Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 684. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1312  —  684. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (samlagshlutafélög o.fl.).

Frá efnhags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá viðskiptaráðuneyti og Jóhann Albertsson lögfræðing. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Landssamtökum lífeyrissjóða, Viðskiptaráði Íslands, ríkisskattstjóra, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins.
    Meginefni frumvarpsins er að setja ítarlegri ákvæði um samlagshlutafélög í lög um hlutafélög en í gildandi lögum er aðeins minnst á þau í einni grein, þ.e. 159. gr. Lagt er til að samlagshlutafélögum sem stunda fjárfestingarstarfsemi verði veitt frelsi til að víkja frá tilteknum ákvæðum laganna. Jafnframt eru lagðar til breytingar á ákvæðum um arðgreiðslur.
    Nefndin leggur til nokkrar breytingar á frumvarpinu. Lögð er til breyting á b-lið 1. gr. vegna framkominna umsagna þannig að arðgreiðsluákvæði frumvarpsins nái til allra hlutafélaga en ekki aðeins þeirra hlutafélaga sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað.
    Þá er lagt til að 5. mgr. a-liðar 2. gr. verði felld brott enda er tilvísun hennar í viðkomandi reglur og lög allt of víðtæk og óljós að mati nefndarinnar auk þess sem hún getur ekki talist nauðsynleg.
    Fjallað var sérstaklega um heimildir skv. c- og d-lið 2. gr., þ.e. að breyta hlutafélagi í samlagshlutafélag og öfugt. Nefndin telur rétt með tilliti til minnihlutaverndar að leggja til breytingu á 1. málsl. 1. mgr. fyrrnefnds c-liðar þannig að gerðar séu strangari kröfur en gerðar eru í frumvarpinu í þeim hugsanlegu tilvikum er vilji stendur til að breyta hlutafélagi í samlagshlutafélag. Þannig þurfi ekki aðeins samþykki með þeim fjölda atkvæða sem krafist er til breytinga á félagssamþykktum heldur samþykki allra hluthafa eins og fordæmi er fyrir í 94. gr. laganna í ákveðnum veigamiklum tilvikum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með fyrrnefndum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi við afgreiðslu málsins og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 29. maí 2006.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.Ásta Möller.


Ögmundur Jónasson.