Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 647. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1238  —  647. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hrein Hrafnkelsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Fjármálaeftirlitinu, Kauphöll Íslands hf., Seðlabanka Íslands, Viðskiptaráði Íslands og Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja.
    Við setningu laga nr. 31/2005, um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, voru felldar brott tvær greinar í lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Með frumvarpi þessu er lagt til að greinarnar verði teknar inn í lögin að nýju.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 2. maí 2006.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Guðjón Ólafur Jónsson.


Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Ásta Möller.


Ögmundur Jónasson.


Lúðvík Bergvinsson.