Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 298. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1142  —  298. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um átak í rannsóknum á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins.
Tillagan var send til umsagnar og bárust umsagnir frá Hafrannsóknastofnuninni, Háskólanum á Akureyri og Veðurstofu Íslands.
    Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að semja framkvæmdaáætlun um markvisst átak í rannsóknum á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf. Með ályktun nr. 3/2004 á ársfundi 20.–24. ágúst 2004 samþykkti Vestnorræna ráðið að hvetja ríkisstjórn Íslands og landsstjórnir Færeyja og Grænlands til að móta í sameiningu framkvæmdaáætlun til að efla markvisst átak í rannsóknum á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 5. apríl 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Magnús Stefánsson.



Drífa Hjartardóttir.


Jón Gunnarsson.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.