Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 711. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1190  —  711. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um framhaldsskóla, nr. 80/1996, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Val Árnason frá menntamálaráðuneyti, Þorstein Þorsteinsson frá Skólameistarafélaginu, Sigurð Sigursveinsson frá Félagi íslenskra framhaldsskóla, Hauk Má Haraldsson og Önnu Maríu Gunnarsdóttur frá Félagi framhaldsskólakennara og Júlíus K. Björnsson frá Námsmatsstofnun .
    Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að viðskipta- og hagfræðibraut bætist við bóknámsbrautir framhaldsskóla og hins vegar að samræmd stúdentspróf í tilteknum greinum verði felld niður.
    Við meðferð málsins í nefndinni kom fram að starfshópur menntamálaráðuneytisins sem fjallað hefur um samræmd stúdentspróf hefur lagt til að í stað hinna samræmdu prófa verði kannað hvort taka eigi upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort ástæða sé til að taka upp slík könnunarpróf, en áréttar hins vegar að einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf munu ekki koma í stað samræmdra stúdentsprófa nema með atbeina löggjafans.
    Við meðferð málsins í nefndinni var einnig bent á að það kynni að orka tvímælis að binda heiti bóknámsbrauta í lögum eins og nú er gert. Nefndin telur hins vegar að ekki séu efni til þess að taka afstöðu til þess álitaefnis við meðferð þessa frumvarps, enda kalli slík breyting á efnismeiri umræðu innan Alþingis og nefndarinnar. Nefndin beinir því hins vegar til menntamálaráðherra að taka til sérstakrar athugunar hvort ástæða sé til þess að afnema þessa lögbindingu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Einar Már Sigurðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. apríl 2006.



Sigurður Kári Kristjánsson,


form., frsm.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Björgvin G. Sigurðsson.



Dagný Jónsdóttir.


Kjartan Ólafsson.


Atli Gíslason.



Ísólfur Gylfi Pálmason.


Mörður Árnason.