Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 447. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
2. uppprentun.

Þskj. 1240  —  447. mál.
Leiðréttur texti.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, SÞorg, DJ, IHÓ, HjÁ).



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Efnismálsliður a-liðar orðist svo:
                     Verði misbrestur á skólasókn barns, án þess að veikindi eða aðrar gildar ástæður hamli, skal skólastjóri leita leiða til úrbóta. Jafnframt skal hann tilkynna barnaverndaryfirvöldum um málið.
                  b.      1. efnismgr. b-liðar orðist svo:
                     Takist það ekki vísar skólastjóri málinu til úrlausnar skólanefndar sem leitar lausna á því og tekur ákvörðun, eftir atvikum að fenginni umsögn frá sérfræðingaþjónustu á vegum sveitarfélaga. Jafnframt getur forráðamaður barns kært ákvörðun skólastjóra til skólanefndar.
     2.      Við 5. gr. bætist nýr liður sem orðist svo: Við bætist nýr málsliður sem orðast svo: Forráðamaður getur kært synjun skólastjóra um undanþágu frá skólasókn til skólanefndar.
     3.      Í stað orðanna „liggur fyrir“ í 8. gr. komi: er tekin.
     4.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „til kynningar“ í 4. og 5. efnismálsl. komi: til umsagnar.
                  b.      Í stað orðanna „liggur fyrir“ í 5. efnismálsl. komi: er tekin.
     5.      12. gr. falli brott.
     6.      Við 14. gr. bætist nýr stafliður er orðist svo: Í stað orðanna „eða fötlunar“ í 4. mgr. kemur: fötlunar eða stöðu að öðru leyti.
     7.      4. efnismálsl. 16. gr. orðist svo: Skólanámskrá skal lögð fyrir foreldraráð og nemendaráð til umsagnar ár hvert.
     8.      Á eftir 4. efnismálsl. 17. gr. komi nýr málsliður er orðist svo: Forráðamaður getur kært synjun um mat á námi til skólanefndar.
     9.      Á eftir 1. málsl. 1. efnismgr. b-liðar 20. gr. komi nýr málsliður er orðist svo: Slíkri ákvörðun skal fylgja skýr leiðbeining um málsmeðferð og kærurétt forráðamanns nemanda.
     10.      25. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2006.