Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 607. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1328  —  607. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um lax- og silungsveiði.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „eignarhald veiðiréttar“ komi: veiðirétt.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Við bætist nýr töluliður sem verði 19. tölul. og orðist svo: Framkvæmd í veiðivatni: Hvers konar framkvæmd í og við veiðivatn, svo sem mannvirki, efnistaka eða jarðrask, sem hefur áhrif á lífríki, rennsli, veiði og ásýnd veiðivatns.
                  b.      22. tölul. orðist svo: Hafbeit: Slepping gönguseiða til sjógöngu og föngun þeirra sem fullvaxta fiska á sleppistað þegar þeir ganga úr sjó í ferskvatn, annaðhvort til slátrunar eða flutnings í annað veiðivatn til endurveiða.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðanna „heimild til ráðstöfunar veiðiréttar“ í 3. mgr. komi: veiðiréttur.
     4.      Við 11. gr. Í stað orðsins „eyðingu“ í 2. mgr. komi: ófriðun.
     5.      Við 13. gr. Á eftir orðinu „Veiðimálastofnun“ í 3. mgr. komi: og öðrum rannsóknar- og ráðgjafaraðilum.
     6.      Við 15. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                      Á tímabilinu 1. apríl til 1. október ár hvert má ekki leggja net né hafa ádrátt í sjó nær ósi straumvatns, sem fiskur gengur í, en 1.500 metra ef meðalvatnsmagn ár er innan við 25 m 3 á sekúndu en 2.000 metra ef vatnsmagnið er meira. Gangi lax í straumvatn má þó aldrei leggja net né hafa ádrátt í sjó nær en 2.000 metra. Á framangreindu tímabili má ekki leggja net né hafa ádrátt í sjó nær hafbeitarstöð í starfrækslu en 1.500 metra.
                  b.      Á eftir orðinu „veiðiréttarhafa“ í 5. mgr. komi: þar sem ekki eru veiðifélög.
     7.      Við 17. gr. Í stað orðsins „níutíu“ í 1. mgr. komi: 105.
     8.      Við 23. gr. Við bætist nýr málsliður er orðist svo: Veiðifélagi er þó heimilt, með samþykki Landbúnaðarstofnunar, að setja aðrar reglur um veiðar í námunda við fiskvegi.
     9.      55. gr. falli brott.
     10.      Við 57. gr. Í stað „1. júní“ í 1. mgr. komi: 1. júlí.
     11.      Við 58. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn:

Breytingar á öðrum lögum.

                 Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
              1.      Lög um Landbúnaðarstofnun, nr. 80/2005:
                          a.      E-liður 2. gr. fellur brott.
                          b.      Á eftir 4. gr. kemur ný grein, svohljóðandi:
                              Landbúnaðarstofnun skipar eftirlitsmenn með veiði samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði þar sem þurfa þykir enda æski þess veiðifélag eða veiðiréttarhafar, þar sem veiðifélag hefur ekki verið stofnað, og greiði kostnað af eftirlitinu. Á sama hátt skipar Landbúnaðarstofnun eftirlitsmann með klaköflun þar sem þurfa þykir og greiðir viðkomandi klakleyfishafi kostnað sem af þessu leiðir.
                              Landbúnaðarstofnun er heimilt að skipa eftirlitsmenn með því að bann við laxveiðum í sjó sé virt. Kostnaður við störf þeirra greiðist úr ríkissjóði.
                              Eftirlitsmenn skulu hafa nákvæmar gætur á því að veiði í umdæmi þeirra sé stunduð með löglegum hætti. Þeir safna skýrslum, m.a. skulu þeir gera skrár um veiðivélar, lagnir og drætti í umdæmum sínum og sjá um merkingu veiðarfæra. Nánari fyrirmæli um starfsemi eftirlitsmanna setur Landbúnaðarstofnun í erindisbréfi.
                              Landbúnaðarstofnun gefur út skírteini handa eftirlitsmönnum.
                              Eftirlitsmenn skulu eiga frjálsa för um veiðivatn, meðfram því og um netlög í sjó eftir því sem þörf krefur. Þeir hafa vald til að taka upp ólögleg veiðitæki eða veiðitæki sem notuð eru á óleyfilegum tíma eða óleyfilegum stað.
              2.      Lög um varnir gegn landbroti, nr. 91/2002: Í stað orðanna „sbr. lög nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. kemur: eða Landbúnaðarstofnun ef ekki er starfandi veiðifélag, sbr. lög um lax- og silungsveiði og lög um fiskrækt.
              3.      Lög um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973: Orðin „nr. 76/1970“ í 3. málsl. 1. mgr. 1. gr. falla brott.
     12.      Við ákvæði til bráðabirgða I.
                  a.      Í stað „10“ í 3. málsl. komi: ellefu.
                  b.      Á undan orðinu „fisksjúkdómanefnd“ í 3. málsl. komi: Félagi eigenda sjávarjarða.
                  c.      Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Samráðsnefnd skv. 1. mgr. skal innan 18 mánaða frá gildistöku laga þessara og í samráði við hagsmunaaðila móta framtíðarstefnu um netaveiði á laxi og silungi og skila tillögum þar að lútandi til landbúnaðarráðherra, eftir atvikum í formi lagafrumvarps.