Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 687. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1219  —  687. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2005, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Þórhall Vilhjálmsson frá forsætisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 105/2005 frá 8. júlí 2005, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/98/EB frá 17. nóvember 2003 um endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera.
    Tilskipunin mælir fyrir um lágmarkssamræmingu á reglum um notkun opinberra upplýsinga sem almenningi er heimill aðgangur að. Mælt er fyrir um lágmarksreglur um aðgang, meðferð umsókna, skilmála fyrir notkun upplýsinga, upplýsingaskyldu um rétthafa verndaðra verka, form, gjaldtöku, jafnræði o.fl. Þá er gert ráð fyrir að takmarkanir megi setja í þágu persónuverndar og friðhelgi einkalífs, höfundaréttar og lögverndar annarra hugverka.
    Innleiðing gerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur forsætisráðherra þegar lagt fram frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 50/1996 (þskj. 1020, 690. mál) sem nú er til meðferðar í allsherjarnefnd.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 19. apríl 2006.Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Drífa Hjartardóttir.Jón Gunnarsson.


Bjarni Benediktsson.