Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1014  —  541. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um að styðja stofnun og fjármögnun vestnorrænna rithöfundanámskeiða.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins.
    Með tillögunni er lagt til að stjórnvöld á Íslandi styðji fyrir sitt leyti stofnun og fjármögnun vestnorrænna rithöfundanámskeiða.
    Með ályktun 1/2005 á ársfundi 22.–24. ágúst 2005 samþykkti Vestnorræna ráðið að hvetja stjórnvöld á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi til að styðja stofnun og fjármögnun vestnorrænna rithöfundanámskeiða. Eitt meginmarkmið tillögunnar er að að styrkja bókmenntir þjóðanna með því að hjálpa hæfileikaríkum höfundum að stíga fyrstu skrefin á rithöfundarbrautinni.
    Jón Gunnarsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Magnús Stefánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 15. mars 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Bjarni Benediktsson.


Drífa Hjartardóttir.



Guðjón A. Kristjánsson.


Jónína Bjartmarz.