Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 713. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1345  —  713. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um skráningu losunar gróðurhúsalofttegunda.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „vegna losunar“ í 2. mgr. komi: um losun.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „nituroxíð “ í skilgreiningu á hugtakinu „gróðurhúsalofttegundir“ komi: díköfnunarefnisoxíð.
                  b.      Skilgreining hugtaksins „ígildi koldíoxíðs“ orðist svo: Eining sem losun gróðurhúsalofttegunda er mæld í. Magn annarra gróðurhúsalofttegunda en koldíoxíðs er umreiknað eftir stuðlum sem mæla hlýnunaráhrif þeirra í hlutfalli við koldíoxíð.
     3.      Við 4. gr. Í stað orðanna „losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði“ í 2. mgr. komi: losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði.
     4.      Við 5. gr. Í stað orðanna „fyrir heimilidir Íslands vegna losunar“ í 1. mgr. komi: um heimildir Íslands til losunar.
     5.      Við 6. gr. Í stað orðanna „frá atvinnurekstrinum“ í 1. mgr. komi: í atvinnurekstrinum.
     6.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um að skrá losun gróðurhúsalofttegunda.