Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 545. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 1177  —  545. mál.
Tafla leiðrétt.
Svarheilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústssonar um ferðir barna til tannlæknis.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Eru til upplýsingar um hversu mörg börn hafa ekki farið til tannlæknis undanfarið ár, undanfarin tvö, þrjú og fimm ár og hversu mörg börn hafa aldrei farið til tannlæknis? Óskað er eftir að í svarinu séu börn að tveggja ára aldri flokkuð saman, þriggja til fimm ára börn saman og svo áfram þrír árgangar í einu fram að 18 ára aldri.

    Eftirfarandi tafla var unnin samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins um fjölda barna sem skilað var inn reikningi fyrir vegna tannlæknakostnaðar á tímabilinu 1999– 2005. Upplýsingar frá Skólatannlækningum Reykjavíkur eru ekki með í þessum útreikningi.
    Tryggingastofnun ríkisins endurgreiðir sjúklingum hluta tannlæknakostnaðar og eru upplýsingarnar byggðar á þeim reikningum sem Tryggingastofnun ríkisins hafa borist. Engar upplýsingar eru til staðar um fjölda þeirra barna sem ekki hefur verið sótt um endurgreiðslu fyrir. Mögulegar ástæður fyrir því geta verið t.d. týndir reikningar eða að reikningar hafa aldrei verið gefnir út, svo sem fyrir börn tannlækna. Í þeim tilvikum teljast þau börn ranglega með hér sem börn sem ekki hafa farið til tannlæknis. Einnig voru Skólatannlækningar Reykjavíkur starfræktar til vors 2002 og börn sem sóttu tannlæknaþjónustu þangað eru ekki talin með í þessum útreikningum.Heimtur barna til tannlækna 1999–2005.

0–2 ára 3–5 ára 6–8 ára 9–11 ára 12–14 ára 15–17 ára 18 ára
Fjöldi 1. des 2005 með lögheimili á Íslandi, sjúkratryggður á Íslandi 1. des 2005, með íslenskt ríkisfang

12.160


12.266


12.399


13.013


13.605


13.807


4.132
Börn sem ekki hafa farið í eitt ár.
Fóru ekki til tannlæknis árið 2005 11.803 6.243 3.372 3.195 3.484 4.582 1.943
Hlutfall af sjúkratryggðum 2005 97,10% 50,90% 27,20% 24,60% 25,60% 33,20% 47,0%
Börn sem ekki hafa farið í tvö ár.
Fóru ekki til tannlæknis 2004–2005 5.189 1.631 1.204 1.318 1.828 832
Hlutfall af sjúkratryggðum 2005 42,30% 13,20% 9,30% 9,70% 13,20% 20,1%
Börn sem ekki hafa farið í þrjú ár.
Fóru ekki til tannlæknis 2003–2005 4.997 1.164 658 721 985 456
Hlutfall af sjúkratryggðum 2005 40,70% 9,40% 5,10% 5,30% 7,10% 11,0%
Börn sem ekki hafa farið í fimm ár.
Fóru ekki til tannlæknis 2001–2005 898 343 346 481 180
Hlutfall af sjúkratryggðum 2005 7,20% 2,60% 2,50% 3,50% 4,4%
Börn sem ekki hafa farið í sjö ár.
Fóru ekki til tannlæknis 1999–2005 869 259 226 298 109
Hlutfall af sjúkratryggðum 2005 7,00% 2,00% 1,70% 2,20% 2,6%
Skýring á skyggðum svæðum: Börn sem voru ekki fædd á tímabilinu og því ekki hægt að telja þau með.