Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 685. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1217  —  685. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2005, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gísla Friðgeirsson frá Neytendastofu.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 31/2005 frá 11. mars 2005, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki.
    Tilskipunin gerir ráð fyrir að settar verði ítarlegar reglur um mælitæki, þar á meðal um framleiðslu, markaðssetningu og áreiðanleika auk reglna um prófanir, vottanir og eftirlit með slíkum tækjum. Ákvörðun þessi kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur viðskiptaráðherra lagt fram frumvarp til laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn (þskj. 906, 620. mál) sem nú er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
                                  

Alþingi, 19. apríl 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Drífa Hjartardóttir.



Jón Gunnarsson.


Bjarni Benediktsson.