Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 710. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1469  —  710. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um kjararáð.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Við 4. gr. Í stað orðanna „skipaður af Alþingi“ í síðari málslið 2. mgr. komi: kosinn af Alþingi.
     2.      Við 10. gr. Í stað orðanna „til dæmis þriðja eða fjórða hvert ár“ í síðari málslið 2. mgr. komi: allt að fjórða hvert ár.
     3.      Við 12. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2006.
     4.      Við ákvæði til bráðabirgða. Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. skal skipun kjararáðsmanna skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. lokið áður en lögin öðlast gildi að öðru leyti.

Greinargerð.


    Í breytingartillögum þessum felst ein efnisbreyting, að lögin öðlist gildi 1. júlí 2006 í stað þess að þau öðlist gildi við birtingu. Þykja það skýrari skil milli nýrri og eldri laga, auk þess sem rýmri tími fæst til að ljúka starfsemi Kjaradóms og kjaranefndar og til þess að undirbúa hina nýju skipan samkvæmt lögunum. Í 4. lið felst jafnframt ákvæði um að Hæstiréttur og fjármálaráðherra skipi kjararáðsmenn þegar lögin hafa verið birt, en Alþingi kýs, venju samkvæmt, í ráðið þegar það hefur afgreitt lögin. Þannig verður ráðið fullskipað 1. júlí 2006 er lögin öðlast gildi og koma til framkvæmda.
    Í 1. og 2. lið breytingartillagnanna felast aðeins orðalagsbreytingar.