Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 401. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1233  —  401. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Ríkisútvarpið hf.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, SÞorg, DJ, IHÓ, HjÁ).



     1.      Við 1. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Ríkisútvarpinu hf. er óheimilt að eiga hlut í öðru fyrirtæki sem gefur út dagblað eða rekur útvarpsstöð.
     2.      Við 3. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Menntamálaráðherra og Ríkisútvarpinu hf. ber að gera sérstakan þjónustusamning um markmið, umfang og nánari kröfur skv. 2. mgr. um útvarpsþjónustu í almannaþágu.
     3.      Við 4. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Ríkisútvarpinu hf. er óheimilt að selja frá sér verðmæti sem hafa menningarlegt og sögulegt gildi fyrir íslensku þjóðina og varðveitt eru hjá félaginu.
     4.      Við 12. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Upplýsingalög, nr. 50/1996, gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins hf.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Lög um hlutafélög o.fl.