Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 401. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1038  —  401. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Ríkisútvarpið hf.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, SÞorg, DJ, BÁ, ÍGP).



     1.      13.–14. tölul. 2. mgr. 3. gr. falli brott.
     2.      Við 4. gr. bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Ríkisútvarpinu hf. er heimilt að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar efni, án endurgjalds eða gegn endurgjaldi, sem stuðlar að því að miðla áður framleiddu efni í eigu félagsins, svo sem rituðu máli, hljómplötum, hljóðsnældum, geisladiskum, myndböndum og margmiðlunarefni.
             Ríkisútvarpinu hf. er heimilt að sjá til þess að frumflutt dagskrárefni félagsins verði varðveitt til frambúðar. Er félaginu enn fremur heimilt að hafa til útláns, sölu og dreifingar valið dagskrárefni sem flutt hefur verið, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.
     3.      7. gr. falli brott.
     4.      2. mgr. 14. gr. verði svohljóðandi:
             Með lögum þessum eru felld úr gildi lög um Ríkisútvarpið, nr. 122/2000, frá og með 1. júlí 2006, að undanteknum eftirtöldum ákvæðum: 12., 13., 14. og 16. gr., sem falla úr gildi 1. janúar 2008, og 15., 17. og 18. gr., sem falla úr gildi 1. janúar 2011. Heiti þeirra laga verður: Lög um útvarpsgjald og innheimtu þess. Skulu lögin gefin út svo breytt með nýjum greinanúmerum.