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um:
        —    útgefin EB-gerðarprófunarvottorð og viðauka við þau,
        —    viðbætur og breytingar sem tengjast vottorðum sem þegar hafa verið gefin út.
        Sérhver tilkynntur aðili skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun EB-gerðarprófunarvottorðs.
        Tilkynntur aðili skal geyma tæknimöppuna, að meðtöldum skjölunum sem framleiðandinn lagði fram, þar til að gildistíma vottorðsins lýkur.
8.        Framleiðandi skal geyma eintak af EB-gerðarprófunarvottorðinu, viðaukum og viðbætum þess ásamt tækniskjölunum í 10 ár eftir að síðasta mælitækið hefur verið framleitt.
9.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má leggja fram umsóknina, sem um getur í 3. lið, og framkvæma skyldurnar sem um getur í 6. og 8. lið. Ef framleiðandi hefur ekki staðfestu innan Bandalagsins og hefur ekki viðurkenndan fulltrúa hvílir sú skylda, að hafa tækniskjölin tiltæk sé óskað eftir því, á þeim aðila sem framleiðandi tilnefndi.

VIÐAUKI C
GERÐARSAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á INNRA FRAMLEIÐSLUEFTIRLITI

1.        „Gerðarsamræmisyfirlýsing byggð á innra framleiðslueftirliti“ er hluti aðferðar við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að framleidd tæki samræmist gerðinni sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
3.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki og viðbótarmælifræðimerki á sérhvert mælitæki sem samræmist gerðinni sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfyllir viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
3.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
Viðurkenndur fulltrúi
4.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðenda má uppfylla skyldur hans sem er að finna í lið 3.2, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.
        Ef framleiðandi hefur ekki staðfestu innan Bandalagsins og hefur ekki viðurkenndan fulltrúa hvílir sú skylda, sem tilgreind er í lið 3.2, á þeim aðila sem setur tækið á markað.

VIÐAUKI C1
GERÐARSAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á INNRA FRAMLEIÐSLUEFTIRLITI AUK FRAMLEIÐSLUPRÓFUNAR TILKYNNTS AÐILA

1.        „Gerðarsamræmisyfirlýsing byggð á innra framleiðslueftirliti auk framleiðsluprófunar tilkynnts aðila“ er hluti aðferðar við um samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar sem mælt er fyrir um í þessum viðauka og tryggir að mælitækin sem um ræðir séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að framleidd tæki samræmist gerðinni sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli kröfurnar í þessari tilskipun.
Framleiðsluathuganir
3.        Tilkynntur aðili, sem framleiðandi velur, skal framkvæma framleiðsluathuganir eða láta framkvæma þær með hæfilegu millibili sem hann ákvarðar til að sannprófa gæði innri athugana á vörunni m.a. með hliðsjón af því hversu tæknilega flókin tækin eru og gæðum framleiðslunnar. Fullnægjandi úrtak, sem tilkynnti aðilinn tekur áður en hún er sett á markað, skal skoðað og viðeigandi prófanir gerðar, eins og segir í viðeigandi skjölum sem getur í 13. gr., til að athuga samræmi tækjanna við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og hvort þau uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun. Ef viðkomandi skjöl vantar, skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
        Í þeim tilvikum sem ákveðinn fjöldi tækja úr úrtakinu uppfyllir ekki ásættanlegt gæðastig skal tilkynnti aðilinn gera viðeigandi ráðstafanir.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
4.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans, sem um getur í 3. lið, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem samræmist gerðinni sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
4.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
Viðurkenndur fulltrúi
5.        S Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 4.2, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.
        Ef framleiðandi hefur ekki staðfestu innan Bandalagsins og hefur ekki viðurkenndan fulltrúa hvíla þær skyldur, sem tilgreindar eru í lið 4.2, á þeim aðila sem setur tækið á markað.

VIÐAUKI D
GERÐARSAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á GÆÐATRYGGINGU FRAMLEIÐSLUFERLISINS

1.        „Gerðarsamræmisyfirlýsing byggð á gæðatryggingu framleiðsluferlisins“ er hluti aðferðar við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal starfrækja samþykkt gæðakerfi fyrir framleiðslu, lokavörueftirlit og prófun á mælitækinu sem um ræðir eins og tilgreint er í 3. lið og sæta eftirliti eins og tilgreint er í 4. lið.
Gæðakerfi
3.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfinu hjá tilkynntum aðila að eigin vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    allar viðkomandi upplýsingar sem varða þann flokk tækja sem um er að ræða,
        —    skjöl er varða gæðakerfið,
        —    tækniskjöl um samþykktu gerðina og afrit af EB-gerðarprófunarvottorðinu.
3.2.        Gæðakerfið skal tryggja að tækin samræmist þeirri gerð sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og í þessari tilskipun.
        Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi skjöl um gæðakerfið verða að vera með hætti að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár, er varða gæði, séu alltaf túlkuð á sama hátt.
        Í skjölunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
        —    gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til vörugæða,
        —    aðferðum við framleiðslu, gæðastýringu og gæðatryggingu og þeim ferlum og kerfisbundnu aðgerðum sem nota skal,
        —    þeim skoðunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, við og eftir framleiðslu, og hversu oft þær verða gerðar,
        —    skýrslum um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks o.s.frv.,
        —    aðferðum til að fylgjast með því að tilskilin vörugæði hafi náðst og að gæðakerfið sé skilvirkt.
3.3.        Tilkynnti aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort að það uppfylli kröfurnar sem um getur í lið 3.2. Hann skal gera ráð fyrir að samræmi sé við þessar kröfur að því er varðar gæðakerfi sem uppfyllir samsvarandi forskriftir í þeim landsstaðli sem er til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum staðli um leið og vísanir til hans hafa verið birtar.
        Til viðbótar við reynslu af gæðastjórnunarkerfum skal úttektarhópurinn hafa viðeigandi reynslu á því sviði mælifræði og tækjatækni sem við á og þekkingu á viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar. Hluti af aðferð við matið skal vera heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
        Tilkynna skal framleiðandanum ákvörðunina. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4.        Framleiðandi skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
3.5.        Framleiðandi skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
        Tilkynnti aðilinn metur þær breytingar sem lagðar eru til og ákveður hvort breytt gæðakerfi uppfylli áfram kröfurnar, sem um getur í lið 3.2, eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
        Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans
4.1.        Tilgangurinn með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi ræki þær skyldur sem samþykkta gæðakerfið leggur honum á herðar.
4.2.        Framleiðandi skal veita tilkynnta aðilanum aðgang til eftirlits að framleiðslu-, eftirlits-, prófunar- og geymslustöðum og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
        —    skjöl um gæðakerfið,
        —    skýrslur um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks, o.s.frv.,
4.3.        Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og gefa framleiðanda skýrslu um úttektina.
4.4.        Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera, eða láta gera, prófanir til að færa sönnur á að gæðakerfið vinni rétt, ef með þarf. Tilkynnti aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófanir farið fram.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
5.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í lið 3.1, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem samræmist gerðinni sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
5.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
6.        Framleiðandi skal varðveita eftirfarandi og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt:
        —    skjölin sem um getur í öðrum undirlið í lið 3.1,
        —    breytinguna, sem um getur í lið 3.5, í þeirri mynd sem hún hefur verið samþykkt,
        —    þær ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í lið 3.5, 4.3 og 4.4.
7.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té lista yfir samþykki gæðakerfa sem hafa verið gefin út eða hafnað og skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu, sem tilnefndi hann, um afturköllun á samþykki gæðakerfis.
Viðurkenndur fulltrúi
8.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3.1, 3.5, 5.2 og 6, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI D1
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á GÆÐATRYGGINGU FRAMLEIÐSLUFERLISINS

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á gæðatryggingu framleiðsluferlisins“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Tækniskjöl
2.        Framleiðandi skal útbúa tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun og starfrækslu tækisins.
3.        Framleiðandi skal varðveita tækniskjölin og hafa þau tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt.
Framleiðsla
4.        Framleiðandi skal starfrækja samþykkt gæðakerfi fyrir framleiðslu, lokavörueftirlit og prófun á mælitækinu sem um ræðir eins og tilgreint er í 5. lið og sæta eftirliti eins og tilgreint er í 6. lið.
Gæðakerfi
5.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfinu hjá tilkynntum aðila að eigin vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    allar viðkomandi upplýsingar sem varða þann flokk tækja sem um er að ræða,
        —    skjöl er varða gæðakerfið,
        —    tækniskjölin sem um getur í 2. lið.
5.2.        Gæðakerfið skal tryggja að tækin samræmist viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar.
        Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi skjöl um gæðakerfið verða að vera með þeim hætti að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár, er varða gæði, séu alltaf túlkuð á sama hátt.
        Í skjölunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
        —    gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til vörugæða,
        —    aðferðum við framleiðslu, gæðastýringu og gæðatryggingu og þeim ferlum og kerfisbundnu aðgerðum sem nota skal,
        —    þeim skoðunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, við og eftir framleiðslu, og hversu oft þær verða gerðar,
        —    skýrslum um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks, o.s.frv.,
        —    aðferðum til að fylgjast með því að tilskilin vörugæði hafi náðst og að gæðakerfið sé skilvirkt.
5.3.        Tilkynnti aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort það uppfylli kröfurnar sem um getur í lið 5.2. Hann skal gera ráð fyrir að þessar kröfur séu uppfylltar, að því er varðar gæðakerfi sem uppfyllir samsvarandi forskriftir í landsstaðlinum sem er til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum staðli, um leið og vísanir til hans hafa verið birtar.
        Til viðbótar við reynslu af gæðastjórnunarkerfum skal úttektarhópurinn hafa viðeigandi reynslu á viðkomandi sviði mælifræði og tækjatækni og þekkingu á viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar. Hluti af aðferð við matið skal vera heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
        Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
5.4.        Framleiðandi skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
5.5.        Framleiðandi skal reglulega upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
        Tilkynnti aðilinn metur þær breytingar sem lagðar eru til og ákveður hvort breytt gæðakerfi uppfylli áfram kröfurnar, sem um getur í lið 5.2, eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
        Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans
6.1.        Tilgangurinn með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi ræki þær skyldur sem samþykkta gæðakerfið leggur honum á herðar.
6.2.        Framleiðandi skal veita tilkynnta aðilanum aðgang til eftirlits að framleiðslu-, eftirlits-, prófunar- og geymslustöðum og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
        —    skjöl um gæðakerfið,
        —    tækniskjölin sem um getur í 2. lið,
        —    skýrslur um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsmanna, o.s.frv.,
6.3.        Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og gefa framleiðanda skýrslu um úttektina.
6.4.        Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera, eða láta gera, prófanir til að færa sönnur á að gæðakerfið vinni rétt, ef með þarf. Tilkynnti aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófanir farið fram.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
7.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í lið 5.1, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
7.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
8.        Framleiðandi skal varðveita eftirfarandi og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt:
        —    skjölin sem um getur í öðrum undirlið í lið 5.1,
        —    breytinguna sem um getur í lið 5.5 í þeirri mynd sem hún hefur verið samþykkt,
        —    þær ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í lið 5.5, 6.3 og 6.4.
9.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té lista yfir samþykki gæðakerfa sem hafa verið gefin út eða hafnað og skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun á samþykki gæðakerfis.
Viðurkenndur fulltrúi
10.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3, 5.1, 5.5, 7.2 og 8, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI E
GERÐARSAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á GÆÐATRYGGINGU LOKAVÖRUEFTIRLITS OG PRÓFUNAR

1.        „Gerðarsamræmisyfirlýsing byggð á gæðatryggingu lokavörueftirlits og prófunar“ er hluti aðferðar við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal starfrækja samþykkt gæðakerfi fyrir lokavörueftirlit og prófun á mælitækinu sem um ræðir eins og tilgreint er í 3. lið og sæta eftirliti eins og tilgreint er í 4. lið.
Gæðakerfi
3.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfinu hjá tilkynntum aðila að eigin vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    allar viðkomandi upplýsingar sem varða þann flokk tækja sem um er að ræða,
        —    skjöl er varða gæðakerfið,
        —    tækniskjöl um samþykktu gerðina og afrit af EB-gerðarprófunarvottorðinu.
3.2.        Gæðakerfið skal tryggja að tækin samræmist þeirri gerð sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
        Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi skjöl um gæðakerfið verða að vera með þeim hætti að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár, er varða gæði, séu alltaf túlkuð á sama hátt.
        Í skjölunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
        —    gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til vörugæða,
        —    þeim skoðunum og prófunum sem verða gerðar að framleiðslu lokinni,
        —    skýrslum um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks, o.s.frv.,
        —    aðferðum til að fylgjast með því að gæðakerfið sé skilvirkt.
3.3.        Tilkynnti aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort það uppfylli kröfurnar sem um getur í lið 3.2. Hann skal gera ráð fyrir að þessar kröfur séu uppfylltar, að því er varðar gæðakerfi sem uppfyllir samsvarandi forskriftir í landsstaðlinum sem er til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum staðli um leið og vísanir til hans hafa verið birtar.
        Til viðbótar við reynslu af gæðastjórnunarkerfum skal úttektarhópurinn hafa viðeigandi reynslu á viðkomandi sviði mælifræði og tækjatækni og þekkingu á viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar. Hluti af aðferð við matið skal vera heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
        Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4.        Framleiðandi skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
3.5.        Framleiðandi skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
        Tilkynnti aðilinn metur þær breytingar sem lagðar eru til og ákveður hvort breytt gæðakerfi uppfylli áfram kröfurnar, sem um getur í lið 3.2, eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
        Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans
4.1.        Tilgangurinn með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi ræki þær skyldur sem samþykkta gæðakerfið leggur honum á herðar.
4.2.        Framleiðandi skal veita tilkynnta aðilanum aðgang til eftirlits að eftirlits-, prófunar- og geymslustöðum og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
        —    skjöl um gæðakerfið,
        —    skýrslur um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks, o.s.frv.
4.3.        Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og gefa framleiðanda skýrslu um úttektina.
4.4.        Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera, eða láta gera, prófanir til að færa sönnur á að gæðakerfið vinni rétt, ef með þarf. Tilkynnti aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófanir farið fram.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
5.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í lið 3.1, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem samræmist gerðinni sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
5.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin. Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
6.        Framleiðandi skal varðveita eftirfarandi og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt:
        —    skjölin sem um getur í öðrum undirlið í lið 3.1,
        —    breytinguna, sem um getur í öðrum undirlið í lið 3.5, í þeirri mynd sem hún hefur verið samþykkt,
        —    ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í síðasta undirlið liðar 3.5, í lið 4.3 og lið 4.4.
7.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té lista yfir samþykki gæðakerfa sem hafa verið gefin út eða hafnað og skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun á samþykki gæðakerfis.
Viðurkenndur fulltrúi
8.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3.1, 3.5, 5.2 og 6, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI E1
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á GÆÐATRYGGINGU LOKAVÖRUEFTIRLITS OG PRÓFUNAR

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á gæðatryggingu lokavörueftirlits og prófunar“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Tækniskjöl
2.        Framleiðandi skal útbúa tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun, framleiðslu og starfrækslu tækisins.
3.        Framleiðandi skal varðveita tækniskjölin og hafa þau tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt.
Framleiðsla
4.        Framleiðandi skal starfrækja samþykkt gæðakerfi fyrir lokavörueftirlit og prófun á mælitækinu sem um ræðir eins og tilgreint er í 5. lið og sæta eftirliti eins og tilgreint er í 6. lið.
Gæðakerfi
5.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfinu hjá tilkynntum aðila að eigin vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    allar viðkomandi upplýsingar sem varða þann flokk tækja sem um er að ræða,
        —    skjöl er varða gæðakerfið,
        —    tækniskjölin sem um getur í 2. lið.
5.2.        Gæðakerfið skal tryggja að tækin standist viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
        Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi skjöl um gæðakerfið verða að vera með þeim hætti að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár, er varða gæði, séu alltaf túlkuð á sama hátt.
        Í skjölunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
        —    gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til vörugæða,
        —    þeim skoðunum og prófunum sem verða gerðar að framleiðslu lokinni,
        —    skýrslum um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsmanna, o.s.frv.,
        —    aðferðum til að fylgjast með því að gæðakerfið sé skilvirkt.
5.3.        Tilkynnti aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort að það uppfylli kröfurnar sem um getur í lið 5.2. Hann skal gera ráð fyrir að þessar kröfur séu uppfylltar, að því er varðar gæðakerfi sem uppfyllir samsvarandi forskriftir í landsstaðlinum sem er til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum staðli, um leið og vísanir til hans hafa verið birtar.
        Til viðbótar við reynslu af gæðastjórnunarkerfum skal úttektarhópurinn hafa viðeigandi reynslu á viðkomandi sviði mælifræði og tækjatækni og þekkingu á viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar. Hluti af aðferð við matið skal vera heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
        Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
5.4.        Framleiðandi skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
5.5.        Framleiðandi skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
        Tilkynnti aðilinn metur þær breytingar sem lagðar eru til og ákveður hvort breytt gæðakerfi uppfylli áfram kröfurnar, sem um getur í lið 5.2, eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
        Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans
6.1.        Tilgangurinn er að tryggja að framleiðandi ræki þær skyldur sem samþykkta gæðakerfið leggur honum á herðar.
6.2.        Framleiðandi skal veita tilkynnta aðilanum aðgang til eftirlits að eftirlits-, prófunar- og geymslustöðum og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
        —    skjöl um gæðakerfið,
        —    tækniskjölin sem um getur í 2. lið,
        —    skýrslur um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks, o.s.frv.
6.3.        Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og gefa framleiðanda skýrslu um úttektina.
6.4.        Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera, eða láta gera, prófanir til að færa sönnur á að gæðakerfið vinni rétt, ef með þarf. Tilkynnti aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófanir farið fram.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
7.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í lið 5.1, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
7.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
8.        Framleiðandi skal varðveita eftirfarandi og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt:
        —    skjölin sem um getur í öðrum undirlið í lið 5.1,
        —    breytinguna sem um getur í lið 5.5 í þeirri mynd sem hún hefur verið samþykkt,
        —    þær ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í lið 5.5, 6.3 og 6.4.
9.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té lista yfir samþykki gæðakerfa sem hafa verið gefin út eða hafnað og skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun á samþykki gæðakerfis.
Viðurkenndur fulltrúi
10.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3, 5.1, 5.5, 7.2 og 8, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI F
GERÐARSAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á SANNPRÓFUN VÖRU

1.        „Gerðarsamræmisyfirlýsing byggð á sannprófun vöru“ er hluti aðferðar við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin, sem falla undir ákvæði 3. liðar, séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að framleidd tæki samræmist samþykktu gerðinni sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli kröfurnar í þessari tilskipun.
Sannprófun
3.        Tilkynntur aðili, sem framleiðandi velur, skal framkvæma viðeigandi skoðanir og prófanir eða láta framkvæma þær til að kanna samræmi tækjanna við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
        Skoðanirnar og prófanirnar til að kanna samræmi við mælifræðilegar kröfur eru gerðar annað hvort með skoðun og prófun á sérhverju tæki eins og tilgreint er í 4. lið eða með skoðun og prófun á tölfræðilegum grundvelli eins og tilgreint er í 5. lið, eftir því hvora aðferðina framleiðandi velur.
4.         Sannprófun á að mælifræðilegar kröfur séu uppfylltar með skoðun og prófun á sérhverju tæki.
4.1.        Öll tæki skulu skoðuð og prófuð hvert fyrir sig, eins og fram kemur í viðeigandi skjölum sem um getur í 13. gr., eða sambærileg próf framkvæmd til að sannprófa að þau uppfylli þær mælifræðilegu kröfur sem gilda um þau. Ef viðkomandi skjöl vantar skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
4.2.        Tilkynnti aðilinn skal gefa út samræmisvottorð að því er varðar skoðanir og prófanir sem framkvæmdar eru og skal hann setja kenninúmer sitt á sérhvert samþykkt tæki eða láta gera það á eigin ábyrgð.
        Framleiðandi skal varðveita samræmisvottorðin og hafa þau tiltæk til skoðunar fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að tækið hefur verið vottað.
5.         Tölfræðileg sannprófun á að mælifræðilegar kröfur séu uppfylltar.
5.1.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggt sé í framleiðsluferlinu að allar framleiðslulotur verði einsleitar og skal leggja fram tæki sín til sannprófunar í einsleitum framleiðslulotum.
5.2.        Slembiúrtak skal tekið úr hverri framleiðslulotu í samræmi við kröfurnar í lið 5.3. Öll tæki í úrtakinu skulu skoðuð og prófuð hvert fyrir sig, eins og fram kemur í viðkomandi skjölum sem um getur í 13. gr., eða sambærileg próf framkvæmd til að sannprófa að þau uppfylli mælifræðilegar kröfur sem gilda um þau til að ákvarða hvort framleiðslulotan sé samþykkt eða henni hafnað. Ef viðkomandi skjöl vantar skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
5.3.        Tölfræðilega aðferðin skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
        Tölfræðilegt viðmið skal byggt á eigindum. Úrtakskerfið skal tryggja:
        —    gæðastig sem svarar til 95% líkinda fyrir samþykki þegar minna en 1% safnsins uppfyllir ekki kröfur,
        —    gæðamörk sem svara til 5% líkinda fyrir samþykki og að minna en 7% uppfylli ekki kröfur.
5.4.        Ef framleiðslulota er samþykkt eru öll tæki í framleiðslulotunni samþykkt nema þau tæki í úrtakinu sem uppfylltu ekki prófanirnar.
        Tilkynnti aðilinn skal gefa út samræmisvottorð, að því er varðar skoðanir og prófanir sem framkvæmdar eru, og setja kenninúmer sitt á sérhvert samþykkt tæki eða láta gera það á eigin ábyrgð.
        Framleiðandi skal varðveita samræmisvottorðin og hafa þau tiltæk til skoðunar fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að tækið hefur verið vottað.
5.5.        Ef framleiðslulotu er hafnað skal tilkynntur aðili gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sú framleiðslulota verði sett á markað. Ef algengt er að framleiðslulotum sé hafnað getur tilkynntur aðili frestað tölfræðilegri sannprófun og gert viðeigandi ráðstafanir.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
6.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki og viðbótarmælifræðimerki á sérhvert mælitæki sem samræmist samþykktri gerð og uppfyllir viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
6.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
        Framleiðandi skal einnig setja kenninúmer tilkynnta aðilans á mælitækin sem tilkynnti aðilinn ber ábyrgð á ef tilkynnti aðilinn sem um getur í 3. lið samþykkir það.
7.        Framleiðandi getur fest kenninúmer tilkynnta aðilans á mælitækin meðan á framleiðslu stendur ef hann samþykkir það og á hans ábyrgð.
Viðurkenndur fulltrúi
8.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðandi má uppfylla skyldur hans, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð, að frátöldum þeim skyldum sem er að finna í lið 2 og 5.1.

VIÐAUKI F1
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á SANNPRÓFUN VÖRU

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á sannprófun vöru“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem falla undir 5. lið samræmist viðeigandi kröfum í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Tækniskjöl
2.        Framleiðandi skal útbúa tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun, framleiðslu og starfrækslu tækisins.
3.        Framleiðandi skal varðveita tækniskjölin og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt.
Framleiðsla
4.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja samræmi framleiddra tækja við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
Sannprófun
5.        Tilkynntur aðili, sem framleiðandi velur, skal framkvæma viðeigandi skoðanir og prófanir eða láta framkvæma þær til að kanna samræmi tækjanna við viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
        Skoðanirnar og prófanirnar til að kanna samræmi við mælifræðilegar kröfur eru gerðar annað hvort með skoðun og prófun á sérhverju tæki, eins og tilgreint er í 6. lið, eða með skoðun og prófun á tölfræðilegum grundvelli, eins og tilgreint er í 7. lið, eftir því hvora aðferðina framleiðandi velur.
6.         Sannprófun á samræmi við mælifræðilegar kröfur með skoðun og prófun á sérhverju tæki.
6.1.        Öll tæki skulu skoðuð og prófuð hvert fyrir sig, eins og fram kemur í viðkomandi skjölum sem um getur í 13. gr., eða sambærileg próf framkvæmd til að sannprófa samræmi þeirra við mælifræðilegar kröfur sem gilda um þau. Ef viðkomandi skjöl vantar skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
6.2.        Tilkynnti aðilinn skal gefa út samræmisvottorð, að því er varðar skoðanir og prófanir sem framkvæmdar eru, og skal hann setja kenninúmer sitt á sérhvert samþykkt tæki eða láta gera það á eigin ábyrgð.
        Framleiðandi skal varðveita samræmisvottorðin og hafa þau tiltæk til skoðunar fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að tækið hefur verið vottað.
7.         Tölfræðileg sannprófun á að mælifræðilegar kröfur séu uppfylltar.
7.1.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggt sé í framleiðsluferlinu að allar framleiðslulotur verði einsleitar og skal leggja fram tæki sín til sannprófunar í einsleitum framleiðslulotum.
7.2.        Slembiúrtak skal tekið úr hverri framleiðslulotu í samræmi við kröfurnar í lið 7.3. Öll tæki í úrtakinu skulu skoðuð og prófuð hvert fyrir sig, eins og fram kemur í viðkomandi skjölum sem um getur í 13. gr., eða sambærileg próf framkvæmd til að sannprófa samræmi þeirra við mælifræðilegar kröfur sem gilda um þau til að ákvarða hvort framleiðslulotan sé samþykkt eða henni hafnað. Ef viðkomandi skjöl vantar skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
7.3.        Tölfræðilega aðferðin skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
        Tölfræðilegt viðmið skal byggt á eigindum. Úrtakskerfið skal tryggja:
        —    gæðastig sem svarar til 95% líkinda fyrir samþykki þegar minna en 1% safnsins uppfyllir ekki kröfur.
        —    gæðamörk sem svara til 5% líkinda fyrir samþykki og að minna en 7% uppfylli ekki kröfur.
7.4.        Ef framleiðslulota er samþykkt eru öll tæki í framleiðslulotunni samþykkt nema þau tæki í úrtakinu sem uppfylltu ekki prófanirnar.
        Tilkynnti aðilinn skal gefa út samræmisvottorð, að því er varðar skoðanir og prófanir sem framkvæmdar eru, og skal hann setja kenninúmer sitt á sérhvert samþykkt tæki eða láta gera það á eigin ábyrgð.
        Framleiðandi skal varðveita samræmisvottorðin og hafa þau tiltæk til skoðunar fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að tækið hefur verið vottað.
7.5.        Ef framleiðslulotu er hafnað skal tilkynntur aðili gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sú framleiðslulota verði sett á markað. Ef algengt er að framleiðslulotum sé hafnað getur tilkynntur aðili frestað tölfræðilegri sannprófun og gert viðeigandi ráðstafanir.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
8.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki og viðbótarmælifræðimerki á sérhvert mælitæki sem uppfyllir viðeigandi kröfur í þessari tilskipun.
8.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
        Framleiðandi skal einnig setja kenninúmer tilkynnta aðilans á mælitækin sem tilkynnti aðilinn ber ábyrgð á ef tilkynnti aðilinn sem um getur í 5. lið samþykkir það.
9.        Framleiðandi getur fest kenninúmer tilkynnta aðilans á mælitækin meðan á framleiðslu stendur ef hann samþykkir það og á hans ábyrgð.
Viðurkenndur fulltrúi
10.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð, að frátöldum þeim skyldum sem er að finna í lið 4 og 7.1.

VIÐAUKI G
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á SANNPRÓFUN EININGAR

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á sannprófun einingar“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitæki sem fellur undir 4. lið samræmist viðeigandi kröfum í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Tækniskjöl
2.        Framleiðandi skal útbúa tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. og láta þau í té tilkynnta aðilanum sem um getur í 4. lið. Tækniskjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun, framleiðslu og starfrækslu tækisins.
        Framleiðandi skal varðveita tækniskjölin og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár.
Framleiðsla
3.        Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja samræmi framleidds tækis við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
Sannprófun
4.        Tilkynntur aðili, sem framleiðandi velur, skal framkvæma viðeigandi skoðanir og prófanir eins og sett er fram í viðkomandi skjölum sem um getur í 13. gr., eða sambærilegar prófanir, til að kanna samræmi tækisins við viðeigandi kröfur í þessari tilskipun eða láta framkvæma þær. Ef viðkomandi skjöl vantar skal tilkynnti aðilinn sem um ræðir ákveða hvaða prófanir er viðeigandi að framkvæma.
        Tilkynnti aðilinn skal gefa út samræmisvottorð, að því er varðar skoðanir og prófanir sem framkvæmdar eru, og skal setja kenninúmer sitt á samþykkt tæki eða láta gera það á eigin ábyrgð.
        Framleiðandi skal varðveita samræmisvottorðin og hafa þau tiltæk til skoðunar fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að tækið hefur verið vottað.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
5.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki og, á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í 4. lið, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
5.2.        Samræmisyfirlýsing er samin og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða tæki hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja mælitækinu.
Viðurkenndur fulltrúi
6.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 2. og 4.2, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI H
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á FULLRI GÆÐATRYGGINGU

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á fullri gæðatryggingu“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í þessum viðauka, og tryggir að mælitækin sem um ræðir uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal starfrækja samþykkt gæðakerfi fyrir hönnun, framleiðslu, lokavörueftirlit og prófun á mælitækinu sem um ræðir eins og tilgreint er í 3. lið og sæta eftirliti eins og tilgreint er í 4. lið.
Gæðakerfi
3.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfinu hjá tilkynntum aðila að eigin vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    allar viðkomandi upplýsingar sem varða þann flokk tækja sem um er að ræða,
        —    skjöl er varða gæðakerfið.
3.2.        Gæðakerfið skal tryggja að tækin standist viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
        Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi skjöl um gæðakerfið verða að vera með þeim hætti að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár, er varða gæði, séu alltaf túlkuð á sama hátt. Í skjölunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
        —    gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til hönnunar og vörugæða,
        —    tæknilegum hönnunarforskriftum, þ.m.t. staðlar, sem verður beitt og, þegar viðkomandi skjölum sem um getur í 13. gr. er ekki beitt að fullu, þeim leiðum sem verða farnar til að tryggja að þær grunnkröfur í tilskipuninni sem gilda um tækin, verði uppfylltar,
        —    þeirri tækni til stýringar og sannprófunar á hönnun og þeim aðferðum og kerfisbundnu aðgerðum sem beitt verður við hönnun tækjanna í þeim flokki tækja sem um ræðir,
        —    samsvarandi aðferðum við framleiðslu, gæðastýringu og gæðatryggingu og þeim ferlum og kerfisbundnu aðgerðum sem nota skal,
        —    þeim skoðunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, við og eftir framleiðslu og hversu oft þær verða gerðar,
        —    skýrslum um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks, o.s.frv.,
        —    aðferðum til að fylgjast með því að tilskilin hönnunar- og vörugæði hafi náðst og að gæðakerfið sé skilvirkt.
3.3.        Tilkynntur aðili skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort það uppfylli kröfurnar sem um getur í lið 3.2. Hann skal gera ráð fyrir að þessar kröfur séu uppfylltar, að því er varðar gæðakerfi sem uppfyllir samsvarandi forskriftir í landsstaðlinum, sem er til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum staðli, um leið og vísanir til hans hafa verið birtar.
        Til viðbótar við reynslu af gæðastjórnunarkerfum skal úttektarhópurinn hafa viðeigandi reynslu á viðkomandi sviði mælifræði og tækjatækni og þekkingu á viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar. Hluti af aðferð við matið skal vera heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
        Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðana og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4.        Framleiðandi skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
3.5.        Framleiðandi skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
        Tilkynnti aðilinn metur þær breytingar sem lagðar eru til og ákveður hvort breytt gæðakerfi uppfylli áfram kröfurnar sem um getur í lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
        Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans
4.1.        Tilgangurinn með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi ræki þær skyldur sem samþykkta gæðakerfið leggur honum á herðar.
4.2.        Framleiðandi skal veita tilkynnta aðilanum aðgang til eftirlits að framleiðslu-, eftirlits-, prófunar- og geymslustöðum og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
        —    skjöl um gæðakerfið,
        —    skýrslur um gæði sem tengjast hönnunarhluta gæðakerfisins, s.s. niðurstöður greininga, útreikninga, prófana, o.s.frv.,
        —    gæðaskýrslur frá þeim hluta gæðakerfisins sem snýr að framleiðslu, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins, o.s.frv.
4.3.        Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og gefa framleiðanda skýrslu um úttektina.
4.4.        Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera, eða láta gera á eigin ábyrgð, prófanir til að færa sönnur á að gæðakerfið vinni rétt, ef með þarf. Tilkynnti aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófanir farið fram.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
5.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í lið 3.1, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
5.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
6.        Framleiðandi skal varðveita eftirfarandi og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt:
        —    skjölin um gæðakerfið sem um getur í öðrum undirlið í lið 3.1,
        —    breytinguna sem um getur í lið 3.5 í þeirri mynd sem hún hefur verið samþykkt,
        —    þær ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í lið 3.5, 4.3 og 4.4.
7.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té lista yfir samþykki gæðakerfa sem hafa verið gefin út eða hafnað og skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun á samþykki gæðakerfis.
Viðurkenndur fulltrúi
8.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3.1, 3.5, 5.2 og 6, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI H1
SAMRÆMISYFIRLÝSING BYGGÐ Á FULLRI GÆÐATRYGGINGU AUK HÖNNUNARPRÓFUNAR

1.        „Samræmisyfirlýsing byggð á fullri gæðatryggingu auk hönnunarprófunar“ er aðferð við samræmismat þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar sem mælt er fyrir um í þessum viðauka og tryggir að mælitækin sem um ræðir uppfylli viðeigandi kröfur í þessari tilskipun og gefur yfirlýsingu þar að lútandi.
Framleiðsla
2.        Framleiðandi skal starfrækja samþykkt gæðakerfi fyrir hönnun, framleiðslu, lokavörueftirlit og prófun á mælitækinu sem um ræðir eins og tilgreint er í 3. lið og sæta eftirliti eins og tilgreint er í 5. lið. Skoðun á því hvort tæknihönnun mælitækisins sé fullnægjandi skal hafa farið fram í samræmi við ákvæði 4. liðar.
Gæðakerfi
3.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfinu hjá tilkynntum aðila að eigin vali.
        Með umsókninni skulu fylgja:
        —    allar viðkomandi upplýsingar sem varða þann flokk tækja sem fyrirhugaður er,
        —    skjöl um gæðakerfið.
3.2.        Gæðakerfið skal tryggja að tækin standist viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.
        Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi skjöl um gæðakerfið verða að vera með þeim hætti að tryggja að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár, er varða gæði, séu alltaf túlkuð á sama hátt. Í skjölunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
        —    gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til hönnunar og vörugæða,
        —    tæknilegum hönnunarforskriftum, þ.m.t. staðlar, sem verður beitt og, þegar viðkomandi skjölum sem um getur í 13. gr. er ekki beitt að fullu, þeim leiðum sem verða farnar til að tryggja að þær grunnkröfur í þessari tilskipun sem gilda um tækin, verði uppfylltar,
        —    þeirri tækni til stýringar og sannprófunar á hönnun og þeim aðferðum og kerfisbundnu aðgerðum sem beitt verður við hönnun tækjanna í þeim flokki tækja sem um ræðir,
        —    samsvarandi aðferðum við framleiðslu, gæðastýringu og gæðatryggingu og þeim ferlum og kerfisbundnu aðgerðum sem nota skal,
        —    þeim skoðunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, við og eftir framleiðslu, og hversu oft þær verða gerðar,
        —    skýrslum um gæði, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsfólks o.s.frv.,
        —    aðferðum til að fylgjast með því að tilskilin hönnunar- og vörugæði hafi náðst og að gæðakerfið sé skilvirkt.
3.3.        Tilkynntur aðili skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort það uppfylli kröfurnar sem um getur í lið 3.2. Hann skal gera ráð fyrir að samræmi sé við þessar kröfur, að því er varðar gæðakerfi sem uppfyllir samsvarandi forskriftir í landsstaðlinum sem er til framkvæmdar viðkomandi samhæfðum staðli, um leið og vísanir til hans hafa verið birtar í Stjórnartíðindunum.
        Til viðbótar við reynslu af gæðastjórnunarkerfum skal úttektarhópurinn hafa viðeigandi reynslu á viðkomandi sviði mælifræði og tækjatækni og þekkingu á viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar. Hluti af aðferð við matið skal vera heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
        Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4.        Framleiðandi skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
3.5.        Framleiðandi skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
        Tilkynnti aðilinn metur þær breytingar sem lagðar eru til og ákveður hvort breytt gæðakerfi uppfylli áfram kröfurnar sem um getur í lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
        Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.6.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té lista yfir samþykki gæðakerfa sem hafa verið gefin út eða hafnað og skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun á samþykki gæðakerfis.
Hönnunarprófun
4.1.        Framleiðandi skal leggja inn umsókn um hönnunarprófun hjá tilkynnta aðilanum sem um getur í lið 3.1.
4.2.        Umsóknin skal gera hönnun, framleiðslu, og starfrækslu tækisins skiljanlega og gera það kleift að meta samræmi þess við viðeigandi kröfur í þessari tilskipun. Í henni skal vera:
        —    nafn og heimilisfang framleiðanda,
        —    skrifleg yfirlýsing þess efnis að sama umsókn hafi ekki verið lögð inn hjá öðrum tilkynntum aðila,
        —    tækniskjöl eins og lýst er í 10. gr. Skjölin skulu gera það kleift að meta samræmi tækisins við viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir slíkt mat, fjalla um hönnun og starfrækslu tækisins,
        —    sönnunargögn fyrir því að tæknihönnun sé fullnægjandi. Í þessum sönnunargögnum skal greint frá öllum viðkomandi skjölum sem hafa verið notuð, einkum hvar viðkomandi skjöl sem um getur í 13. gr. hafa ekki verið notuð að fullu, og skulu innihalda þar sem nauðsyn krefur niðurstöður prófana sem framkvæmdar hafa verið af viðeigandi rannsóknarstofu framleiðandans eða af annarri prófunarrannsóknarstofu fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.
4.3.        Tilkynntur aðili skal fara yfir umsóknina og gefa út EB-hönnunarprófunarvottorð til handa framleiðanda ef hönnunin uppfyllir ákvæði þessarar tilskipunar sem eiga við um mælitækið. Vottorðið skal innihalda nafn og heimilisfang framleiðandans, niðurstöður skoðunarinnar, skilyrði fyrir því að það sé gilt og nauðsynlegar upplýsingar til að auðkenna tækið sem hlotið hefur samþykki.
4.3.1.    Allir viðkomandi hlutar tækniskjalanna skulu fylgja sem viðaukar við vottorðið.
4.3.2.    Vottorðið eða viðaukar þess skulu hafa að geyma allar viðkomandi upplýsingar fyrir samræmismat og eftirlit með mælitækjum í notkun. Með því skal gert kleift að meta samræmi framleiddra tækja við hönnun, sem skoðun hefur farið fram á, að því er varðar samkvæmni mælifræðilegrar hæfni þegar þau eru rétt stillt eftir viðeigandi forskrift, þ.m.t.:
        —    mælifræðilegir eiginleikar hönnunar tækisins,
        —    ráðstafanir sem krafist er til að tryggja áreiðanleika tækjanna (innsigli, auðkenni hugbúnaðar ...),
        —    upplýsingar um aðra þætti sem nauðsynlegir eru til að bera kennsl á tækið og til að kanna sjónrænt ytra samræmi þess við hönnunina,
        —    sérstakar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að sannprófa eiginleika framleiddra tækja, ef við á.
        —    í því tilviki þegar um undireiningu er að ræða, allar nauðsynlegar upplýsingar til að tryggja samhæfi við aðrar undireiningar eða mælitæki.
4.3.3.    Tilkynnti aðilinn skal semja matsskýrslu með tilliti til þess og sjá til þess að hún sé aðgengileg aðildarríkinu sem tilnefndi hann. Með fyrirvara um 8. mgr. 12. gr. skal tilkynnti aðilinn aðeins gefa út efni skýrslunnar, að hluta til eða í heild, með samþykki framleiðanda.
        Vottorðið skal gilda í tíu ár frá útgáfudegi og endurnýja má það til tíu ára í einu.
        Ef framleiðanda er synjað um vottorð um hönnunarprófun skal tilkynnti aðilinn gera ítarlega grein fyrir ástæðum fyrir synjuninni.
4.4.        Framleiðanda ber að veita tilkynnta aðilanum, sem gaf út EB-hönnunarprófunarvottorð, upplýsingar um allar grundvallarbreytingar á viðurkenndu hönnuninni. Nauðsynlegt er að leita eftir viðbótarsamþykki tilkynnta aðilans, sem gaf út EB-hönnunarprófunarvottorð, á breytingum sem eru gerðar á samþykktu hönnuninni hafi þær áhrif á samræmi við grunnkröfur þessarar tilskipunar, skilyrði fyrir gildi vottorðsins eða notkunarskilyrði tækisins sem mælt er fyrir um. Þetta viðbótarsamþykki er veitt í formi viðbótar við upphaflegt EB-hönnunarprófunarvottorð.
4.5.        Sérhver tilkynntur aðili skal reglulega láta aðildarríkinu sem tilnefndi hann í té:
        —    útgefin EB-hönnunarprófunarvottorð og viðauka við þau,
        —    viðbætur og breytingar sem tengjast vottorðum sem hafa verið gefin út.
        Sérhver tilkynntur aðili skal þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tilnefndi hann um afturköllun EB-hönnunarprófunarvottorðs.
4.6.        Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans skal geyma eintak af EB-hönnunarprófunarvottorðinu, viðaukum og viðbætum þess ásamt tækniskjölunum í 10 ár eftir að síðasta mælitækið hefur verið framleitt.
        Hafi hvorki framleiðandi né viðurkenndur fulltrúi hans staðfestu í Bandalaginu hvílir sú skylda, að hafa tækniskjölin tiltæk sé óskað eftir því, á þeim aðila sem framleiðandi tilnefndi.
Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans
5.1.        Tilgangurinn með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi ræki þær skyldur sem samþykkta gæðakerfið leggur honum á herðar.
5.2.        Framleiðandi skal veita tilkynnta aðilanum aðgang til eftirlits að eftirlits-, prófunar- og geymslustöðum og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
        —    skjöl um gæðakerfið,
        —    skýrslur um gæði sem tengjast hönnunarhluta gæðakerfisins, s.s. niðurstöður greininga, útreikninga, prófana, o.s.frv.,
        —    gæðaskýrslur frá þeim hluta gæðakerfisins sem snýr að framleiðslu, s.s. skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins, o.s.frv.
5.3.        Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og gefa framleiðanda skýrslu um úttektina.
5.4.        Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera, eða láta gera á eigin ábyrgð, prófanir til að færa sönnur á að gæðakerfið vinni rétt, ef með þarf. Tilkynnti aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófanir farið fram.
Skrifleg samræmisyfirlýsing
6.1.        Framleiðandi skal festa CE-merki, viðbótarmælifræðimerki, og á ábyrgð tilkynnta aðilans sem um getur í lið 3.1, kenninúmer hins síðarnefnda á sérhvert mælitæki sem fullnægir viðeigandi kröfum í þessari tilskipun.
6.2.        Samræmisyfirlýsing er samin fyrir sérhverja gerð tækis og skal hún vera tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. Í henni skal tekið fram fyrir hvaða gerð tækis hún var samin og númer hönnunarprófunarvottorðsins.
        Eintak af yfirlýsingunni skal fylgja hverju mælitæki sem sett er á markað. Þó má túlka þessa kröfu þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en einstök tæki í þeim tilvikum þegar mörg tæki eru afhent einum notanda.
7.        Framleiðandi skal varðveita eftirfarandi og hafa tiltæk fyrir innlend yfirvöld í 10 ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt:
        —    skjölin sem um getur í öðrum undirlið í lið 3.1.,
        —    breytinguna, sem um getur í lið 3.5, í þeirri mynd sem hún hefur verið samþykkt,
        —    þær ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í lið 3.5, 5.3 og 5.4.
Viðurkenndur fulltrúi
8.        Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans, sem er að finna í lið 3.1, 3.5, 6.2 og 7, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

VIÐAUKI MI-001
VATNSMÆLAR

Viðeigandi kröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um vatnsmæla sem ætlaðir eru til mælingar á rúmmáli kalds eða heits hreins vatns til notkunar á heimilum, í viðskiptum og smáiðnaði.
SKILGREININGAR
Vatnsmælir
Tæki hannað til að mæla, geyma og sýna rúmmál vatns við mælingarskilyrði sem fer í gegnum mælingarbreytinn.
Lágmarksrennsli (Q1)
Minnsta rennsli þar sem vatnsmælir gefur vísanir sem uppfylla kröfur varðandi mestu leyfðu skekkjur (MPE).
Millistigsrennsli (Q2)
Millistigsrennsli er rennsligildi á milli varanlegs rennslis og lágmarksrennslis þar sem rennslissviðið skiptist í tvö svæði, „efra svæði“ og „neðra svæði“. Á hvoru svæði er mesta leyfða skekkja sem er einkennandi fyrir það.
Varanlegt rennsli (Q3)
Mesta rennsli þar sem vatnsmælir starfar á fullnægjandi hátt við eðlileg notkunarskilyrði, þ.e. við stöðug eða ósamfelld skilyrði.
Yfirálagsrennsli (Q4)
Yfirálagsrennsli er mesta rennsli þar sem mælir starfar á fullnægjandi hátt í stuttan tíma án þess að skemmast.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
Málnotkunarskilyrði
Framleiðandi skal tilgreina málnotkunarskilyrði fyrir tækið, einkum:
1.        Rennslissvið vatnsins.
        Gildi rennslissviðsins skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
        Q 3/Q 1 ≥ 10
        Q 2/Q 1 = 1,6
        Q 4/Q 3 = 1,25
        Í 5 ár frá gildistöku þessarar tilskipunar er heimilt að hlutfallið Q 2/Q 1 sé: 1,5, 2,5, 4 eða 6,3.
2.        Hitastigssvið vatnsins.
        Gildi hitastigssviðsins skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði: 0,1 °C til a.m.k 30 °C, eða 30 °C til a.m.k.90 °C.
        Heimilt er að mælirinn sé hannaður þannig að hann starfi á báðum sviðum.
3.        Svið afstæðs þrýstings vatnsins, á bilinu 0,3 bör að a.m.k. 10 börum við Q 3.
4.        Fyrir aflgjafa: málgildi riðspennugjafans og/eða jafnspennumörkin.
Mesta leyfða skekkja
5.        Mesta leyfða skekkja, jákvæð eða neikvæð, fyrir veitt rúmmál á bilinu milli millistigsrennslis (Q 2) (að því meðtöldu) og yfirálagsrennslis (Q 4) er:
        2% fyrir vatn sem er . 30 °C heitt,
        3% fyrir vatn sem er > 30 °C heitt,
6.        Mesta leyfða skekkja, jákvæð eða neikvæð, fyrir veitt rúmmál á bilinu milli lágmarksrennslis (Q 1) og millistigsrennslis (Q 2) (undanskilið) er 5% fyrir vatn sama hvert hitastig þess er.
Leyfileg áhrif truflana
7.1.         Rafsegulónæmi
7.1.1.    Áhrif rafsegultruflunar á vatnsmæli skulu vera þau að:
        —    breytingin á mæliniðurstöðunni sé ekki meiri en umtalsverða breytingargildið eins og það er skilgreint í lið 8.1.4., eða
        —    mæliniðurstaðan sé þannig sett fram að ekki sé unnt að túlka hana sem gilda niðurstöðu, s.s. tímabundin breyting sem ekki er unnt að túlka, geyma eða senda sem mæliniðurstöðu.
7.1.2.    Eftir að vatnsmælir hefur orðið fyrir rafsegultruflun skal hann:
        —    réttast af og starfa innan mestu leyfðu skekkju, og
        —    vera með öll mælihlutverk óskert, og
        —    leyfa endurheimt allra mæligagna sem voru til staðar rétt fyrir truflunina.
7.1.3.    Umtalsvert breytingargildi er hið lægra af tveimur eftirfarandi gildum:
        —    rúmmál sem svarar til helmings af stærð mestu leyfðu skekkju í efra svæði mælda rúmmálsins,
        —    rúmmál sem svarar til mestu leyfðu skekkju fyrir rúmmál sem svarar til einnar mínútu rennslis á sviði Q 3.
7.2.         Ending
        Að lokinni viðeigandi prófun, þar sem tekið er tillit til þess tíma sem framleiðandi áætlar, skulu eftirfarandi viðmiðanir uppfylltar:
7.2.1.    Í samanburði við frummæliniðurstöðu skal frávik í mæliniðurstöðu eftir endingarprófun ekki vera meira en:
        —    3% af mældu rúmmáli milli Q 1, að því meðtöldu, og Q 2 að því undanskildu,
        —    1,5% af mældu rúmmáli milli Q 2, að því meðtöldu, og Q 4 að því meðtöldu.
7.2.2.    Vísunarskekkja mælds rúmmáls eftir endingarprófun skal ekki vera meiri en:
        —    . 6% af mældu rúmmáli milli Q 1, að því meðtöldu, og Q 2 að því undanskildu,
        —    . 2,5% af mældu rúmmáli á milli Q 2, að því meðtöldu, og Q 4, að því meðtöldu, fyrir vatnsmæla sem ætlaðir eru til að mæla vatn við hitastig á bilinu 0,1 °C og 30 °C,
        —    . 3,5% af mældu rúmmáli á milli Q 2, að því meðtöldu, og Q 4, að því meðtöldu, fyrir vatnsmæla sem ætlaðir eru til að mæla vatn við hitastig á bilinu 30 °C og 90 °C.
Hæfi
8.1.        Mælinn skal hægt að setja upp þannig að hann sé starfhæfur í hvaða stöðu sem er nema annað sé tekið fram með skýrri merkingu.
8.2.        Framleiðandi skal tilgreina hvort mælirinn er hannaður til að mæla bakrennsli. Í slíku tilfelli skal rúmmál bakrennslis annaðhvort dregið frá uppsöfnuðu rúmmáli eða skráð sérstaklega. Sama mesta leyfða skekkja skal gilda fyrir bæði áfram- og bakrennsli.
        Vatnsmælar sem eru ekki hannaðir til að mæla bakrennsli skulu annaðhvort hindra bakrennsli eða þola bakrennsli sem verður af slysni án þess að mælifræðilegir eiginleikar spillist eða breytist.
Mælieiningar
9.        Mælt rúmmál skal sýnt í rúmmetrum.
Notkun
10.        Aðildarríki skal tryggja að kröfurnar skv. 1., 2. og 3. lið séu ákvarðaðar af dreifingaraðila eða einstaklingi sem tilnefndur hefur verið til að setja upp mælinn þannig að mælirinn henti til nákvæmrar mælingar á neyslu sem séð er fram á eða má vænta.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1.

VIÐAUKI MI-002
GASMÆLAR OG BÚNAÐUR TIL AÐ UMREIKNA RÚMMÁL

Viðkomandi kröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um gasmæla og búnað til að umreikna rúmmál sem skilgreindur er hér á eftir og ætlaður er til notkunar á heimilum, í viðskiptum og smáiðnaði.

SKILGREININGAR
Gasmælir
Tæki sem er hannað til að mæla, geyma og sýna magn brennslugass (rúmmál eða massa) sem fer í gegnum það.
Umreikningsbúnaður
Búnaður sem er festur á gasmæli sem umreiknar sjálfkrafa magn sem mælt er við mælingarskilyrði í magn við grunnskilyrði.
Lágmarksrennsli (Qmin)
Minnsta rennsli þar sem gasmælir gefur vísanir sem uppfylla kröfur varðandi mestu leyfðu skekkju (MPE).
Hámarksrennsli (Qmax)
Mesta rennsli þar sem gasmælir gefur vísanir sem uppfylla kröfur varðandi mestu leyfðu skekkju (MPE).
Millistigsrennsli (Qt)
Millistigsrennsli er rennslið á milli hámarks- og lágmarksrennslis þar sem rennslissviðinu er skipt í tvö svæði, „efra svæði“ og „neðra svæði“. Á hvoru svæði er mesta leyfða skekkja sem er einkennandi fyrir það.
Yfirálagsrennsli (Qr)
Yfirálagsrennsli er mesta rennsli þar sem mælir starfar í stuttan tíma án þess að skemmast.
Grunnskilyrði
Þau tilgreindu skilyrði sem umreikningur á mældu magni af vökva miðast við.
I. HLUTI — SÉRSTAKAR KRÖFUR — GASMÆLAR
1.         Málnotkunarskilyrði
        Framleiðandi skal tilgreina málnotkunarskilyrði fyrir gasmæli að teknu tilliti til:
1.1.        rennslissviðs gassins sem skal a.m.k. uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Flokkur Qmax/Qmin Qmax/Qt Qr/Qmax
1,5 ≥ 150 ≥ 10 1,2
1,0 ≥ 20 ≥ 5 1,2
1.2.        hitastigssviðs gassins sem skal vera a.m.k. 40 °C.
1.3.         Skilyrði tengd eldsneyti/gasi
        Gasmælir skal hannaður fyrir þær gastegundir og þann veituþrýsting sem notaður er í viðtökulandi. Framleiðandi skal einkum sýna:
        —    gasfjölskyldu eða hóp,
        —    hámarksvinnuþrýsting.
1.4.        lágmarkshitastigssvið skal vera 50 °C fyrir umhverfishitastig.
1.5.        málgildi riðspennugjafans og/eða jafnspennumörkin.
2.         Mesta leyfða skekkja (MPE)
2.1.        Gasmælir sem sýnir rúmmál við mælingarskilyrði eða massa

Tafla 1

Flokkur 1,5 1,0
Qmin . Q < Qt 3% 2%
Qt . Q . Qmax 1,5% 1%
        Þegar skekkjur á milli Q t og Q max eru allar með sama formerki skulu þær ekki vera meiri en 1% fyrir flokk 1,5 og 0,5% fyrir flokk 1,0.
2.2.        Fyrir gasmæli með hitastigsumreikningi sem sýnir aðeins umreiknaða rúmmálið má mesta leyfða skekkja mælisins aukast um 0,5% á 30 °C bili sem er dreift jafnt í kringum það hitastig sem tilgreint er af framleiðanda og liggur á milli 15 °C og 25 °C. Utan þessa bils er leyfileg 0,5% hækkun til viðbótar á hverju 10 °C bili.
3.         Leyfileg áhrif truflana
3.1.         Rafsegulónæmi
3.1.1.    Áhrif rafsegultruflunar á gasmæli eða búnað til að umreikna rúmmál skulu vera þau að:
        —    breytingin á mæliniðurstöðunni sé ekki meiri en umtalsverða breytingargildið eins og það er skilgreint í lið 3.1.2, eða
        —    mæliniðurstaðan sé þannig sett fram að ekki sé unnt að túlka hana sem gilda niðurstöðu, s.s. tímabundin breyting sem ekki er unnt að túlka, geyma eða senda sem mæliniðurstöðu.
3.1.2.    Eftir að gasmælir hefur orðið fyrir truflun skal hann:
        —    réttast af og starfa innan mestu leyfðu skekkju, og
        —    vera með öll mælihlutverk óskert, og
        —    leyfa endurheimt allra mæligagna sem voru til staðar rétt fyrir truflunina.
3.1.3.    Umtalsvert breytingargildi er lægra gildið af tveimur eftirfarandi gildum:
        —    magnið sem svarar til helmings af stærð mestu leyfðu skekkju í efra svæði mælda rúmmálsins,
        —    magnið sem svarar til mestu leyfðu skekkju fyrir magn sem svarar til einnar mínútu hámarksrennslis.
3.2.         Áhrif fram- eða bakrennslistruflana
        Við uppsetningarskilyrði sem framleiðandi tilgreinir skulu áhrif rennslistruflana ekki vera meiri en einn þriðji af mestu leyfðu skekkju.
4.         Ending
        Eftirfarandi viðmiðanir skulu uppfylltar að lokinni viðeigandi prófun að teknu tilliti til þess tíma sem framleiðandi áætlar:
4.1.         Mælar í flokki 1,5
4.1.1.    Í samanburði við frummæliniðurstöðu fyrir rennslishraða á bilinu Q t til Q max skal frávik á mæliniðurstöðu eftir endingarprófun ekki vera meira en 2% hærra en mæliniðurstaðan.
4.1.2.    Vísunarskekkja eftir endingarprófun skal ekki vera meiri en tvöföld mesta leyfða skekkja í 2. lið.
4.2.         Mælar í flokki 1,0
4.2.1.    Í samanburði við frummæliniðurstöðu skal frávik á mæliniðurstöðu eftir endingarprófun ekki vera meira en einn þriðji af mestu leyfðu skekkju í 2. lið.
4.2.2.    Vísunarskekkja eftir endingarprófun skal ekki vera meiri en mesta leyfða skekkja í 2. lið.
5.         Hæfi
5.1.        Gasmælir sem fær afl frá rafveitu (riðstraumur eða jafnstraumur) skal útbúinn búnaði til neyðaraflgjafar eða öðrum ráðstöfunum til að tryggja að öll mælihlutverk séu vernduð ef aðalaflgjafi bilar.
5.2.        Sérhæfður aflgjafi skal endast í a.m.k. fimm ár. Eftir að 90% endingartímans er liðinn skal viðeigandi viðvörun birtast.
5.3.        Vísibúnaður skal hafa nógu marga tölustafi til að tryggja að magnið sem fer í gegn á 8000 klukkustundum á Q max færi tölustafina ekki aftur að upphafsgildum.
5.4.        Gasmæli skal hægt að setja upp þannig að hann sé starfhæfur í hvaða stöðu sem framleiðandi mælir fyrir um í uppsetningarleiðbeiningum.
5.5.        Gasmælir skal hafa prófunarþátt sem gerir það mögulegt að framkvæma prófanir á hæfilegum tíma.
5.6.        Gasmælir skal vera innan mestu leyfðu skekkju í báðar rennslisáttir eða aðeins í aðra áttina ef hún er skýrt merkt.
6.         Einingar
        Mælt magn skal sýnt í rúmmetrum eða kílógrömmum.
II. HLUTI — SÉRSTAKAR KRÖFUR — BÚNAÐUR TIL AÐ UMREIKNA RÚMMÁL
Búnaður til að umreikna rúmmál er undireining samkvæmt öðrum undirlið skilgreiningar b í 4. gr.
Grunnkröfur fyrir gasmæli skulu gilda fyrir búnað til að umreikna rúmmál, ef við á. Að auki skulu eftirfarandi kröfur gilda:
7.         Grunnskilyrði fyrir magn sem hefur verið umreiknað
        Framleiðandi skal tilgreina grunnskilyrði fyrir magn sem hefur verið umreiknað.
8.         Mesta leyfða skekkja
        —    0,5% við 20 °C umhverfishita . 3 °C, 60% umhverfisraka . 15%, málgildi aflgjafa,
        —    0,7% fyrir hitastigsumreikningsbúnað við málnotkunarskilyrði,
        —    1% fyrir annan breytibúnað við málnotkunarskilyrði.
         Ath.: ekki er tekið tillit til skekkju í gasmæli.
9.         Hæfi
9.1.        Rafeindaumreikningsbúnaður skal geta greint þegar hann starfar utan þess vinnusviðs eða vinnusviða sem framleiðandi gefur upp fyrir kennistærðir sem skipta máli fyrir nákvæmni í mælingu. Í slíku tilviki skal umreikningsbúnaðurinn hætta að leggja saman umreiknaða magnið og er heimilt að leggja saman breytta magnið sérstaklega þann tíma sem hann starfar utan vinnusviðs eða vinnusviða.
9.2.        Rafeindaumreikningsbúnaður skal geta sýnt öll viðkomandi gögn mælingarinnar án viðbótarbúnaðar.
III. HLUTI — NOTKUN OG SAMRÆMISMAT
Notkun
10.        a)    Þar sem aðildarríki kveður á um mælingu á notkun á heimilum skal það heimila að slík mæling sé framkvæmd með öllum mælum í flokki 1,5 og mælum í flokki 1,0 sem hafa Q max/Q min hlutfall sem er jafnt og eða meira en 150.
        b)    Þar sem aðildarríki kveður á um mælingu á notkun í viðskiptum og/eða smáiðnaði skal það heimila að slík mæling sé framkvæmd með öllum mælum í flokki 1,5.
        c)    Að því er varðar kröfurnar skv. lið 1.2 og 1.3 skulu aðildarríki tryggja að eiginleikarnir séu ákvarðaðir af dreifingaraðila eða einstaklingi sem tilnefndur hefur verið til að setja upp mælinn þannig að mælirinn henti til nákvæmrar mælingar á neyslu sem séð er fram á eða má vænta.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1.

VIÐAUKI MI-003
RAFORKUMÆLAR FYRIR RAUNORKU

Viðkomandi kröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um raforkumæla fyrir raunorku sem ætlaðir eru til notkunar á heimilum, í viðskiptum og smáiðnaði.
Athugasemd: raforkumæla má nota með ytri mælispennum, allt eftir því hvaða mæliaðferð er beitt. Þessi viðauki tekur þó aðeins til raforkumæla en ekki mælispenna.
SKILGREININGAR
Raforkumælir fyrir raunorku er búnaður sem mælir raunorkunotkun í straumrás.
I        = rafstraumur sem streymir í gegnum mælinn,
I n        = tilgreindur viðmiðunarstraumur sem mælir með mælispennum er hannaður fyrir,
I st        = lægsta uppgefna gildi I þar sem mælirinn nemur raunorku við aflstuðul einn (fjölfasa mælar með jafnlæga áraun),
I min        = minnsta gildið á I þar sem skekkjan er innan mestu leyfðu skekkju (MPE) (fjölfasa mælar með jafnlæga áraun),
I tr        = minnsta gildið á I þar sem skekkjan er innan minnstu mestu leyfðu skekkju sem ræðst af nákvæmnitákni mælisins,
I max        = hámarksgildi I þar sem skekkjan er innan mestu leyfðu skekkju,
U        = spenna raforkunnar sem mælirinn fær,
U n        = tilgreind viðmiðunarspenna,
f        = tíðni spennu raforkunnar sem mælirinn fær,
f n        = tilgreind viðmiðunartíðni,
PF        = aflstuðull = cos.= kósínus fasamunar . á milli I og U.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
1.         Nákvæmni
        Framleiðandi skal tilgreina nákvæmnitákn mælisins. Nákvæmnitáknin eru skilgreind sem: flokkur A, B og C.
2.         Málnotkunarskilyrði
        Framleiðandi skal tilgreina málnotkunarskilyrði fyrir mælinn, einkum:
        Gildi f n, U n, I n, I st, I min, I tr og I max sem eiga við mælinn. Fyrir núverandi gildi sem tilgreind eru skal mælirinn uppfylla skilyrðin sem tilgreind eru í töflu 1:

Tafla 1

A flokkur B flokkur C flokkur
Mælar sem tengdir eru beint
Ist .0,05 . Itr . 0,04 . Itr . 0,04 . Itr
Imin . 0,5 . Itr . 0,5 . Itr . 0,3 . Itr
Imax ≥50 . Itr ≥ 50 . Itr ≥ 50 . Itr
Mælar með mælispennum
Ist . 0,06 . Itr . 0,04 . Itr . 0,02 . Itr
Imin . 0,4 . Itr . 0,2 . Itr (1) . 0,2 . Itr
In = 20 . Itr = 20 . Itr = 20 . Itr
Imax ≥ 1,2 . In ≥ 1,2 . In ≥ 1,2 . In
(1) Fyrir rafvélræna mæla í flokki B skal Imin .0,4 Itr gilda.
        Spennu- tíðni- og aflstuðulssviðin sem mælirinn skal uppfylla kröfurnar um mestu leyfðu skekkju innan eru tilgreind í töflu 2. Þessi svið skulu taka tillit til dæmigerða eiginleika rafmagns sem veitt er í gegnum opinber dreifikerfi.
        Spennu- og tíðnisvið skulu a.m.k. vera:
        0,9. U n< U < 1,1. U n
        0,98. f n< f < 1,02. f n
        aflstuðulssviðið skal vera a.m.k. frá cos. = 0,5 spana aflstuðli að cos. = 0,8 rýmdar aflstuðli.
3.         Mestu leyfðu skekkjur
        Áhrif ýmissa mælistærða og áhrifsstærða (a, b, c, ...) eru metin sérstaklega, öllum öðrum mælistærðum og áhrifsstærðum er haldið tiltölulega stöðugum við viðmiðunargildi. Mæliskekkjan, sem skal ekki vera meiri en mesta leyfða skekkjan sem getið er um í töflu 2, er reiknuð sem:
        Mæliskekkja =

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



        Þegar mælirinn starfar við breytilegan álagsstraum skulu skekkjurnar í hundraðshlutum ekki vera meiri en mörkin sem gefin eru upp í töflu 2.

Tafla 2

         Mesta leyfða skekkja í hundraðshlutum við málnotkunarskilyrði og skilgreint álagsstraumsstig og vinnsluhita
Vinnsluhiti Vinnsluhiti Vinnsluhiti Vinnsluhiti
+.5.°C ….+.30.°C –.10.°C … +.5.°C eða +.30.°C … +.40.°C –.25.°C … –.10.°C eða +.40.°C … +.55.°C –.40.°C … –.25.°C eða +.55.°C … +.70.°C
Flokkur mælis A B C A B C A B C A B C
Einfasa mælir, fjölfasa mælir ef hann starfar með jafnlægri áraun
Imin...I.<.Itr 3,5 2 1 5 2,5 1,3 7 3,5 1,7 9 4 2
Itr...I...Imax 3,5 2 0,7 4,5 2,5 1 7 3,5 1,3 9 4 1,5
Fjölfasa mælir ef hann starfar með einfasa áraun
Itr...I...Imax, sjá undantekningu hér á eftir 4 2,5 1 5 3 1,3 7     4 1,7 9 4,5 2
Fyrir rafvélræna fjölfasa mæla er straumsvið einfasa áraunar takmarkað við 5Itr . I . Imax
        Þegar mælir er starfræktur í mismunandi hitastigssviðum skulu gildi viðkomandi mestu leyfðu skekkju notuð.
4.         Leyfileg áhrif truflana
4.1.         Almennt
        Þar sem raforkumælar eru tengdir beint við orkuveituna og þar sem orkuveitustraumur er ein af mælistærðunum er notað sérstakt rafsegulumhverfi fyrir rafmagnsmæla.
        Mælir skal uppfylla kröfur um rafsegulumhverfi E2 og viðbótarkröfurnar í lið 4.2. og 4.3.
        Rafsegulumhverfið og leyfileg áhrif endurspegla þær aðstæður að til staðar séu langvarandi truflanir sem skulu ekki hafa áhrif á nákvæmni umfram umtalsverðu breytingargildin og svipular truflanir sem geta valdið tímabundinni rýrnun eða tapi á virkni eða hæfni sem mælirinn getur þó endurheimt og skulu ekki hafa áhrif á nákvæmni umfram umtalsverðu breytingargildin.
        Þegar fyrirsjáanleg er mikil áhætta vegna eldingar eða þar sem loftlínudreifikerfi eru ríkjandi skulu mælifræðilegir eiginleikar mælisins verndaðir.
4.2.         Áhrif langvarandi truflana

Tafla 3
Umtalsverð breytingargildi fyrir langvarandi truflanir

Truflun Umtalsverð breytingargildi í hundraðshlutum fyrir flokka mæla
A B C
Umbreytt fasaröð 1,5 1,5 0,3
Spennumisvægi (á aðeins við um fjölfasa mæla) 4 2 1
Yfirsveifluhluti í straumrásum (1) 1 0,8 0,5
Jafnstraumur og yfirsveifluhluti í straumrás (1) 6 3 1,5
Hraðar sveiphrinur 6 4 2
Segulsvið, hátíðnirafsegulsvið (geisluð útvarpstíðni), truflanir í leiðslum vegna útvarpstíðnisviða, og ónæmi fyrir sveiflurásarbylgjum 3 2 1
(1)    Ef um er að ræða rafvélræna rafmagnsmæla eru engin umtalsverð breytingargildi skilgreind fyrir yfirsveifluhluta í straumrásum og fyrir jafnstraum og yfirsveifluhluta í straumrás.
4.3.         Leyfileg áhrif svipulla rafsegulfyrirbæra
4.3.1.    Áhrif rafsegultruflunar á raforkumæli meðan á henni stendur og strax á eftir skulu vera þau að:
        —    úttak sem ætlað er til prófunar á nákvæmni mælisins framkallar ekki púlsa eða merki sem svara til orku sem er meiri en umtalsverða breytingargildið
        og innan hæfilegs tíma frá trufluninni skal mælirinn
        —    réttast af og starfa innan marka fyrir mestu leyfðu skekkju, og
        —    vera með öll mælihlutverk óskert, og
        —    leyfa endurheimt allra mæligagna sem voru til staðar fyrir truflunina, og
        —    ekki sýna meiri breytingu á skráðri orku en sem nemur umtalsverða breytingargildinu.
        Umtalsverða breytingargildið í kWh er m. U n. I max. 10 –6
        (þar sem m er fjöldi mæliþátta í mælinum, U n í voltum og I max í amperum).
4.3.2.    Fyrir yfirstraum er umtalsverða breytingargildið 1,5%.
5.         Hæfi
5.1.        Fyrir neðan málvinnsluspennu skal jákvæð skekkja mælisins ekki vera meiri en 10%.
5.2.        Heildarorka skal sýnd með nægilega mörgum tölustöfum til að tryggja að þegar mælirinn starfar í 4000 klukkustundir á fullu álagi (I = I max, U = U n and PF = 1) fari sýnt gildi ekki aftur á upphafsgildi sitt og ekki skal hægt að endurstilla hann meðan hann er í notkun.
5.3.        Ef rafmagn fer af straumrásinni skal vera hægt að lesa magn mældrar raforku í a.m.k. kosti 4 mánuði.
5.4.         Í gangi án álags
        Þegar spenna er á en enginn straumur streymir um straumrásina (straumrás skal vera opin rás) skal mælirinn ekki skrá orku fyrir neina spennu á milli 0,8 U n og 1,1 U n.
5.5.         Gangsetning
        Mælirinn skal fara í gang og halda áfram að mæla við U n, PF = 1 (fjölfasa mælir með jafnlægri áraun) og straum sem er jafn og I st.
6.         Einingar
        Mæld raforka skal sýnd í kílóvattstundum eða megavattstundum.
7.         Notkun
        a)    Þar sem aðildarríki kveður á um mælingu á notkun á heimilum skal það heimila að slík mæling sé framkvæmd með öllum mælum í flokki A. Aðildarríki er heimilt að krefjast mælis úr flokki B í tilgreindum tilgangi.
        b)    Þar sem aðildarríki kveður á um mælingu á notkun í viðskiptum og/eða smáiðnaði skal það heimila að slík mæling sé framkvæmd með öllum mælum í flokki B. Aðildarríki er heimilt að krefjast mælis úr flokki C í tilgreindum tilgangi.
        c)    Aðildarríki skal tryggja að straumsviðið sé ákvarðað af dreifingaraðila eða einstaklingi sem tilnefndur hefur verið til að setja upp mælinn þannig að mælirinn henti til nákvæmrar mælingar á neyslu sem séð er fram á eða má vænta.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1.

VIÐAUKI MI-004
VARMAORKUMÆLAR

Viðkomandi kröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um varmaorkumæla sem ætlaðir eru til notkunar á heimilum, í viðskiptum og smáiðnaði.
SKILGREININGAR
Varmaorkumælir er tæki sem er hannað til að mæla varmaorku í varmaskiptarás sem vökvi sem kallast varmaflutningsvökvi gefur frá sér.
Varmaorkumælir er annaðhvort fullbúið tæki eða samsett tæki sem samanstendur af undireiningum, rennslisnema, hitaskynjarapari, og reiknivél eins og skilgreint er í b-lið 4. gr. eða samsetningu þeirra
.        = hitastig varmaflutningsvökvans,
. in        = gildi . við inntak varmaskiptarásarinnar,
. out        = gildi . við úttak varmaskiptarásarinnar,
..        = hitastigsmismunurinn á . in – . out þar sem . . ≥ 0,
. max        = efri mörk . til að varmaorkumælirinn virki rétt innan mestu leyfðu skekkju,
. min        = neðri mörk . til að varmaorkumælirinn virki rétt innan mestu leyfðu skekkju,
.. max    = efri mörk .. til að varmaorkumælirinn virki rétt innan mestu leyfðu skekkju,
.. min    = neðri mörk .. til að varmaorkumælirinn virki rétt innan mestu leyfðu skekkju,
q        = rennslishraði varmaflutningsvökvans,
q s        = hæsta gildi q sem er leyft í stuttan tíma í einu svo að varmaorkumælirinn virki rétt,
q p        = hæsta gildi q sem er leyft varanlega svo að varmaorkumælirinn virki rétt,
q i        = lægsta gildi q sem er leyft varanlega svo að varmaorkumælirinn virki rétt,
P        = varmaorka varmaskiptanna,
P s        = efri mörk P sem eru leyfð svo að varmaorkumælirinn virki rétt.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
1.         Málnotkunarskilyrði
        Framleiðandi skal tilgreina gildi málnotkunarskilyrða sem hér segir:
1.1.        fyrir hitastig vökvans: . max, . min,
        —    fyrir hitamismuninn: .. max, .. min,
        með eftirfarandi takmörkunum: .. max/.. min ≥ 10; .. min = 3 K eða 5 K eða 10 K.
1.2.        fyrir þrýsting vökvans: mesti jákvæði innri þrýstingur sem varmaorkumælirinn þolir varanlega við efri mörk hitastigsins.
1.3.        fyrir rennslishraða vökvans: q s, q p, q i þar sem gildi q p og q i eru háð eftirfarandi takmörkun: q p/q i ≥ 10.
1.4.        fyrir varmaorkuna: P s
2.         Nákvæmnisflokkar
        Eftirfarandi nákvæmnisflokkar eru skilgreindir fyrir varmaorkumæla: 1, 2, 3.
3.         Mestu leyfðu skekkjur sem gilda um fullbúna varmaorkumæla
        Mesta leyfða hlutfallslega skekkja sem gildir um fullbúinn varmaorkumæli gefin upp sem hundraðshluti af sanngildi fyrir hvern nákvæmnisflokk er:
        —    fyrir 1. flokk: E = E f + E t + E c með E f, E t, E c í samræmi við lið 7.1 til 7.3.
        —    fyrir 2. flokk: E = E f + E t + E c með E f, E t, E c í samræmi við lið 7.1 til 7.3.
        —    fyrir 3. flokk: E = E f + E t + E c með E f, E t, E c í samræmi við lið 7.1 til 7.3.
4.         Leyfileg áhrif rafsegultruflana
4.1.        Tækið skal ekki verða fyrir áhrifum frá stöðusegulsviðum og frá rafsegulsviðum á rafveitutíðni.
4.2.        Áhrif rafsegultruflunar skulu vera þau að breytingin á mæliniðurstöðunni sé ekki meiri en umtalsverða breytingargildið sem mælt er fyrir um í lið 4.3 eða þau að vísun mæliniðurstöðunnar sé slík að ekki sé hægt að túlka hana sem gilda niðurstöðu.
4.3.        Umtalsvert breytingargildi fyrir fullbúinn varmaorkumæli er jafnt og tölugildi mestu leyfðu skekkju sem gildir fyrir þann varmaorkumæli (sjá 3. lið).
5.         Ending
        Eftirfarandi viðmiðanir skulu uppfylltar að lokinni viðeigandi prófun að teknu tilliti til þess tíma sem framleiðandi áætlar:
5.1.        Rennslisnemar: í samanburði við frummæliniðurstöðu skal frávik á mæliniðurstöðu eftir endingarprófun ekki vera meira en umtalsverða breytingargildið.
5.2.        Hitaskynjarar: í samanburði við frummæliniðurstöðu skal frávik á mæliniðurstöðu eftir endingarprófun ekki vera meira en 0,1 °C.
6.         Áletranir á varmaorkumæli
        —    Nákvæmnisflokkur
        —    Takmarkanir á rennslishraða
        —    Takmarkanir á hitastigi
        —    Takmarkanir á hitastigsmismun
        —    Staður þar sem rennslisnemi er settur upp: flæði eða bakflæði
        —    rennslisstefna tilgreind
7.         Undireiningar
        Ákvæði um undireiningar geta átt við um undireiningar sem framleiddar eru af sömu eða ólíkum framleiðendum. Þar sem varmaorkumælir samanstendur af undireiningum gilda grunnkröfurnar fyrir varmaorkumælinn um undireiningarnar eftir því sem við á. Að auki á eftirfarandi við:
7.1.        Mesta leyfða hlutfallslega skekkja rennslisnema, gefin upp í % fyrir nákvæmnisflokka:
        —    1. flokkur: E f = (1 + 0,01 q p/q), en ekki meira en 5%,
        —    2. flokkur: E f = (2 + 0,02 q p/q), en ekki meira en 5%,
        —    3. flokkur: E f = (3 + 0,05 q p/q), en ekki meira en 5%,
        þar sem skekkjan E f tengir gildið sem sýnt er við sanngildi sambandsins á milli frálagsmerkis rennslisnemans og massans eða rúmmálsins.
7.2.        Mesta leyfða hlutfallslega skekkja hitaskynjaraparsins gefin upp í %:
        —    E t = (0,5 + 3. .. min/..),
        þar sem skekkjan E t tengir gildið sem sýnt er við sanngildi sambandsins á milli frálags hitaskynjaraparsins og hitastigsmismunarins.
7.3.        Mesta leyfða hlutfallslega skekkja reiknivélarinnar gefin upp í %:
        —    E c = (0,5 + .. min/..),
        þar sem skekkjan E c tengir vísigildi varmans við sanngildi varmans.
7.4.        Umtalsvert breytingargildi fyrir undireiningu varmaorkumælis er jafnt samsvarandi tölugildi mestu leyfðu skekkju sem gildir fyrir þá undireiningu (sjá lið 7.1., 7.2. eða 7.3).
7.5.         Áletranir á undireiningum
        Rennslisnemi:    Nákvæmnisflokkur
                Takmarkanir á rennslishraða
                Takmarkanir á hitastigi
                Nafnmæliþáttur (þ.e. lítrar/púls) eða samsvarandi frálagsmerki
                Rennslisstefna tilgreind
        Hitaskynjarapar:    Gerðarauðkenni (t.d. Pt 100)
                Takmarkanir á hitastigi
                Takmarkanir á hitastigsmismun
        Reiknivél:    Gerð hitastigsskynjara
                —    Takmarkanir á hitastigi
                —    Takmarkanir á hitastigsmismun
                —    Nafnmæliþáttur sem krafist er (þ.e. lítrar/púls) eða samsvarandi inntaksmerki frá rennslisnema
                —    Staður þar sem rennslisnemi er settur upp: flæði eða bakflæði
NOTKUN
8.    a)    Þar sem aðildarríki kveður á um mælingu á notkun á heimilum skal það heimila að slík mæling sé framkvæmd með öllum mælum í 3. flokki.
    b)    Þar sem aðildarríki kveður á um mælingu á notkun í viðskiptum og/eða smáiðnaði er því heimilt að krefjast mælis úr 2. flokki.
    c)    Að því er varðar kröfurnar skv. lið 1.1 til 1.4 skal aðildarríki tryggja að eiginleikarnir séu ákvarðaðir af dreifingaraðila eða einstaklingi sem tilnefndur hefur verið til að setja upp mælinn þannig að mælirinn henti til nákvæmrar mælingar á neyslu sem séð er fram á eða má vænta.

SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1.

VIÐAUKI MI-005
MÆLIKERFI FYRIR SAMFELLDA OG SÍVIRKA MÆLINGU Á MAGNI VÖKVA ANNARRA EN VATNS

Viðkomandi grunnkröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um mælikerfi sem ætluð eru til samfelldrar og sívirkrar mælingar á magni (rúmmáli eða massa) vökva annarra en vatns. Ef við á má lesa hugtökin „rúmmál og L“ í þessum viðauka sem „massa og kg“.
SKILGREININGAR
Mælir
Tæki hannað til að mæla samfellt, geyma og sýna magn vökva við mælingarskilyrði sem rennur í gegnum mælingarbreytinn í lokaðri, leiðslu með fullum þrýstingi.
Reiknivél
Hluti af mæli sem fær frálagsmerki frá mælingarbreyti eða mælingarbreytum og hugsanlega frá tengdum mælitækjum og sýnir mæliniðurstöðuna.
Tengt mælitæki
Tæki tengt við reiknivélina til mælingar á ákveðnu magni sem er einkennandi fyrir vökvann með það að markmiði að leiðrétta og/eða umreikna.
Umreikningsbúnaður
Hluti reiknivélar sem umreiknar sjálfkrafa eftirfarandi með því að taka tillit til eiginleika vökvans (hitastigs, þéttleika, o.s.frv.) sem mældir eru með tengdum mælitækjum eða geymdir í minni:
—    rúmmáli vökvans sem mældur er við mælingarskilyrði í rúmmál við grunnskilyrði og/eða massa, eða
—    massa vökvans sem mældur er við mælingarskilyrði í rúmmál við mælingarskilyrði og/eða rúmmál við grunnskilyrði.
Athugasemd: umreikningsbúnaður inniheldur viðkomandi tengd mælitæki.
Grunnskilyrði
Þau tilgreindu skilyrði sem umreikningur á mældu magni vökva við mælingarskilyrði miðast við.
Mælikerfi
Kerfi sem samanstendur af mælinum sjálfum og öllum búnaði sem krafist er til að tryggja rétta mælingu eða ætlaður er til að auðvelda mæliaðgerðir.
Eldsneytisskammtari
Mælikerfi ætlað til að fylla á vélknúin ökutæki, litla báta og lítil loftför.
Sjálfsafgreiðslufyrirkomulag
Fyrirkomulag sem leyfir viðskiptavini að nota mælikerfi til að ná í vökva til eigin nota.
Sjálfsafgreiðslubúnaður
Sérstakt tæki sem er hluti af sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi og sem leyfir einu eða fleiri mælikerfum að starfa í þessu sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi.
Minnsta mælda magn (MMQ)
Minnsta mælda magn vökva sem er mælifræðilega ásættanlegt fyrir mælikerfi.
Bein vísun
Vísunin, annað hvort rúmmál eða massi, sem samsvarar mælieiningunni og því hvað mælirinn er fær um að mæla.
Athugasemd: breyta má beinu vísuninni í annað magn með umreikningsbúnaði.
Rjúfanlegt/órjúfanlegt
Mælikerfi telst rjúfanlegt/órjúfanlegt þegar hægt er/ekki er hægt að stöðva vökvarennslið auðveldlega og fljótt.
Rennslissvið
Sviðið á milli lágmarksrennslis (Q min) og hámarksrennslis (Q max).
SÉRSTAKAR KRÖFUR
1.         Málnotkunarskilyrði
        Framleiðandi skal tilgreina málnotkunarskilyrði fyrir tækið, einkum:
1.1.        rennslissvið
        Rennslissviðið er háð eftirfarandi skilyrðum:
        i)    rennslissvið mælikerfis skal vera innan rennslissviðs sérhvers þáttar þess, einkum mælisins.
        ii)    mælir og mælikerfi:

Tafla 1

Sérstakt mælikerfi Eiginleiki vökva Lágmarkshlutfall Qmax : Qmin
Eldsneytisskammtarar Ekki fljótandi gas 10 : 1
Fljótandi gas 5 : 1
Mælikerfi Lághitavökvar 5 : 1
Mælikerfi á leiðslum og kerfum til skipalestunar Allir vökvar Hæft til notkunar
Öll önnur mælikerfi Allir vökvar 4 : 1
1.2.        eiginleika vökvans sem tækið á að mæla með því að tilgreina nafn eða gerð vökvans eða mikilvæga eiginleika hans, t.d.:
        —    hitastigssvið,
        —    þrýstingssvið,
        —    þéttleikasvið,
        —    seigjusvið.
1.3.        málgildi riðspennugjafans og/eða mörk jafnspennugjafans.
1.4.        grunnskilyrði fyrir gildi sem hafa verið umreiknuð.
         Athugasemd:    liður 1.4 er með fyrirvara um skuldbindingar aðildarríkjanna um að krefjast annaðhvort notkunar 15 °C í samræmi við 1. mgr. 3. gr. tilskipunar ráðsins 92/81/EBE frá 19. október 1992 um samræmingu á flokkun vörugjalda á jarðolíur ( 1 ) eða annars hitastigs í samræmi við 2. mgr. 3. gr. þeirrar tilskipunar fyrir svartolíu, fljótandi jarðolíugas og metan.
2.         Nákvæmnisflokkun og mestu leyfðu skekkjur (MPE)
2.1.        Fyrir magn sem er jafnt og eða meira en 2 lítrar er mesta leyfða skekkja vísana:

Tafla 2

Nákvæmnisflokkur
0,3 0,5 1,0 1,5 2,5
Mælikerfi (A) 0,3% 0,5% 1,0% 1,5% 2,5%
Mælar (B) 0,2% 0,3% 0,6% 1,0% 1,5%
2.2.        Fyrir magn sem er minna en 2 lítrar er mesta leyfða skekkja vísana:

Tafla 3

Mælt rúmmál V Mesta leyfða skekkja
V < 0,1 L 4 x gildi í töflu 2, gildir um 0,1 L
0,1 L . V < 0,2 L 4 x gildi í töflu 2
0,2 L . V < 0,4 L 2 x gildi í töflu 2, gildir um 0,4 L
0,4 L . V < 1 L 2 x gildi í töflu 2
1 L . V < 2 L Gildi í töflu 2, gildir um 2 L
2.3.        Hvert sem mælda magnið er ræðst þó stærð mestu leyfðu skekkju af því gildi sem stærra er af tveimur eftirfarandi gildum:
        —    tölugildi mestu leyfðu skekkju sem gefið er upp í töflu 2 eða töflu 3,
        —    tölugildi mestu leyfðu skekkju fyrir minnsta mælda magn (E min).
2.4.1.    Um minnsta mælda magn sem er meira en eða jafnt og 2 lítrar gilda eftirfarandi skilyrði:
        Skilyrði 1
        E min skal uppfylla skilyrði: E min > 2 R, þar sem R er minnsta kvarðadeiling vísibúnaðar.
        Skilyrði 2
        E min er reiknað með reiknireglunni: E min = (2MMQ) . (A/100) þar sem:
        —    MMQ er minnsta mælda magnið,
        —    A er tölugildið sem tilgreint er í línu A í töflu 2.
2.4.2.    Fyrir minnsta mælda magn sem er minna en tveir lítrar gildir skilyrði 1 hér að framan og E min er tvisvar sinnum gildið sem tilgreint er í töflu 3 og tengt línu A í töflu 2.
2.5.         Umreiknuð vísun
        Ef um er að ræða umreiknaða vísun eru mestu leyfðu skekkjur eins og í línu A í töflu 2.
2.6.         Umreikningsbúnaður
        Mestu leyfðu skekkjur umreiknaðra vísana vegna umreikningsbúnaðar eru jafnt og . (A – B) þar sem A og B eru gildin sem tilgreind eru í töflu 2.
        Hlutar umreikningsbúnaðar sem hægt er að prófa sérstaklega
        a)    Reiknivél
            Mestu leyfðu skekkjur fyrir vísanir magns vökva til útreikninga, jákvæðra eða neikvæðra, eru jafnt og einn tíundi af mestu leyfðu skekkjum sem skilgreindar eru í línu A í töflu 2.
        b)    Tengd mælitæki
            Tengd mælitæki skulu vera a.m.k. jafn nákvæm og gildin í töflu 4:

Tafla 4

Mesta leyfða skekkja mælinga Nákvæmnisflokkar mælikerfis
0,3 0,5 1,0 1,5 2,5
Hitastig . 0,3 °C . 0,5 °C . 1,0 °C
Þrýstingur Minni en 1 MPa: . 50 kPa Frá 1 til 4 MPa: . 5% Yfir 4 MPa: . 200 kPa
Þéttleiki . 1 kg/m3 . 2 kg/m3 . 5 kg/m3
            Þessi gildi eiga við um vísun auðkennisstærða fyrir vökvann sem umreikningsbúnaðurinn sýnir.
        c)    Nákvæmni reiknihlutverks
            Mesta leyfða skekkja við útreikning auðkennisstærða vökvans, jákvæð eða neikvæð, er jöfn tveimur fimmtu gildisins sem ákvarðað er í b-lið.
2.7.        Krafan í a-lið í lið 2.6 gildir fyrir alla útreikninga, ekki aðeins umreikning.
3.         Leyfileg hámarksáhrif truflana
3.1.        Áhrif rafsegultruflunar á mælikerfi skulu vera eitt af eftirfarandi:
        —    breytingin á mæliniðurstöðunni verður ekki meiri en umtalsverða breytingargildið eins og það er skilgreint í lið 3.2, eða
        —    vísun mæliniðurstöðunnar sýnir tímabundna breytingu sem verður ekki túlkuð, geymd eða send sem mæliniðurstaða. Ef um rjúfanlegt kerfi er að ræða kann þetta enn fremur að tákna að ómögulegt sé að framkvæma mælingu, eða
        —    breytingin á mæliniðurstöðunni er meiri en umtalsverða breytingargildið, en í því tilviki skal mælikerfið leyfa að mæliniðurstaða, sem er fengin rétt áður en að umtalsverða breytingargildið átti sér stað og lokaði fyrir rennslið, sé sótt.
3.2.        Umtalsverða breytingargildið er meira en mesta leyfða skekkja/5 fyrir tilgreint mælt magn eða E min.
4.         Ending
        Eftirfarandi viðmiðanir skulu uppfylltar að lokinni viðeigandi prófun að teknu tilliti til þess tíma sem framleiðandi áætlar:
        í samanburði við frummæliniðurstöðu skal frávik á mæliniðurstöðu eftir endingarprófun ekki vera meira en gildið fyrir mæla sem tilgreint er í línu B í töflu 2.
5.         Hæfi
5.1.        Fyrir mælt magn sem tengist sömu mælingu skulu vísanir sem ýmis búnaður gefur ekki víkja frá hver annarri um meira en eina kvarðadeilingu þegar búnaðurinn hefur sömu kvarðadeilingu. Ef búnaður hefur mismunandi kvarðadeilingar skal frávikið ekki vera meira en stærsta kvarðadeilingin.
        Ef um er að ræða sjálfsafgreiðslufyrirkomulag skulu kvarðadeilingar aðalvísibúnaðar mælikerfisins og kvarðadeilingar sjálfsafgreiðslubúnaðarins vera hinar sömu og ekkert frávik skal vera í mæliniðurstöðum.
5.2.        Ekki skal vera mögulegt að breyta stefnu mælda magnsins við eðlilegar notkunaraðstæður nema það sé augljóst.
5.3.        Hundraðshluti lofts eða gass sem ekki er auðvelt að greina í vökvanum skal ekki leiða til skekkjufráviks sem er meira en:
        —    0,5% fyrir vökva aðra en vökva til drykkjar og vökva sem hafa seigju sem er ekki meiri en 1 mPa.s, eða
        —    1% fyrir vökva til drykkjar og vökva með seigju sem er meiri en 1 mPa.s.
        Leyft frávik skal þó aldrei vera minna en 1% af minnsta mælda magni (MMQ). Þetta gildi á við þegar um er að ræða loft- eða gasgat.
5.4.         Tæki til beinnar sölu
5.4.1.    Mælikerfi til beinnar sölu skal útbúið með leið til að núllstilla skjáinn.
        Ekki skal vera hægt að beina mælda magninu í aðra átt.
5.4.2.    Magnið sem viðskiptin byggjast á skal sýnt varanlega þangað til allir aðilar að viðskiptunum hafa samþykkt mæliniðurstöðuna.
5.4.3.    Hægt skal vera að rjúfa mælikerfi til beinnar sölu.
5.4.4.    Hundraðshluti lofts eða gass í vökvanum skal ekki leiða til skekkjufráviks sem er meira en gildin sem tilgreind eru í lið 5.3.
5.5.         Eldsneytisskammtarar
5.5.1.    Ekki skal vera mögulegt að núllstilla skjái á eldsneytisskömmturum meðan á mælingu stendur.
5.5.2.    Upphaf nýrrar mælingar skal hindrað þangað til skjárinn hefur verið núllstilltur.
5.5.3.    Þar sem mælikerfi er útbúið með skjá sem sýnir verð skal munurinn á sýndu verði og verðinu sem reiknað er út frá einingaverði og sýndu magni ekki vera meiri en verðið samkvæmt E min. Þess mismunur þarf ekki að vera minni en minnsta peningalega gildi.
6.         Bilun í aflgjafa
        Mælikerfi skal annað hvort útbúið með búnaði til neyðaraflgjafar sem verndar öll mælihlutverk ef búnaður til aðalaflgjafar bilar eða útbúið þannig að það visti og sýni gögn sem eru til staðar svo að unnt sé að ljúka viðskiptum sem eru hafin og þannig að hægt sé að stöðva rennsli á því augnabliki sem aðalbúnaður til aflgjafar bilar.
7.         Notkun

Tafla 5

Nákvæmnisflokkur Gerð mælikerfis
0,3 Mælikerfi á leiðslu
0,5 Öll mælikerfi ef annað er ekki tekið fram annars staðar í þessari töflu, einkum:
—    eldsneytisskammtara (ekki fyrir gas í fljótandi formi)
—    mælikerfi í tankbifreiðum fyrir vökva með lága seigju (< 20 mPa.s)
—    mælikerfi fyrir fermingu og affermingu skipa og járnbrautartankvagna og tankbifreiða (1)
—    mælikerfi fyrir mjólk
—    mælikerfi fyrir áfyllingu loftfara
1,0 Mælikerfi fyrir gas í fljótandi formi við þrýsting sem er mældur við hitastig sem er jafnt og eða hærra en – 10 °C
    mælikerfi sem venjulega eru í flokki 0,3 eða 0,5 en eru notuð fyrir vökva
—    sem hafa hitastig sem er lægra en – 10 °C eða hærra en 50 °C
—    sem hafa skriðseigju sem er meiri en 1 000 mPa.s
—    sem hafa hámarksrúmmálsrennsli sem er ekki meira en 20 L/h
1,5 Mælikerfi fyrir koltvísýring í fljótandi formi
Mælikerfi fyrir gas í fljótandi formi við þrýsting sem er mældur við hitastig sem er lægra en – 10 °C (aðra en lághitavökva)
2,5 Mælikerfi fyrir lághitavökva (hitastig lægra en – 153 °C)
(1)    Aðildarríki geta þó að krafist mælikerfa í nákvæmnisflokki 0,3 eða 0,5 þegar þau eru notuð til gjaldinnheimtu af jarðefnaolíum við fermingu eða affermingu skipa og járnbrautartankvagna og tankbifreiða.
Athugasemd: framleiðanda er þó heimilt að tilgreina meiri nákvæmni fyrir tiltekna gerð mælikerfis.

8.         Mælieiningar
        Mælda magnið skal sýnt í millilítrum, rúmsentimetrum, lítrum, rúmmetrum, grömmum, kílógrömmum eða tonnum.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. sem framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1 eða G.

VIÐAUKI MI-006
SJÁLFVIRKAR VOGIR

Viðkomandi grunnkröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í I. kafla þessa viðauka eiga við um sjálfvirkar vogir sem skilgreindar eru hér á eftir, og ætlaðar eru til ákvörðunar á massa hlutar með að því að nota áhrif þyngdarafls á hlutinn.
SKILGREININGAR
Sjálfvirk vog
Tæki sem ákvarðar massa vöru án afskipta starfrækjanda og fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun sem byggir á sjálfvirkum ferlum sem eru einkennandi fyrir tækið.
Sjálfvirk ósamfelld vog
Sjálfvirk vog sem ákvarðar massa forsamsettra, aðskilinna hleðslna (t.d. forpakkninga) eða einstakra hleðslna af lausu efni.
Sjálfvirk úrtaksvog
Sjálfvirk ósamfelld vog sem skiptir hlutum með mismunandi massa í tvo eða fleiri undirflokka í samræmi við gildi mismunar massa þeirra og málstillipunkts.
Sjálfvirk þyngdarmerkivog
Sjálfvirk ósamfelld vog sem merkir einstaka hluti með þyngdargildinu.
Sjálfvirk verðmerkivog
Sjálfvirk ósamfelld vog sem merkir einstaka hluti með þyngdargildi og verðupplýsingum.
Sjálfvirk sekkjunarvog
Sjálfvirk vog sem fyllir ílát með fyrirfram ákveðnum og svo til stöðugum massa af efni í búlka.
Sjálfvirk ósamfelld samlagningarvog
Sjálfvirk vog sem ákvarðar massa efnis í búlka með því að skipta því upp í aðskildar hleðslur. Massi hverrar aðskilinnar hleðslu er ákvarðaður í röð og lagður saman. Hver aðskilin hleðsla er svo aftur sett í búlka.
Sjálfvirk samfelld samlagningarvog
Sjálfvirk vog sem ákvarðar samfellt massa efnis í búlka á færibandi án kerfisbundinnar skiptingar efnisins og án þess að trufla hreyfingu færibandsins.
Járnbrautarvog
Sjálfvirk vog sem er með álagshluta með járnbrautarteinum til að flytja járnbrautarökutæki.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
I. kafli — kröfur sem eru sameiginlegar öllum gerðum sjálfvirkra voga
1.         Málnotkunarskilyrði
        Framleiðandi skal tilgreina málnotkunarskilyrði fyrir tækið sem hér segir:
1.1.        að því er varðar mælistærðina:
        mælisviðið með tilliti til hámarks- og lágmarksgetu.
1.2.        að því er varðar áhrifsstærðir rafmagns:
        þegar um riðspennugjafa er að ræða: málgildi riðspennugjafans, eða riðspennumörkin.
        þegar um jafnspennugjafa er að ræða: málgildi og lágmark jafnspennugjafans, eða jafnspennumörkin.
1.3.        að því er varðar aflfræðilegar og veðurfarslegar áhrifsstærðir:
        lágmarkshitastigssvið er 30 °C nema annað sé tilgreint í þeim köflum þessa viðauka sem hér fara á eftir.
        Aflfræðilegir umhverfisflokkar í samræmi við lið 1.3.2 í I. viðauka gilda ekki. Framleiðandi skal skilgreina aflfræðileg notkunarskilyrði fyrir tæki sem eru notuð við sérstakt aflfræðilegt álag, t.d. tæki sem sett eru í ökutæki.
1.4.        Fyrir aðrar áhrifsstærðir (ef við á):
        ganghraði eða ganghraðar.
        eiginleikar vörunnar eða varanna sem á að vigta.
2.         Leyfileg áhrif truflana — rafsegulumhverfi
        Sú hæfni sem krafist er og umtalsverða breytingargildið eru gefin upp í viðkomandi kafla í þessum viðauka fyrir hverja gerð tækis.
3.         Hæfi
3.1.        Ráðstafanir skulu gerðar til að takmarka áhrif halla, hleðslu og ganghraða þannig að ekki sé farið yfir mestu leyfðu skekkjur við eðlilega starfrækslu.
3.2.        Fullnægjandi aðstaða og búnaður til meðhöndlunar fyrir efni skal vera fyrir hendi til að tækið virki innan mestu leyfðu skekkna við eðlilega starfrækslu.
3.3.        Notendaviðmót skal vera skýrt og skilvirkt.
3.4.        Starfrækjandi skal geta sannprófað áreiðanleika skjásins (þar sem hann er til staðar).
3.5.        Fullnægjandi möguleiki til núllstillingar skal vera til staðar til að tækið geti virkað innan mestu leyfðu skekkna við eðlilega starfrækslu.
3.6.        Niðurstöður utan mælisviðs skulu auðkenndar sem slíkar þar sem útprentun er möguleg.
4.         Samræmismat
        Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. sem framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
        Fyrir vélræn kerfi:
        B + D eða B + E eða B + F eða D1 eða F1 eða G eða H1.
        Fyrir rafvélræn tæki:
        B + D eða B + E eða B + F eða G eða H1.
        Fyrir rafeindakerfi eða kerfi sem innihalda hugbúnað:
        B + D eða B + F eða G eða H1.
II. KAFLI — Sjálfvirkar ósamfelldar vogir
1.         Nákvæmnisflokkar
1.1.        Tækjum er skipt í aðalflokka sem eru táknaðir með:
        X eða Y
        eftir því sem framleiðandi tilgreinir.
1.2.        Þessum aðalflokkum er enn frekar skipt í fjóra nákvæmnisflokka:
        XI, XII, XIII & XIV
        og
        Y(I), Y(II), Y(a) & Y(b)
        sem framleiðandi skal tilgreina.
2.         Tæki í flokki X
2.1.        Flokkur X gildir um tæki sem eru notuð til að athuga forpakkningar sem gerðar eru í samræmi við kröfur tilskipunar ráðsins 75/106/EBE frá 19. september 1974 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi tilgreint rúmmál tiltekins forpakkaðs vökva ( 1 ) og tilskipunar ráðsins 76/211/EBE frá 20 janúar 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi tilgreinda þyngd eða rúmmál tiltekinna forpakkaðra vara ( 2 ) sem gilda um forpakkningar.
2.2.        Við nákvæmnisflokkana bætist stuðull (x) sem magnfestir mesta leyfða staðalfrávik eins og tilgreint er í lið 4.2.
        Framleiðandi skal tilgreina stuðulinn (x) þar sem (x) er . 2 og á forminu 1 . 10 k, 2 . 10 k or 5 . 10 k þar sem k er neikvæð heil tala eða núll.
3.         Tæki í flokki Y
        Flokkur Y gildir um allar aðrar sjálfvirkar ósamfelldar vogir.
4.         Mesta leyfða skekkja
4.1.        Meðaltalsskekkja í flokki X/ mesta leyfða skekkja tækja í flokki Y

Tafla 1

Nettó hleðsla (m) í skerðingu eða skerðingum (e) Mesta
leyfða
meðaltalsskekkja
Mesta leyfða skekkja
XI Y(I) XII Y(II) XIII Y(a) XIV Y(b) X Y
0 < m. 50 000 0 < m . 5 000 0 < m . 500 0 < m . 50 . 0,5 e . 1 e
50 000 < m . 200 000 5 000 < m . 20 000 500 < m . 2 000 50 < m . 200 . 1,0 e . 1,5 e
200 000 < m 20 000 < m . 100 000 2 000 < m . 10 000 200 < m . 1 000 . 1,5 e . 2 e

4.2.        Staðalfrávik
        Mesta leyfða gildi staðalfráviks fyrir tæki í flokki X (x) er útkoman úr margföldun stuðulsins (x) og gildisins í töflu 2 hér á eftir.

Tafla 2

Nettó hleðsla (m) Mesta leyfða staðalfrávik fyrir flokk X(1)
m . 50 g 0,48%
50 g < m . 100 g 0,24 g
100 g < m . 200 g 0,24%
200 g < m . 300 g 0,48 g
300 g < m . 500 g 0,16%
500 g < m . 1 000 g 0,8 g
1 000 g < m . 10 000 g 0,08%
10 000 g < m . 15 000 g 8 g
15 000 g < m 0,053%
Fyrir flokk XI og XII skal (x) vera minna en 1.
Fyrir flokk XIII skal (x) ekki vera meira en 1.
Fyrir flokk XIV skal (x) vera meira en 1.
4.3.         Skerðing — tæki með óskiptu mælisviði

Tafla 3

Nákvæmnisflokkar Skerðing Fjöldi skerðinga n = Max/e
Lágmark Hámark
XI Y(I) 0,001 g . e 50 000
XII Y(II) 0,001 g . e . 0,05 g 100 100 000
0,1 g . e 5 000 100 000
XIII Y(a) 0,1 g . e . 2 g 100 10 000
5 g . e 500 10 000
XIV Y(b) 5 g . e 100 1 000

4.4.        Skerðing — tæki með margskiptu mælisviði

Tafla 4

Nákvæmnisflokkar Skerðing Fjöldi skerðinga n = Max/e
Lágmarksgildi (1) n = Maxi/e(i+1) Hámarksgildi n = Maxi/ei
XI Y(I) 0,001 g . ei 50 000
XII Y(II) 0,001 g . ei . 0,05 g 5 000 100 000
0,1 g . ei 5 000 100 000
XIII Y(a) 0,1 g . ei 500 10 000
XIV Y(b) 5 g . ei 50 1 000
Þar sem:
i = 1, 2, ... r
i = skipt vigtunarsvið
r = heildarfjöldi skiptra sviða
(1)Fyrir i = r gildir samsvarandi dálkur töflu 3 þar sem er kemur í stað e.

5.         Mælisvið
        Við tilgreiningu mælisviðs fyrir tæki í flokki Y skal framleiðandi taka tillit til þess að lágmarksgeta skal ekki vera minni en:
        Flokkur Y(I):    100 e
        Flokkur Y(II):    20 e fyrir 0,001 g . e . 0,05 g, og 50 e fyrir 0,1 g . e
        Flokkur Y(a):    20 e
        Flokkur Y(b):    10 e
        Vogir sem notaðar eru til flokkunar, t.d. póstvogir og sorpvogir:     5 e
6.         Aflræn stilling
6.1.        Aflrænn leiðréttingarbúnaður skal starfa innan hleðslusviðs sem tilgreint er af framleiðanda.
6.2.        Þegar aflrænn leiðréttingarbúnaður, sem bætir upp þau aflrænu áhrif sem hreyfing hleðslunnar hefur, er notaður skal koma í veg fyrir að hann starfi utan hleðslusviðsins og skal vera hægt að læsa honum.
7.         Hæfni að teknu tilliti til áhrifsþátta og rafsegultruflana
7.1.        Mestu leyfðu skekkjur vegna áhrifsþátta eru:
7.1.1.    fyrir tæki í flokki X:
        —    fyrir sjálfvirka starfrækslu eins og tilgreint er í töflum 1 og 2,
        —    fyrir kyrrstöðuvigtun í ósjálfvirkri starfrækslu eins og tilgreint er í töflu 1.
7.1.2.    fyrir tæki í flokki Y:
        —    fyrir sérhverja hleðslu í sjálfvirkri starfrækslu eins og tilgreint er í töflu 1,
        —    fyrir kyrrstöðuvigtun í ósjálfvirkri starfrækslu eins og tilgreint er fyrir flokk X í töflu 1.
7.2.        Umtalsverða breytingargildið vegna truflunar er ein skerðing.
7.3.        Hitastigssvið:
        —    fyrir flokka XI og Y(I) er lágmarkssvið 5 °C,
        —    fyrir flokka XII og Y(II) er lágmarkssvið 15 °C.
III. KAFLI — Sjálfvirkar sekkjunarvogir
1.         Nákvæmnisflokkar
1.1.        Framleiðandi skal tilgreina bæði viðmiðunarnákvæmnisflokk Ref(x) og starfrækslunákvæmnisflokk eða -flokka X(x).
1.2.        Viðmiðunarnákvæmnisflokkur Ref(x) er tilgreindur fyrir gerð tækis sem svarar til mestu mögulegu nákvæmni tækja af þeirri gerð. Eftir uppsetningu er einn eða fleiri starfrækslunákvæmnisflokkur X(x) tilgreindur fyrir einstök tæki að teknu tilliti til þeirra tilgreindu vara sem á að vigta. Stuðull nákvæmnisflokksins (x) skal vera . 2 og á forminu 1 . 10 k, 2 . 10 k or 5 . 10 k þar sem k er neikvæð heil tala eða núll.
1.3.        Viðmiðunarnákvæmnisflokkurinn Ref(x) gildir fyrir kyrrstöðuhleðslu.
1.4.        Fyrir starfrækslunákvæmnisflokkinn X(x) er X regla sem tengir nákvæmni við þyngd hleðslu og (x) er margfaldari fyrir skekkjumörkin sem tilgreind eru fyrir flokk X(1) í lið 2.2.
2.         Mesta leyfða skekkja
2.1.        Kyrrstöðuvigtunarskekkja
2.1.1.    Fyrir kyrrstöðuhleðslu við málnotkunarskilyrði skal mesta leyfða skekkja fyrir viðmiðunarflokk Ref(x) vera 0,312 af mesta leyfða fráviki hverrar áfyllingar frá meðaltalinu, eins og tilgreint er í töflu 5, margfölduð með stuðli nákvæmnisflokksins (x).
2.1.2.    Fyrir tæki þar sem áfyllingin samanstendur af fleiri en einni hleðslu (t.d. safnandi eða valvísar samvalsvogir) skal mesta leyfða skekkja fyrir kyrrstöðuhleðslu vera nákvæmnin sem krafist er fyrir áfyllinguna eins og tilgreint er í lið 2.2 (þ.e. ekki summa mesta leyfða fráviks einstakra hleðslna).
2.2.        Frávik frá meðaltalsáfyllingu

Tafla 5

Massagildi m (g) áfyllinga Mesta leyfða frávik hverrar áfyllingar frá meðaltalinu fyrir flokk X(1)
m . 50 7,2%
50 < m . 100 3,6 g
100 < m . 200 3,6%
200 < m . 300 7,2 g
300 < m . 500 2,4%
500 < m . 1 000 12 g
1 000 < m . 10 000 1,2%
10 000 < m . 15 000 120 g
15 000 < m 0,8%
Athugasemd: heimilt er að aðlaga reiknað frávik hverrar áfyllingar frá meðaltalinu til að taka tillit til áhrifa agnastærða efnis.
2.3.        Skekkja miðað við forstillt gildi (stillingarskekkja)
        Fyrir tæki þar sem hægt er að fyrirframstilla þyngd áfyllingar skal hámarksmismunur á milli forstillta gildisins og meðalmassa áfyllinganna ekki vera meiri en 0,312 af mesta leyfða fráviki hverrar áfyllingar frá meðaltalinu eins og tilgreint er í töflu 5.
3.         Hæfni að teknu tilliti til áhrifsþátta og rafsegultruflana
3.1.        Mesta leyfða skekkja vegna áhrifsþátta skal vera eins og tilgreint er í lið 2.1.
3.2.        Umtalsverða breytingargildið vegna truflunar er breyting á vísun hleðslu í kyrrstöðu sem er jöfn mestu leyfðu skekkju, eins og hún er tilgreind í lið 2.1, reiknuð út fyrir lágmarksmáláfyllingu eða breyting sem hefur sambærileg áhrif á áfyllingu í því tilviki þegar um er að ræða tæki þar sem áfyllingin samanstendur af mörgum hleðslum. Reiknaða umtalsverða breytingargildið skal námundað að næstu kvarðadeilingu fyrir ofan (d).
3.3.        Framleiðandi skal tilgreina gildi lágmarksmáláfyllingarinnar.
IV. KAFLI – Sjálfvirkar ósamfelldar samlagningarvogir
1.         Nákvæmnisflokkar
        Tækjum er skipt í fjóra nákvæmnisflokka sem hér segir: 0,2, 0,5, 1, 2.
2.         Mestu leyfðu skekkjur

Tafla 6

Nákvæmnisflokkur Mesta leyfða skekkja samlagðra hleðslna
0,2 . 0,10%
0,5 . 0,25%
1 . 0,50%
2 . 1,00%
3.         Kvarðadeiling eftir samlagningu
        Kvarðadeiling eftir samlagningu (dt) skal vera á bilinu:
        0,01% Max . d t . 0,2% Max
4.         Lágmark samanlagðrar hleðslu (.min)
        Lágmark samanlagðrar hleðslu (. min) skal ekki vera minna en hleðslan þar sem mesta leyfða skekkja er jöfn kvarðadeilingu eftir samlagningu (d t) og ekki minna en lágmarkshleðsla sem tilgreind er af framleiðanda.
5.         Núllstilling
        Tæki sem vega ekki töru eftir hverja losun skulu hafa núllstillingarbúnað. Sjálfvirk starfræksla skal hindruð ef núllvísun er breytileg um sem nemur:
        —    1 d t á tækjum með sjálfvirkan núllstillibúnað,
        —    0,5 d t á tækjum með hálfsjálfvirkan, eða ósjálfvirkan núllstillibúnað.
6.         Notendaviðmót
        Stillingar starfrækjanda og endurstilling skal hindruð á meðan sjálfvirkri starfrækslu stendur.
7.         Útprent
        Á tækjum sem útbúin eru með prentbúnaði skal endurstilling heildartölunnar hindruð þar til heildartalan hefur verið prentuð. Útprentun heildartölunnar skal eiga sér stað ef truflun verður á sjálfvirkri starfrækslu.
8.         Hæfni að teknu tilliti til áhrifsþátta og rafsegultruflana
8.1.        Mestu leyfðu skekkjur vegna áhrifsþátta skulu vera eins og tilgreint er í töflu 7.

Tafla 7

Hleðsla (m) í kvarðadeilingum eftir samlagningu (dt) Mesta leyfða skekkja
0 < m . 500 . 0,5 dt
500 < m . 2 000 . 1,0 dt
2 000 < m . 10 000 . 1,5 dt
8.2.        Umtalsvert breytingargildi vegna truflunar er ein kvarðadeiling eftir samlagningu fyrir hverja þyngdarvísun og geymda heildartölu.
V. KAFLI – Sjálfvirk samfelld samlagningarvog
1.         Nákvæmnisflokkar
        Tækjum er skipt í þrjá nákvæmnisflokka sem hér segir: 0,5, 1, 2.
2.         Mælisvið
2.1.        Framleiðandi skal tilgreina mælisvið, hlutfallið á milli lágmarks nettó hleðslu á vogareininguna og hámarksgetu, og lágmark samanlagðrar hleðslu.
2.2.        Lágmark samanlagðrar hleðslu . min skal ekki vera minna en
        800 d fyrir flokk 0,5,
        400 d fyrir flokk 1,
        200 d fyrir flokk 2.
        Þar sem d er kvarðadeiling almenns samlagningarbúnaðar eftir samlagningu.
3.         Mesta leyfða skekkja

Tafla 8

Nákvæmnisflokkur Mesta leyfða skekkja samanlagðra hleðslna
0,5 . 0,25%
1 . 0,5%
2 . 1,0%
4.         Hraði færibands
        Framleiðandi skal tilgreina hraða færibandsins. Fyrir færibandavogir sem ganga á stöðugum hraða og færibandavogir sem ganga á breytilegum hraða og eru með handvirkri hraðastjórnun skal hraðinn ekki víkja frá nafngildinu um meira en 5%. Varan skal ekki vera á öðrum hraða en hraða færibandsins.
5.         Almennur samlagningarbúnaður
        Ekki skal vera mögulegt að núllstilla almennan samlagningarbúnað.
6.         Hæfni með tilliti til áhrifsþátta og rafsegultruflana
6.1.        Mesta leyfða skekkja vegna áhrifsþáttar fyrir hleðslu sem er ekki minni en . min skal vera 0,7 sinnum viðeigandi gildi sem tilgreint er í töflu 8 og námunduð að næstu kvarðadeilingu eftir samlagningu (d).
6.2.        Umtalsvert breytingargildi vegna truflunar skal vera 0,7 sinnum viðeigandi gildi sem tilgreint er í töflu 8 fyrir hleðslu sem er jöfn . min fyrir tilgreindan flokk færibandavogarinnar, námundað að næstu kvarðadeilingu eftir samlagningu (d) fyrir ofan.
VI. KAFLI – Sjálfvirkar járnbrautarvogir
1.         Nákvæmnisflokkar
        Tækjum er skipt í fjóra nákvæmnisflokka sem hér segir: 0,2, 0,5, 1, 2.
2.         Mesta leyfða skekkja
2.1.        Mestu leyfðu skekkjur fyrir vigtun einstaks vagns eða lestar á hreyfingu eru sýndar í töflu 9.

Tafla 9

Nákvæmnisflokkur Mesta leyfða skekkja
0,2 . 0,1%
0,5 . 0,25%
1 . 0,5%
2 . 1,0%
2.2.        Mestu leyfðu skekkjur fyrir vigtun tengdra eða ótengdra vagna á hreyfingu skal vera eitt af eftirfarandi gildum, eftir því hvert er stærst:
        —    gildið sem reiknað er í samræmi við töflu 9 námundað að næstu kvarðadeilingu,
        —    gildið sem reiknað er í samræmi við töflu 9 námundað að næstu kvarðadeilingu fyrir þyngd sem er jöfn 35% af hámarksþyngd vagns (eins og skráð er í áletrunum),
        —    ein kvarðadeiling (d).
2.3.        Mestu leyfðu skekkjur fyrir þyngd lestar sem vigtuð er á hreyfingu skal vera eitt af eftirfarandi gildum, eða það gildið sem hæst er:
        —    gildið sem reiknað er í samræmi við töflu 9 námundað að næstu kvarðadeilingu,
        —    gildið sem reiknað er í samræmi við töflu 9 fyrir þyngd eins vagns sem er jöfn 35% af hámarksþyngd vagns (eins og skráð er í áletrunum), margfaldað með fjölda viðmiðunarvagna (ekki fleiri en 10) í lestinni og námundað að næstu kvarðadeilingu,
        —    ein kvarðadeiling (d) fyrir sérhvern vagn í lestinni en ekki fleiri en 10 d.
2.4.        Við vigtun tengdra vagna mega allt að 10% af skekkjum vigtunarniðurstaðna, sem teknar eru úr einni eða fleiri ferð lestarinnar, vera meiri en viðeigandi mesta leyfða skekkja sem gefin er upp í lið 2.2 en skulu ekki vera meiri en tvöföld mesta leyfða skekkja.
3.         Kvarðadeiling (d)
        Tengslin á milli nákvæmnisflokksins og kvarðadeilingarinnar skulu vera eins og tilgreint er í töflu 10.

Tafla 10

Nákvæmnisflokkur Kvarðadeiling (d)
0,2 d . 50 kg
0,5 d . 100 kg
1 d . 200 kg
2 d . 500 kg
4.         Mælisvið
4.1.        Lágmarksgeta skal ekki vera minni en 1 t og ekki meiri en gildið úr niðurstöðu þegar lágmarksþyngd vagns er deilt með fjölda skiptra vigtana.
4.2.        Lágmarksþyngd vagns skal ekki vera minni en 50 d.
5.         Hæfni með tilliti til áhrifsþátta og rafsegultruflana
5.1.        Mesta leyfða skekkja vegna áhrifsþátta skal vera eins og tilgreint er í töflu 11.

Tafla 11

Hleðsla (m) í skerðingum (d) Mesta leyfða skekkja
0 < m . 500 . 0,5 d
500 < m . 2 000 . 1,0 d
2 000 < m . 10 000 . 1,5 d
5.2.        Umtalsverða breytingargildið vegna truflunar er ein kvarðadeiling.

VIÐAUKI MI-007
GJALDMÆLAR LEIGUBIFREIÐA

Viðkomandi kröfur í 1. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um gjaldmæla leigubifreiða.
SKILGREININGAR
Gjaldmælir leigubifreiðar
Búnaður sem vinnur ásamt merkjavaka ( 1 ) sem mælitæki.
Þessi búnaður mælir tímalengd og reiknar vegalengd á grundvelli merkis sem kemur frá vegalengdarmerkjavakanum. Að auki reiknar hann og sýnir fargjaldið sem skal greiða fyrir ferð á grundvelli reiknaðrar vegalengdar og/eða mældrar tímalengdar ferðarinnar.
Fargjald
Heildarupphæð peninga sem greiða skal fyrir ferð sem byggð er á föstu startgjaldi og/eða fjarlægð og/eða tímalengd ferðarinnar. Fargjaldið tekur ekki til viðbótargjalds sem lagt er á fyrir aukaþjónustu.
Hraðamörk
Hraðagildið sem fengið er með því að deila tímataxtagildi með vegalengdartaxtagildi.
Venjulegur reiknihamur S (beiting einfalds taxta)
Útreikningur fargjalds byggður á beitingu tímataxta fyrir neðan hraðamörk og beitingu vegalengdartaxta fyrir ofan hraðamörk.
Venjulegur reiknihamur D (beiting tvöfalds taxta)
Útreikningur fargjalds byggður á beitingu tímataxta og vegalengdartaxta samtímis alla ferðina.
Starfrækslustaða
Mismunandi hamir þar sem gjaldmælir leigubifreiðar uppfyllir mismunandi hlutverk sem hann er ætlaður til. Starfrækslustöðurnar eru aðgreindar með eftirfarandi vísunum:
„Laus“:            starfrækslustaða þar sem útreikningur fargjalds er óvirkur
„Upptekinn“:    starfrækslustaða þar sem útreikningur fargjalds fer fram á grundvelli mögulegs startgjalds og taxta fyrir vegalengdina sem farin er og/eða tíma ferðarinnar
„Lokið“:        starfrækslustaða þar sem fargjaldið sem greiða skal fyrir ferðina er sýnt og a.m.k. fargjaldsútreikningurinn byggður á tíma er óvirkur.
HÖNNUNARKRÖFUR
1.        Gjaldmælir leigubifreiðar skal vera hannaður þannig að hann reikni vegalengd og mæli tímalengd ferðar.
2.        Gjaldmælir leigubifreiðar skal hannaður þannig að hann reikni og sýni stighækkandi fargjald í þrepum með þeirri upplausn sem aðildarríki ákveður í starfrækslustöðunni „upptekinn“. Gjaldmælir leigubifreiðar skal líka hannaður þannig að hann sýni endanlegt gildi fyrir ferðina í starfrækslustöðunni „lokið“.
3.        Ökugjaldsmælir skal vera þannig gerður að hann geti beitt venjulegu reiknihömunum S og D. Hægt skal vera að velja á milli þessara reiknihama með læstri stillingu.
4.        Gjaldmælir leigubifreiðar skal geta veitt eftirfarandi gögn í gegnum viðeigandi læst tengiviðmót:
        —    starfrækslustaða: „laus“, „upptekinn“ eða „lokið“,
        —    safnmæligögn í samræmi við lið 15.1,
        —    almennar upplýsingar: fasti fjarlægðarmerkjavakans, dagsetning læsingar, auðkenni leigubifreiðar, rauntími, auðkenni taxta,
        —    fargjaldsupplýsingar fyrir ferð: samtals innheimt, fargjald, útreikningur fargjaldsins, viðbótargjald, dagsetning, upphafstími, lokatími, ekin vegalengd,
        —    upplýsingar um taxta: kennistærðir taxta.
        Samkvæmt innlendum lögum kann þess að vera krafist að tiltekinn búnaður sé tengdur við tengiviðmót gjaldmælis leigubifreiðar. Þar sem krafist er slíks búnaðar skal vera hægt með læstri stillingu að koma sjálfvirkt í veg fyrir að gjaldmælir leigubifreiðar starfi ef tilskilinn búnaður er ekki til staðar eða virkar ekki rétt.
5.        Ef við á skal vera hægt að stilla gjaldmæli leigubifreiðar fyrir fasta fjarlægðarmerkjavakans sem á að tengja hann við og læsa stillingunni.
MÁLNOTKUNARSKILYRÐI
6.1.        Aflfræðilegur umhverfisflokkur sem gildir er M3.
6.2.        Framleiðandi skal tilgreina málnotkunarskilyrði fyrir tækið, einkum:
        —    80 °C lágmarkshitastigssvið fyrir umhverfishitastig,
        —    mörk jafnspennugjafans sem tækið er hannað fyrir.
MESTU LEYFÐU SKEKKJUR (MPE)
7.        Mesta leyfða skekkja, að undanskildum skekkjum vegna beitingar gjaldmælis í leigubifreið, er:
        —    fyrir tímann sem liðinn er: . 0,1%
            lágmarksgildi mestu leyfðu skekkju: 0,2s,
        —    fyrir ekna vegalengd: . 0,2%
            lágmarksgildi mestu leyfðu skekkju: 4 m,
        —    fyrir útreikning fargjaldsins: . 0,1%
            lágmark, að meðtalinni námundun: svarar til síðasta marktæka tölustafs í vísun fargjaldsins.
LEYFILEG ÁHRIF TRUFLANA
8.        Rafsegulónæmi
8.1.        Gildandi rafsegulflokkur er E3.
8.2.        Einnig skal virða mestu leyfðu skekkju sem mælt er fyrir um í 7. lið þegar rafsegultruflun á sér stað.
BILUN Í AFLGJAFA
9.        Í því tilviki að lækkun verður á spennu frá spennugjafa að gildi sem er fyrir neðan lægri starfrækslumörk eins og þau eru tilgreind af framleiðanda skal gjaldmælir leigubifreiðar:
        —    halda áfram að vinna rétt eða byrja aftur að vinna rétt án þess að gögn sem fáanleg voru fyrir spennufallið tapist ef spennufallið er tímabundið, þ.e. vegna endurgangsetningar vélarinnar,
        —    stöðva mælingu sem fyrir er og fara aftur í stöðuna „laus“ ef spennufallið varir í lengri tíma.
AÐRAR KRÖFUR
10.        Framleiðandi gjaldmælis leigubifreiðar skal tilgreina skilyrðin sem gilda um samhæfi milli gjaldsmælis leigubifreiðar og fjarlægðarmerkjavaka.
11.        Ef um er að ræða viðbótargjald fyrir aukaþjónustu sem ökumaður slær inn handvirkt skal það undanskilið frá fargjaldinu sem sýnt er. Í því tilviki má gjaldmælir leigubifreiðar þó tímabundið sýna gildi fargjaldsins að meðtöldu viðbótargjaldinu.
12.        Ef fargjaldið er reiknað í samræmi við venjulegan reikniham D er heimilt að gjaldmælir leigubifreiðar hafi annan birtingarham þar sem aðeins heildarvegalengd og tímalengd ferðarinnar eru sýndar í rauntíma.
13.        Öll gildi sem sýnd eru farþeganum skulu auðkennd á viðeigandi hátt. Auðvelt skal vera að lesa þessi gildi og auðkenni þeirra að degi sem nóttu.
14.1.    Ef hægt er að hafa áhrif á fargjaldið sem greiða skal eða ráðstafanir gegn sviksamlegri notkun með vali á virkni útfrá fyrirframákveðinni stillingu eða frjálsri stillingu gagna skal vera hægt að læsa stillingum tækisins og gögnunum sem slegin hafa verið inn.
14.2.    Möguleikarnir til læsingar sem fáanlegir eru í gjaldmæli leigubifreiðar skulu vera þannig að aðskilin læsing stillinga sé möguleg.
14.3.    Ákvæði liðar 8.3 í I. viðauka gilda einnig um taxtana.
15.1.    Gjaldmælir leigubifreiðar skal útbúinn safnteljurum, sem ekki er hægt að endurstilla, fyrir öll eftirfarandi gildi:
        —    ekna heildarvegalengd leigubifreiðarinnar,
        —    ekna heildarvegalengd meðan leigubifreiðin er upptekin,
        —    heildarfjölda skipta sem tekið er á leigu,
        —    heildarfjárhæð innheimta sem viðbótargjald,
        —    heildarfjárhæð innheimt sem fargjald.
        Safnmæligildin skulu innihalda gildin sem geymd eru í samræmi við 9. lið við þær aðstæður þegar straumur rofnar.
15.2.    Ef tenging við straum rofnar skal gjaldmælir leigubifreiðar vera þannig gerður að hann geymi safnmæligildin í eitt ár til þess að flytja gildin úr gjaldmæli leigubifreiðarinnar í annan miðil.
15.3.    Viðeigandi ráðstafanir skulu gerðar til að hindra að safngildin séu sýnd farþegum í blekkingarskyni.
16.        Sjálfvirk breyting taxta er leyfð vegna:
        —    vegalengdar ferðarinnar,
        —    tímalengdar ferðarinnar,
        —    tíma dagsins,
        —    dagsetningar,
        —    vikudags.
17.        Ef eiginleikar leigubifreiðarinnar skipta máli varðandi réttleika gjaldmælis leigubifreiðar skal gjaldmælirinn þannig útbúinn að hann læsi tengingu gjaldmælis leigubifreiðarinnar við bifreiðina sem hann er settur upp í.
18.        Svo gera megi prófun eftir ísetningu skal gjaldmælir leigubifreiðar þannig búinn að hann geti prófað í sitt hvoru lagi nákvæmni tíma- og vegalengdarmælingar og nákvæmni útreikninganna.
19.        Gjaldmælir leigubifreiðar og ísetningarleiðbeiningar sem framleiðandi tilgreinir skulu vera þannig að ef ísetning er í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda er á fullnægjandi hátt komið í veg fyrir sviksamlegar breytingar á mælingarmerkinu sem táknar ekna vegalengd.
20.        Almenna grunnkrafan sem fjallar um sviksamlega notkun skal uppfyllt þannig að hagsmunir viðskiptavinar, ökumanns, vinnuveitanda ökumanns og skattayfirvalda séu verndaðir.
21.        Gjaldmælir leigubifreiðar skal hannaður þannig að hann haldi sig innan við mestu leyfðu skekkjur án stillingar í eitt ár við eðlilega notkun.
22.        Gjaldmælir leigubifreiðar skal útbúinn með rauntímaklukku sem sýnir tíma dags og dagsetningu, annað eða bæði er hægt að nota til sjálfvirkra breytinga á taxta. Kröfurnar fyrir rauntímaklukkuna eru:
        —    Nákvæmni í tímamælingu skal vera 0,02%,
        —    ekki skal vera mögulegt að leiðrétta klukkuna um meira en 2 mínútur á viku. Leiðrétting fyrir sumar- og vetrartíma skal vera sjálfvirk,
        —    Komið skal í veg fyrir sjálfvirka eða handvirka leiðréttingu meðan á ferð stendur.
23.        Gildin fyrir ekna vegalengd og liðinn tíma þegar þau eru sýnd eða prentuð í samræmi við þessa tilskipun skulu nota eftirfarandi einingar:
        Ekin vegalengd:
        —    Í Breska konungsríkinu og Írlandi: fram að þeim degi sem verður ákveðinn af þessum aðildarríkjum í samræmi við b-lið 1. gr. í tilskipun 80/181/EBE: kílómetrar eða mílur,
        —    í öllum öðrum aðildarríkjum: kílómetrar.
        Liðinn tími:
        —    sekúndur, mínútur eða klukkustundir eftir því sem viðeigandi er, með það í huga að hafa þá upplausn sem nauðsynleg er og þörfina á að koma í veg fyrir misskilning.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1.

VIÐAUKI MI-008
MÆLIÁHÖLD

I. KAFLI — lengdarmælingar
Viðkomandi grunnkröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum kafla eiga við um lengdarmælingar sem skilgreindar eru hér á eftir. Þó má túlka kröfuna um að útvega skuli afrit af samræmisyfirlýsingum þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en sérhvert einstakt tæki.
SKILGREININGAR
Lengdarmælingar
Áhald sem hefur kvarðastrik og fjarlægð á milli strikanna er sýnd í lögmælieiningum fyrir lengd.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
Viðmiðunarskilyrði
1.1.        Málbönd sem að lengd jafngilda eða eru lengri en fimm metrar skulu standast mestu leyfðu skekkjur (MPE) þegar togkrafti sem er fimmtíu njúton eða öðrum kraftgildum sem tilgreind eru af framleiðanda og merkt eru á málbandið í samræmi við það, eða í því tilviki að mæliáhaldið er stíft eða hálfstíft og togkrafts er ekki þörf, er beitt.
1.2.        Viðmiðunarhitastig er 20 °C nema annað sé tekið fram af framleiðanda og merkt á áhaldið í samræmi við það.
Mestu leyfðu skekkjur
2.        Mesta leyfða skekkja, jákvæð eða neikvæð í mm, á milli tveggja kvarðastrika sem eru ekki samliggjandi er (a + bL) þar sem:
        —    L er gildi lengdarinnar námundað að næsta heila metra, og
        —    a og b eru gefin upp í töflu 1 hér á eftir.
        Þegar síðasta bil endar á brún skal mesta leyfða skekkja fyrir fjarlægð sem hefst á þessum stað aukin um sem nemur gildinu c sem gefið er í töflu 1.

Tafla 1

Nákvæmnisflokkur a (mm) b c (mm)
I 0,1 0,1 0,1
II 0,3 0,2 0,2
III 0,6 0,4 0,3
D – sérstakur flokkur fyrir dýptarmálbönd (1)
Til og með 30°m (2)
1,5 núll núll
S – sérstakur flokkur fyrir dýptarmálbönd til notkunar á tanka
Fyrir hverja 30°m þegar málbandið er á flötu yfirborði
1,5 núll núll
(1)    Gildir um tilskildar samsetningar málbands/sökkvu.
(2)    Ef nafnlengd málbandsins er meiri en 30 m skal 0,75 mm bætt við mestu leyfðu skekkju fyrir hverja 30 m af lengd málbandsins.

        Dýptarmálbönd geta einnig verið í I. eða II. flokki en í því tilviki er mesta leyfða skekkja á milli tveggja kvarðastrika, þar sem önnur er á sökkunni og hin á málbandinu, . 0,6 mm þegar beiting reiknireglunnar gefur gildi sem er minna en 0,6 mm.
        Mesta leyfða skekkja fyrir lengdina á milli samliggjandi kvarðastrika og mesti leyfði mismunur á milli tveggja samliggjandi bila eru gefin upp í töflu 2 hér á eftir.

Tafla 2

Lengd bilsins i Mesta leyfða skekkja eða mismunur í millimetrum í samræmi við nákvæmnisflokk
I II III
i . 1 mm 0,1 0,2 0,3
1 mm < i . 1 cm 0,2 0,4 0,6
        Þar sem stika er af þeirri gerð sem brotin er saman skulu samskeyti vera þannig að þau valdi ekki skekkjum, til viðbótar við þær sem getið er að ofan, sem eru meiri en: 0,3 mm fyrir II. flokk og 0,5 mm fyrir III. flokk.
Efni
3.1.        Efni sem notuð eru í mæliáhöld skulu vera þannig að breytingar á lengd vegna hitastigsfrávika allt að . 8 °C frá viðmiðunarhitastiginu verði ekki meiri en mesta leyfða skekkja. Þetta á ekki við um mælitæki í S-flokki og D-flokki þar sem framleiðandi ætlar að leiðréttingum vegna hitaþenslu sé beitt á mælingar þegar nauðsyn krefur.
3.2.        Efnismát sem gerð eru úr efni sem breytir málum sínum umtalsvert þegar það verður fyrir breytilegum hlutfallslegum raka mega eingöngu tilheyra í II. eða III. flokki.
Merkingar
4.        Nafngildi skal merkt á mælitækið. Á millimetrakvörðum skal hver sentimetri tölumerktur og efnismát með kvarðadeilingu sem eru stærri en 2 cm skulu hafa öll kvarðastrik tölumerkt.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
F1 eða D1 eða B + D eða H eða G.
II. KAFLI — Rúmtaksmál til framreiðslu
Viðkomandi grunnkröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum kafla eiga við um rúmtaksmál til framreiðslu sem skilgreind eru hér á eftir. Þó má túlka kröfuna um að útvegað skuli afrit af samræmisyfirlýsingum þannig að hún eigi fremur við um framleiðslulotu eða sendingu en sérhvert einstakt tæki. Að auki skal krafan um að tækið beri upplýsingar er varðar nákvæmni þess ekki gilda.
SKILGREININGAR
Rúmtaksmál til framreiðslu
Rúmtaksmál (s.s. drykkjarglas-, könnu- eða fingurbjargarmælir) hannað til að ákvarða tilgreint rúmmál vökva (annarra en lyfjavara) sem seldir eru til beinnar neyslu.
Línumál
Rúmtaksmál til framreiðslu merkt með línu til að gefa til kynna nafnrúmtak.
Brúnamál
Rúmtaksmál til framreiðslu þar sem innra rúmmál er jafnt nafnrúmtaki.
Samanburðarmál
Rúmtaksmál til framreiðslu sem ætlast er til að vökva sé hellt úr fyrir neyslu.
Rúmtak
Rúmtak er innra rúmmál brúnamáls eða innra rúmmál að fyllingarmerkingu línumáls.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
1.         Viðmiðunarskilyrði
1.1.        Hitastig: viðmiðunarhitastig fyrir mælingu rúmtaks er 20 °C.
1.2.        Staða fyrir rétta vísun: frístandandi á láréttu yfirborði.
2.         Mestu leyfðu skekkjur

Tafla 1

Lína Brún
Samanburðarmál
< 100 ml . 2 ml – 0
+ 4 ml
≥ 100 ml . 3% – 0
+ 6%
Framreiðslumál
< 200 ml . 5% – 0
+ 10%
≥ 200 ml . 5 ml + 2,5% – 0
+ 10 ml + 5%

3.         Efni
        Rúmtaksmál til framreiðslu skal gert úr efni sem er nógu stíft og stöðugt að máli til að halda rúmtaki innan mestu leyfðu skekkju.
4.         Lögun
4.1.        Samanburðarmál skal hannað þannig að breyting á innihaldi sem er jöfn mestu leyfðu skekkju valdi breytingu á yfirborði sem nemur a.m.k. 2 mm við brún eða fyllingarmerki.
4.2.        Samanburðarmál skal hannað þannig að ekki verði komið í veg fyrir algjöra tæmingu vökvans sem mældur er.
5.         Merking
5.1.        Tilgreint nafnrúmtak skal merkt á málið með skýrum og óafmáanlegum hætti.
5.2.        Rúmtaksmál til framreiðslu mega einnig vera merkt með allt að þremur skýrt aðgreindum rúmtaksgildum sem skulu ekki valda innbyrðis ruglingi.
5.3.        Öll fyllingarmerki skulu vera nægilega skýr og endingargóð til að tryggja að ekki sé farið yfir mestu leyfðu skekkjur við notkun.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
A1 eða F1 eða D1 eða E1 eða B + E eða B+ D eða H.

VIÐAUKI MI-009
VÍDDAMÆLITÆKI

Viðkomandi grunnkröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við fyrir samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um víddamælitæki sem skilgreind eru hér á eftir.
SKILGREININGAR
Lengdarmælitæki
Lengdarmælitæki er til ákvörðunar lengdar efna sem svipar til kaðals (t.d. textílefni, bönd, kaplar) um leið og varan sem mæla skal er færð fram á við.
Flatarmálsmælitæki
Flatarmálsmælitæki er til ákvörðunar flatarmáls hluta sem eru óreglulegir að lögun, t.d. leður.
Margvíddamælitæki
Margvíddamælitæki er notað til að ákvarða lengd brúna (lengd, hæð, breidd) minnsta rétthyrnda samhliðungsins sem umlykur vöru.
I. KAFLI — Sameiginlegar kröfur fyrir öll víddamælitæki
Rafsegulónæmi
1.        Áhrif rafsegultruflunar á víddamælitæki skulu vera þau að:
        —    breyting á mæliniðurstöðunni verður ekki meiri en umtalsverða breytingargildið eins og það er skilgreint í lið 2.3, eða
        —    ómögulegt er að framkvæma mælingu, eða
        —    tímabundnar breytingar verða á mæliniðurstöðunni sem ekki er unnt að túlka, geyma eða senda sem mæliniðurstöðu, eða
        —    breytingar verða á mæliniðurstöðunni sem eru nógu alvarlegar til að allir sem mæliniðurstaðan varðar taki eftir þeim.
2.        Umtalsverða breytingargildið er ein kvarðadeiling.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
Fyrir vélræn eða rafvélræn tæki:
F1 eða E1 eða D1 eða B + F eða B + E eða B + D eða H eða H1 eða G.
Fyrir rafeindatæki eða tæki sem innihalda hugbúnað:
B + F eða B + D eða H1 eða G.
II. KAFLI — Lengdarmælitæki
Eiginleikar vörunnar sem mæla skal
1.        Textílefni einkennast með teygjanleikastuðli K. Þessi þáttur tekur tillit til teygjanleika og krafts á flatareiningu vörunnar sem mæld er og er skilgreint með eftirfarandi reiknireglu:
        K=     . . (G A + 2,2 N/m 2) þar sem
             .    er hlutfallsleg lenging sýnishorns af klæði sem er 1 m breitt við togkraft sem er 10 N,
             G A    er þyngdarkraftur á flatareiningu sýnishorns af klæði í N/m 2.
Notkunarskilyrði
2.1.        Svið
        Mál og K-þáttur, þar sem við á, innan sviðsins sem tilgreint er af framleiðanda fyrir tækið. Svið K-þáttar eru gefin upp í töflu 1:

Tafla 1

Flokkur Svið K Vara
I 0 < K < 2 . 10–2 N/m2 Lítill teygjanleiki
II 2 . 10–2 N/m2 < K < 8 . 10–2 N/m2 Miðlungs teygjanleiki
III 8 . 10–2 N/m2 < K < 24 . 10–2 N/m2 Mikill teygjanleiki
IV 24 . 10–2 N/m2 < K Mjög mikill teygjanleiki
2.2.        Þar sem mældi hluturinn er ekki fluttur af mælitækinu verður hraði hans að vera innan sviðsins sem tilgreint er af framleiðanda fyrir tækið.
2.3.        Ef mæliniðurstaðan veltur á þykkt, yfirborðsástandi og skömmtunaraðferð (t.d. af stórri rúllu eða úr bunka) eru samsvarandi takmarkanir tilgreindar af framleiðanda.
Mestu leyfðu skekkjur
3.        Tæki

Tafla 2

Nákvæmnisflokkur Mesta leyfða skekkja
I 0,125% en þó ekki minni en 0,005 Lm
II 0,25% en þó ekki minni en 0,01 Lm
III 0,5% en þó ekki minni en 0,02 Lm
        Þar sem L m er minnsta mælanlega lengd það er að segja stysta lengd sem tilgreind er af framleiðanda sem tækið er ætlað til notkunar á.
        Sannlengdargildi mismunandi gerða efna skal mælt með viðeigandi tækjum (t.d. málböndum). Því skal efnið sem á að mæla lagt á viðeigandi undirlag (t.d. viðeigandi borð) beint og óteygt.
Aðrar kröfur
4.        Tækin skulu tryggja að varan sé mæld óteygð í samræmi við teygjanleikann sem tækið er hannað fyrir.
III. KAFLI — Flatarmálsmælitæki
Notkunarskilyrði
1.1.        Svið
        Mál sem eru innan sviðsins sem tilgreint er af framleiðanda fyrir tækið.
1.2.        Ástand vörunnar
        Framleiðandi skal tilgreina takmarkanir tækisins vegna hraða og þykktar yfirborðslags vörunnar ef við á.
Mestu leyfðu skekkjur
2.        Tæki
        Mesta leyfða skekkja er 1,0% en ekki minni en 1 dm 2.
Aðrar kröfur
3.        Framsetning vöru
        Ef toga þarf vöruna til baka eða stöðva skal ekki vera mögulegt að mæliskekkja verði eða þá að það verður að gera skjáinn auðan.
4.        Kvarðadeiling
        Tækið verður að hafa kvarðadeilingu sem er 1,0 dm 2. Að auki skal vera mögulegt að hafa kvarðadeilingu upp á 0,1 dm 2 til prófunar.
IV. KAFLI — Margvíddamælitæki
Notkunarskilyrði
1.1.        Svið
        Mál sem eru innan sviðsins sem tilgreint er af framleiðanda fyrir tækið.
1.2.        Lágmarksmál
        Lægri mörk lágmarksmáls fyrir öll gildi kvarðadeilingarinnar eru gefin í töflu 1.

Tafla 1

Kvarðadeiling (d) Lágmarksmál (min) (Lægra mark)
d . 2 cm 10 d
2 cm < d . 10 cm 20 d
10 cm < d 50 d
1.3.        Hraði vörunnar
        Hraðinn verður að vera innan sviðsins sem tilgreint er af framleiðanda fyrir tækið.
Mesta leyfða skekkja
2.        Tæki:
        Mesta leyfða skekkja er . 1,0 d.

VIÐAUKI MI-010
GREININGARTÆKI FYRIR ÚTBLÁSTURSLOFT

Viðkomandi kröfur í I. viðauka, sérstakar kröfur þessa viðauka og aðferðirnar við samræmismat sem skráðar eru í þessum viðauka eiga við um mæla fyrir útblástur sem skilgreindir eru hér á eftir fyrir skoðun og viðhald á vélknúnum ökutækjum í notkun.
SKILGREININGAR
Greiningartæki fyrir útblástursloft
Greiningartæki fyrir útblástursloft er mælitæki sem ákvarðar brot af rúmmáli tilgreindra efnisþátta útblásturslofts úr vélknúnu ökutæki með neistakveikju við rakastig úrtaksins sem greint er.
Efnisþættir útblástursloftsins eru kolsýringur (CO), koltvísýringur (CO 2), súrefni (O 2) og vetniskolefni (HC).
Magn vetniskolefna verður að tákna sem styrk n-hexans (C 6H 14) sem mælt er með nær-innrauðri ísogstækni.
Brot af rúmmáli efnisþátta útblástursloftsins er táknað sem hundraðshluti (% miðað við rúmmál) þegar um er að ræða kolsýring, koltvísýring og súrefni og sem milljónarhluti (milljónarhluti miðað við rúmmál).
Þar að auki reiknar greiningartæki fyrir útblástursloft lambda-gildið út frá brotum af rúmmáli efnisþátta útblástursloftsins.
Lambda-gildi
Lambda er einingarlaust gildi sem táknar brunaskilvirkni hreyfils með hlutfalli lofts miðað við eldsneyti í útblástursloftinu. Það er ákvarðað með viðmiðunarreiknireglu.
SÉRSTAKAR KRÖFUR
Tækjaflokkar
1.        Tveir flokkar (0 og I) eru skilgreindir fyrir greiningartæki fyrir útblástursloft. Viðkomandi lágmarksmælisvið fyrir þessa flokka eru sýnd í töflu 1.

Tafla 1
Flokkar og mælisvið

Kennistærð Flokkar 0 og I
Brot af kolsýringi (CO) Frá 0 til 5% miðað við rúmmál
Brot af koltvísýringi (CO2) Frá 0 til 16% miðað við rúmmál
Brot af vetniskolefni (HC) Frá 0 til 2000 milljónarhluta miðað við rúmmál
Brot af súrefni (O2) Frá 0 til 21% miðað við rúmmál
. Frá 0,8 til 1,2
Málnotkunarskilyrði
2.        Gildi málnotkunarskilyrða skulu tilgreind af framleiðanda sem hér segir:
2.1.        að því er varðar veðurfarslegar og aflfræðilegar áhrifsstærðir:
        —    lágmarkshitastigssvið sem skal vera 35 °C fyrir umhverfishitastig,
        —    aflfræðilegur umhverfisflokkur sem gildir er M1.
2.2.        að því er varðar áhrifsstærðir rafmagns:
        —    spennu- og tíðnisvið riðspennugjafans,
        —    mörk jafnspennugjafans.
2.3.        að því er varðar umhverfisloftþrýsting:
        —    lágmarks- og hámarksgildi umhverfisloftþrýstings eru fyrir báða flokka: p min . 860 hPa, p max ≥ 1060 hPa.
Mestu leyfðu skekkjur (MPE)
3.        Mestu leyfðu skekkjur eru skilgreindar sem hér segir:
3.1.        Fyrir hvert mælt brot er gildi mestu leyfðu skekkju við málnotkunarskilyrði skv. lið 1.1 í I. viðauka hið stærra af þeim tveimur gildum sem sýnd eru í töflu 2. Algildi eru táknuð í % miðað við rúmmál eða milljónarhlutum miðað við rúmmál, hundraðshlutagildi eru hundraðshlutar af sanngildi.

Tafla 2
Mestu leyfðu skekkjur

Kennistærð Flokkur 0 Flokkur I
Brot af kolsýringi (CO) . 0,03% miðað við rúmmál . 5% . 0,06% miðað við rúmmál . 5%
Brot af koltvísýringi (CO2) . 0,5% miðað við rúmmál . 5% . 0,5% miðað við rúmmál . 5%
Brot af vetniskolefni (HC) . 10 milljónarhlutar miðað við rúmmál . 5% . 12 milljónarhlutar miðað við rúmmál . 5%
Brot af súrefni (O2) . 0,1% miðað við rúmmál . 5% . 0,1% miðað við rúmmál . 5%
3.2.        Mesta leyfða skekkja í útreikningi á lambda er 0,3%. Viðtekið sanngildi er reiknað í samræmi við fomúluna sem skilgreind er í lið 5.3.7.3 í I. viðauka tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/69/EB um ráðstafanir gegn loftmengun vegna útblásturs frá vélknúnum ökutækjum og um breytingu á tilskipun ráðsins 70/220/EBE ( 1 ).
        Í því augnamiði eru gildin sem tækið sýnir notuð til útreikninga.
Leyfileg áhrif truflana
4.        Fyrir sérhvert brot af rúmmáli sem tækið mælir er umtalsverða breytingargildið jafnt mestu leyfðu skekkju fyrir viðkomandi kennistærð.
5.        Áhrif rafsegultruflunar skulu vera þau að:
        —    breytingin á mæliniðurstöðunni verður ekki meiri en umtalsverða breytingargildið eins og mælt er fyrir um það í 4. lið,
        —    eða að framsetning mæliniðurstöðunnar verði þannig að hún verði ekki tekin sem gild niðurstaða.
Aðrar kröfur
6.        Upplausnin skal vera jöfn eða einni stærðargráðu hærri en gildin sem sýnd eru í töflu 3.

Tafla 3
Kvarðabil

CO CO2 O2 HC
Flokkur 0 og flokkur I 0,01% miðað við rúmmál 0,1% miðað við rúmmál (1) 1 milljónarhluti miðað við rúmmál
(1)    0,01% miðað við rúmmál fyrir gildi mælistærða sem eru lægri eða jöfn 4% miðað við rúmmál.
        Lambda-gildið skal sýnt með 0,001 kvarðabili.
7.        Staðalfrávik úr 20 mælingum skal ekki vera meira en einn þriðji af tölugildinu fyrir mestu leyfðu skekkju fyrir sérhvert viðeigandi brot af rúmmáli loftsins.
8.        Til að mæla CO, CO 2 og HC skal tækið, að meðtöldu loftmeðhöndlunarkerfinu, sýna 95% af endanlegu gildi eins og það er ákvarðað með kvörðunarlofttegundum innan 15 sekúndna eftir að skipt er úr lofttegund með núll innihaldi, t.d. fersku lofti. Til að mæla O 2 skal tækið við svipaðar aðstæður sýna gildi sem víkur innan við 0,1% miðað við rúmmál frá núlli innan 60 sekúndna frá því að skipt er úr fersku lofti í súrefnislaust loft.
9.        Efnisþættir útblástursloftsins, aðrir en þeir efnisþættir þar sem ber að mæla gildin, skulu ekki hafa áhrif á mæliniðurstöður um meira en sem nemur helmingi af tölugildinu fyrir mestu leyfðu skekkju þegar þeir efnisþættir eru til staðar í eftirfarandi hámarksbrotum af rúmmáli: 6% miðað við rúmmál af CO,
        16% miðað við rúmmál af CO 2,
        10% miðað við rúmmál af O 2,
        5% miðað við rúmmál af H 2,
        0,3% miðað við rúmmál af NO,
        2 000 milljónarhlutar miðað við rúmmál af HC (sem n-hexan),
        vatnsgufa þar til mettun á sér stað.
10.        Greiningartæki fyrir útblástursloft skal hafa stillingarbúnað sem býður upp á möguleika á núllstillingu, kvörðun með gasi og innri stillingu. Stillingarbúnaðurinn fyrir núllstillingu og innri stillingu skal vera sjálfvirkur.
11.        Tæki með sjálfvirkan eða hálfsjálfvirkan stillingarbúnað skulu ekki geta framkvæmt mælingu meðan stillingar hafa ekki verið gerðar.
12.        Greiningartæki fyrir útblástursloft skal greina vetniskolefnisleifar í gasmeðhöndlunarkerfinu. Ekki skal vera mögulegt að framkvæma mælingu ef vetniskolefnisleifarnar sem til staðar eru fyrir mælingu eru meira en 20 milljónarhlutar miðað við rúmmál.
13.        Greiningartæki fyrir útblástursloft skal vera með búnað sem greinir sjálfvirkt bilun í skynjara í súrefnisrásinni vegna slits eða rofs í tengilínunni.
14.        Ef hægt er að starfrækja greiningartæki fyrir útblástursloft með mismunandi eldsneyti (t.d. bensíni eða fljótandi gasi) skal vera mögulegt að velja viðeigandi stuðla fyrir Lambda-útreikning án þess að vafi leiki á því hvaða reikniregla eigi við.
SAMRÆMISMAT
Aðferðirnar við samræmismat sem um getur í 9. gr. og framleiðanda er heimilt að velja á milli eru:
B + F eða B + D eða H1.
Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 130, 29.4.2004, bls. 3 og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 23, 29.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 135, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. EB L 202, 6.9.1971, bls. 21.
Neðanmálsgrein: 4
(4)    Stjtíð. EB L 202, 6.9.1971, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 5
(5)    Stjtíð. EB L 239, 25.10.1971, bls. 9.
Neðanmálsgrein: 6
(6)    Stjtíð. EB L 335, 5.12.1973, bls. 56.
Neðanmálsgrein: 7
(7)    Stjtíð. EB L 183, 14.7.1975, bls. 25.
Neðanmálsgrein: 8
(8)    Stjtíð. EB L 336, 4.12.1976, bls. 30.
Neðanmálsgrein: 9
(9)    Stjtíð. EB L 26, 31.1.1977, bls. 59.
Neðanmálsgrein: 10
(10)    Stjtíð. EB L 105, 28.4.1977, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 11
(11)    Stjtíð. EB L 364, 27.12.1978, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 12
(12)    Stjtíð. EB L 259, 15.10.1979, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 13
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 14
(1)    Stjtíð. EB C 62 E, 27.2.2001, bls. 1 og Stjtíð. EB C 126 E, 28.5.2002, bls. 368.
Neðanmálsgrein: 15
(2)    Stjtíð. EB C 139, 11.5.2001, bls. 4.
Neðanmálsgrein: 16
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 3. júlí 2001 (Stjtíð. EB C 65 E, 14.3.2002, bls. 34). Sameiginleg afstaða ráðsins frá 22. júlí 2003 (Stjtíð. ESB C 252 E, 21.10.2003, bls. 1) og afstaða Evrópuþingsins frá 17. desember 2003 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum EB). Ákvörðun ráðsins frá 26. febrúar 2004.
Neðanmálsgrein: 17
(4)    Stjtíð. EB L 202, 6.9.1971, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með reglugerð (EB) No 807/2003 (Stjtíð. ESB L 122, 16.5.2003, bls. 36).
Neðanmálsgrein: 18
(5)    Stjtíð. EB C 136, 4.6.1985, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 19
(6)    Stjtíð. EB L 139, 23.5.1989, bls. 19. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 93/68/EBE (Stjtíð. EB L 220, 30.8.1993, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 20
(1)    Stjtíð. EB L 220, 30.8.1993, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 21
(2)    Stjtíð. EB C 282, 25.11.2003, bls. 3.
Neðanmálsgrein: 22
(1)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 23
(1)    Stjtíð. EB L 204, 21.7.1998, bls. 37. Tilskipuninni var breytt með tilskipun 98/48/EB (Stjtíð. EB L 217, 5.8.1998, bls. 18).
Neðanmálsgrein: 24
(1)    Stjtíð. EB L 202, 6.9.1971, bls. 21. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 82/623/EBE (Stjtíð. EB L 252, 27.8.1982, bls. 5).
Neðanmálsgrein: 25
(2)    Stjtíð. EB L 202, 6.9.1971, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 26
(3)    Stjtíð. EB L 239, 25.10.1971, bls. 9. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum 1994.
Neðanmálsgrein: 27
(4)    Stjtíð. EB L 335, 5.12.1973, bls. 56. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 85/146/EBE (Stjtíð. EB L 54, 23.2.1985, bls. 29).
Neðanmálsgrein: 28
(5)    Stjtíð. EB L 14, 20.1.1975, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 29
(1)    Stjtíð. EB L 183, 14.7.1975, bls. 25.
Neðanmálsgrein: 30
(2)    Stjtíð. EB L 336, 4.12.1976, bls. 30.
Neðanmálsgrein: 31
(3)    Stjtíð. EB L 26, 31.1.1977, bls. 59.
Neðanmálsgrein: 32
(4)    Stjtíð. EB L 105, 28.4.1977, bls. 18. Tilskipuninni var breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 82/625/EBE (Stjtíð. EB L 252, 27.8.1982, bls. 10).
Neðanmálsgrein: 33
(5)    Stjtíð. EB L 364, 27.12.1978, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 34
(6)    Stjtíð. EB L 259, 15.10.1979, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 35
(1)    Stjtíð. EB L 316, 31.10.1992, bls. 12. Tilskipunin var felld úr gildi með tilskipun 2003/96/EB (Stjtíð. ESB L283 31.10.2003, bls. 51).
Neðanmálsgrein: 36
(1)    Stjtíð. EB L 42, 15.2.1975, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 89/676/EBE (Stjtíð. EB L 398, 30.12.1989, bls. 18).
Neðanmálsgrein: 37
(2)    Stjtíð. EB L 46, 21.2.1976, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með EES-samningnum.
Neðanmálsgrein: 38
(1)    Fjarlægðarmerkjavaki er utan gildissviðs þessarar tilskipunar.
Neðanmálsgrein: 39
(1)    Stjtíð. EB L 350, 28.12.1998, bls. 17.