Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 793. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1337  —  793. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Guðmundsson og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármálaráðuneyti og Guðmund Guðjarnason frá ríkisskattstjóra. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Kauphöll Íslands hf., Viðskiptaráði Íslands, Íbúðalánasjóði, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, Félagi íslenskra stórkaupmanna, Ríkisendurskoðun, Samtökum atvinnulífsins, Félagi löggiltra endurskoðenda og sameiginleg umsögn frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum fiskvinnslustöðva.
    Tilgangur frumvarpsins er að heimila að fresta tekjufærslu gengishagnaðar umfram gengistap og þar með álagningu tekjuskatts á þá tekjufærslu vegna rekstrarársins 2005. Jafnframt verði tekjufærslunni dreift jafnt á næstu þrjú rekstrarár. Hér er um að ræða frestun á tekjufærslu gengismunar og þar með frestun á skattgreiðslu í ríkissjóð.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 30. maí 2006.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.Ásta Möller.


Ögmundur Jónasson.