Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 556. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1317  —  556. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum um fjármálaeftirlit.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 3. efnismgr. 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða komast hjá máli, eða upplýsingar sem hann öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok dómsmáls, ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið.
     2.      Í stað orðanna „skal Fjármálaeftirlitið krefjast“ í 1. efnismálsl. 4. gr. komi: getur Fjármálaeftirlitið krafist.
     3.      Í stað orðsins „framkvæma“ í fyrri málslið 1. efnismgr. 6. gr. komi: framfylgja.
     4.      Í stað orðanna „ekki auðkenndir“ í 2. efnismgr. 7. gr. komi: ópersónugreinanlegir.
     5.      Á undan 17. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             3. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna orðast svo: Samþykkis Fjármálaeftirlitsins skal enn fremur aflað þegar einstaklingur eða lögaðili eykur svo við eignarhlut sinn að bein eða óbein hlutdeild hans í eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti fer yfir 20, 25, 33 eða 50% eða nemur svo stórum hluta að fjármálafyrirtæki verði talið dótturfyrirtæki hans.
     6.      3. efnismgr. 17. gr. falli brott.