Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 748. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1481  —  748. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 3. júní.)1. gr.

    Í stað orðsins „einkaleyfi“ í inngangsmálslið, 1. málsl. e-liðar 1. mgr. og fyrri málslið 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: leyfi.

2. gr.

    Lokamálsliður e-liðar 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Leyfishafi greiði í ríkissjóð 20% af nettóársarði í leyfisgjald, þó ekki hærri fjárhæð en 150.000.000 kr.

3. gr.

    Við lögin bætist ný grein er verður 7. gr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna er vöruhappdrætti Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna heimilt að greiða út vinninga úr flokkahappdrættum í peningum.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.