Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 624. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1199  —  624. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Völu Rebekku Þorsteinsdóttur og Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Viðskiptaráði Íslands, ríkisskattstjóra og talsmanni neytenda.
    Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á ákvæðum laga um virðisaukaskatt. Í fyrsta lagi er lagt til að lágmark virðisaukaskattsskyldrar sölu á ársgrundvelli verði hækkað úr 220.000 kr. í 500.000 kr. Í öðru lagi er lagt til að leiðréttingartímabil innskatts varðandi fasteignir verði lengt úr tíu árum í tuttugu ár og í þriðja lagi að gerðar verði smávægilegar breytingar á nokkrum ákvæðum laganna er varða byggingarstarfsemi.
    Eins og fram kemur í athugasemdum við frumvarpið hefur núgildandi lágmarksveltuákvæði staðið óbreytt í lögunum frá 1. júlí 1997, þegar fjárhæðin var lögbundin og afnumin vísitölubundin hækkun sem gilti fyrir þann tíma. Telur nefndin tímabært að fjárhæðin verði hækkuð og fellst á þau sjónarmið sem fram koma í athugasemdunum að hún verði hækkuð í 500.000 kr. Þá telur nefndin aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu til bóta.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jóhanna Sigurðardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. apríl 2006.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.


Ásta Möller.Ögmundur Jónasson.


Lúðvík Bergvinsson.