Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 748. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1374  —  748. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur, Stefán Eiríksson og Fanneyju Óskarsdóttur frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Umsagnir bárust frá Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Íslenskri getspá sf., Rannsóknamiðstöð Íslands, Happdrætti Háskóla Ísland og Háskóla Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að Happdrætti DAS og Happdrætti SÍBS verði heimilt að greiða út peningavinninga í flokkahappdrættum án þess að fellt sé niður einkaleyfisgjald Happdrættis Háskóla Íslands. Lagt er til að sett verði hámark á greiðslu happdrættisins vegna einkaleyfisins til ríkissjóðs til þess að koma til móts við þessa breytingu.
    Nefndin telur að með breytingunni sem lögð er til í frumvarpinu sé í reynd ekki lengur um einkaleyfi að ræða til reksturs Happdrættis Háskóla Íslands heldur leyfi eða leyfisgjald vegna rekstursins og leggur því til breytingu á frumvarpinu sem og lögunum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:

     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
             Í stað orðsins „einkaleyfi“ í inngangsmálslið, 1. málsl. e-liðar 1. mgr. og fyrri málslið 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: leyfi.
     2.      Í stað orðsins „einkaleyfisgjald“ í 1. gr. komi: leyfisgjald.

    Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 30. maí 2006.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Jónína Bjartmarz.



Birgir Ármannsson.


Kjartan Ólafsson.


Sigurjón Þórðarson.



Sigurður Kári Kristjánsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.