Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 662. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Nr. 17/132.

Þskj. 1358  —  662. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu samnings milli Ríkjasambandsins Sviss, lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna og viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í Sviss, á Íslandi eða í Noregi.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Ríkjasambandsins Sviss, lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna og viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í Sviss, á Íslandi eða í Noregi, sem gerður var í Brussel 17. desember 2004.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.