Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 794. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1333  —  794. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ásu Ögmundsdóttur og Þórð Reynisson frá fjármálaráðuneyti, Jón Gunnarsson og Kristin Ólafsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins (sameiginleg), Viðskiptaráði Íslands, SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, Seðlabanka Íslands, Vegagerðinni, Samtökum ferðaþjónustunnar, Olíufélaginu ehf., talsmanni neytenda, Neytendasamtökunum, ríkisskattstjóra, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.
    Með frumvarpinu er lagt til að tímabundin lækkun olíugjalds verði framlengd um hálft ár til viðbótar við það sem samþykkt var með lögum nr. 87/2004 og 126/2005, eða fram til 31. desember 2006 þar sem heimsmarkaðsverð á dísilolíu er ennþá óvenju hátt miðað við bensín. Sömu tillögu er að finna í frumvarpinu varðandi sérstaka kílómetragjaldið til samræmis við olíugjaldið. Í frumvarpinu er einnig lagt til að björgunarsveitum verði heimilt að nota litaða gjaldfrjálsa olíu á ökutæki sín en í staðinn greiði þær sérstakt kílómetragjald af akstri þeirra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    
Jóhanna Sigurðardóttir, Ögmundur Jónasson og Lúðvík Bergvinsson skrifa undir álit þetta með fyrirvara.
    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 1. júní 2006.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Guðjón Ólafur Jónsson.Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Ásta Möller.Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.