Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 433. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1042  —  433. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um háskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, BÁ, DJ, KÓ, BJJ).     1.      Við 2. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „rannsóknum“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: varðveislu þekkingar.
                  b.      Á eftir orðinu „Háskólar“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: skulu.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      2. og 3. málsl. 3. mgr. orðist svo: Í þeim skulu tilgreind skilyrði sem háskólar skulu fullnægja til að öðlast viðurkenningu. Skilyrðin lúta að eftirtöldum þáttum.
                  b.      Á eftir orðinu „þá“ í f-lið 3. mgr. komi: þ.m.t. fatlaðra nemenda.
                  c.      Við 1. málsl. 8. mgr. bætist: og reglur sem settar kunna að vera með stoð í þeim.
     3.      Við 20. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                     Um málskot til áfrýjunarnefndar gilda ákvæði VII. kafla stjórnsýslulaga. Máli háskólanema verður þannig ekki skotið til nefndarinnar nema fyrir liggi endanleg ákvörðun háskóla um rétt eða skyldu nemandans. Þó er nemanda heimilt að bera undir nefndina hvort málsmeðferð háskóla á skriflegu erindi hans hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, og skal nefndin þá veita álit sitt um það efni.
                  b.      4. mgr. falli brott.