Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 595. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1324  —  595. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um eldi vatnafiska.

Frá landbúnaðarnefnd.     1.      Við 3. gr. 27. tölul. orðist svo: Villtur fiskstofn: Fiskstofn þar sem meiri hluti fisks er klakinn í náttúrulegu umhverfi, elst þar upp og er kominn undan villtum foreldrum.
     2.      Við 14. gr. Í stað orðanna „vog, mál og faggildingu“ í 4. mgr. komi: faggildingu o.fl.
     3.      Við 21. gr. Í stað 1. og 2. málsl. komi fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Innflutningur á notuðum eldisbúnaði er óheimill. Til slíks búnaðar teljast eldiskvíar, eldisker, nætur, fóðrar, fiskidælur og tæki til flutnings á fiski. Þó er heimilt að flytja inn notuð vísindatæki og tæknibúnað sem sannanlega er hægt að sótthreinsa að mati fisksjúkdómanefndar. Sækja skal um leyfi fyrir innflutningi á notuðum vísinda- og tæknibúnaði til Landbúnaðarstofnunar sem getur heimilað innflutning að fenginni jákvæðri umsögn fisksjúkdómanefndar.
     4.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað „1. júní“ komi: 1. júlí.
                  b.      Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar:
                      1.      4. gr. orðast svo:
                              Landbúnaðarráðherra skipar fimm menn í fiskeldisnefnd til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar sem jafnframt er formaður, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu sjávarútvegsráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunarinnar og einn samkvæmt tilnefningu Veiðimálastofnunar. Varamenn skal skipa með sama hætti og aðalmenn. Fiskeldisnefnd skal vera stjórnvöldum og hagsmunaaðilum til ráðgjafar og stefnumótunar um fiskeldi bæði á landi og í sjó.
                      2.      Orðin „sbr. 78. gr. laga nr. 76 25. júní 1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum“ í 5. gr. falla brott.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Í stað „tíu“ í 3. málsl. komi: ellefu.
                  b.      Á undan orðinu „fisksjúkdómanefnd“ í 3. málsl. komi: Félagi eigenda sjávarjarða.