Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 682. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1485  —  682. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar.

(Eftir 2. umr., 3. júní.)



I. KAFLI
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 99/2004, um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa,
með síðari breytingum.

1. gr.

    Á eftir orðinu „EES-ríki“ í 5. mgr. 1. gr. laganna kemur: eða Færeyjum.

2. gr.

    Í stað orðanna „Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 5. mgr. 2. gr. laganna kemur: Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga.

Breyting á lögum nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna,
með síðari breytingum.

3. gr.

    Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar.

II. KAFLI
Félagsmálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.
4. gr.

    2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Eru búsettir hér á landi eða hafa fengið leyfi til atvinnuleitar í EES-landi, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

5. gr.

    4. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Ákvæði þetta gildir ekki um þá sem fara í atvinnuleit til annars EES-ríkis, til aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða til Færeyja í allt að þrjá mánuði og fá á þeim tíma greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt lögum þessum.

6. gr.

    28. gr. laganna orðast svo:
    Atvinnuleysistryggingasjóði er heimilt fyrir hönd þar til bærrar stofnunar í EES-landi, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum að greiða ríkisborgara í EES-ríki, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyingi, sem hingað kemur í atvinnuleit, atvinnuleysisbætur, enda endurgreiði sú stofnun sjóðnum þær fjárhæðir sem þannig eru inntar af hendi.

Breyting á lögum nr. 46/1997, um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi
einstaklinga, með síðari breytingum.

7. gr.

    4. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Ákvæði þetta gildir ekki um þá sem fara í atvinnuleit til annars EES-ríkis, til aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða til Færeyja í allt að þrjá mánuði og fá á þeim tíma greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt lögum þessum.

Breyting á lögum nr. 54/2001, um starfskjör starfsmanna sem starfa tímabundið
á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja, með síðari breytingum.

8. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, svo sem um samstarf og veitingu upplýsinga af hálfu stjórnvalda og samskipti við þar til bærar stofnanir í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. ákvæði 4. og 5. gr. tilskipunar nr. 96/71/ EB, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti
að fyrirtækjum, með síðari breytingum.

9. gr.

    1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Lög þessi gilda um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki eða hluta fyrirtækis innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, með síðari breytingum.
10. gr.

    A-liður 14. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, Færeyingar og aðrir útlendingar sem falla undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu með þeim takmörkunum sem þar greinir og nánar skal kveðið á um í reglugerð.

III. KAFLI
Fjármálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.
11. gr.

    Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 8. tölul. 11. gr. laganna kemur: að Færeyjum undanskildum.

Breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga.
12. gr.

    Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. tölul. 1. mgr. 1. gr., 1. mgr. 67. gr., 91. gr., 2. mgr. 98. gr., 1. og 3. mgr. 100. gr., 1. mgr. 107. gr. og 1. og 2. mgr. 109. gr. laganna og í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lögin kemur: í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

13. gr.

    Síðari málsliður 1. mgr. 97. gr. laganna orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga enda séu hlutaðeigandi búsettir í EES-ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
með síðari breytingum.

14. gr.

    Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: eða Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 18/1997, um endurskoðendur, með síðari breytingum.

15. gr.

    Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. tölul. 5. mgr. 6. gr. laganna kemur: eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

16. gr.

    Í stað orðanna „Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 4. og 5. mgr. 8. gr. laganna kemur: Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. a laganna:
     a.      Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eða Færeyjum.
     b.      Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. mgr. kemur: eða Færeyja.

18. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna orðast svo: Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi, í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 94/2001, um opinber innkaup, með síðari breytingum.
19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í skilgreiningu hugtaksins evrópskt tæknisamþykki kemur: eða Færeyjar.
     b.      Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í skilgreiningu hugtaksins sameiginleg tækniforskrift kemur: eða Færeyja.

20. gr.

    Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í c-lið 7. gr. laganna kemur: eða Færeyja.

21. gr.

    Á eftir orðunum „Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
22. gr.

    Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæði“ í 3. tölul. A-liðar 30. gr. laganna kemur: í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

23. gr.

    Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðinu“ í 3. og 5. mgr. 1. tölul. B-liðar 30. gr. laganna kemur: í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðis“ í 1. málsl. kemur: aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.
     b.      Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðis“ í 2. málsl. kemur: í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á tollalögum, nr. 88/2005.
25. gr.

    Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðinu“ í 5. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

26. gr.

    4. málsl. 2. tölul. 2. mgr. 48. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðinu enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

27. gr.

    4. málsl. 2. tölul. 1. mgr. 91. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðinu enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

IV. KAFLI
Iðnaðarráðuneyti.
Breyting á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, með síðari breytingum.
28. gr.

    Í stað orðanna „svo og ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu í öðru aðildarríki stofnsamningsins“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: svo og ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu ellegar Færeyingar eða lögaðilar í Færeyjum.

29. gr.

    4. málsl. 1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyingar njóta sams konar réttar og greint er frá í 3. málsl.

30. gr.

    6. tölul. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Ef ríkisborgari eða lögaðili aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu ellegar Færeyingur eða lögaðili í Færeyjum starfar hér án þess að staðfesting skv. 3. mgr. 2. gr. liggi fyrir.

Breyting á lögum nr. 46/2001, um hönnun, með síðari breytingum.
31. gr.

    Í stað orðanna „á EES-svæðinu eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. mgr. 47. gr. laganna kemur: á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum.
32. gr.

    2. tölul. 3. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: hagnýtingar á framleiðsluafurð sem nýtur einkaleyfisverndar og sett er á markað á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum af einkaleyfishafa eða með samþykki hans.

33. gr.

    Í stað orðanna „markaðssett á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 4. mgr. 3. gr. a laganna kemur: markaðssett á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

34. gr.

    Í stað orðanna „umboðsmann búsettan á EES-svæðinu“ í 12. gr. laganna kemur: umboðsmann búsettan á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

35. gr.

    4. málsl. 1. mgr. 65. gr. a laganna orðast svo: Ákvæðin taka einnig til ríkisborgara og lögaðila aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, svo og Færeyinga og lögaðila í Færeyjum.

36. gr.

    Í stað orðanna „umboðsmann búsettan á EES-svæðinu“ í 66. gr. laganna kemur: umboðsmann búsettan á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga
í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.

37. gr.

    Í stað orðanna „ríki sem er aðili að samningi um Evrópska efnahagssvæðið eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. gr. laganna kemur: ríki sem er aðili að samningi um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu ellegar Færeyjum.

38. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyingar njóta sama réttar.

V. KAFLI
Menntamálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 72/1996, um réttindi og skyldur kennara
og skólastjórnenda grunnskóla, með síðari breytingum.

39. gr.

    Á eftir orðunum „aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða Færeyingar.

Breyting á lögum nr. 86/1998, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
40. gr.

    Á eftir orðunum „ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins“ og á eftir orðunum „ríki innan svæðisins“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða Færeyjum.

41. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins“ og á eftir orðunum „ríki innan svæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða Færeyjum.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Samkvæmt umsókn frá ríkisborgara aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu skal menntamálaráðherra staðfesta leyfi til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari með sömu skilyrðum enda leggi viðkomandi fram vottorð um viðurkennd kennsluréttindi í aðildarríki samtakanna.

VI. KAFLI
Samgönguráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 112/1984, um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, með síðari breytingum.
42. gr.

    Á eftir orðunum ,,aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: sem og Færeyingar.

Breyting á lögum nr. 113/1984, um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða
á íslenskum skipum, með síðari breytingum
.
43. gr.

    Á eftir orðunum ,,aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: sem og Færeyingar.

44. gr.

    Á eftir orðunum ,,aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: sem og Færeyingum.

Breyting á lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með síðari breytingum.
45. gr.

    Á eftir orðunum ,,eru með sama hætti undanþegnir skilyrði um heimilisfesti“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: sem og Færeyingar.

46. gr.

    Á eftir orðunum ,,sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið“ í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: eða sem leiðir af efnahagssamningi Íslands og Færeyja.

Breyting á lögum nr. 115/1985, um skráningu skipa, með síðari breytingum.
47. gr.

    Á eftir orðunum ,,stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: sem og um Færeyinga.

Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.
48. gr.

    Á eftir orðunum ,,útgefin í Danmörku, Finnlandi“ í 2. mgr. 54. gr. laganna kemur: Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 60/1998, um loftferðir, með síðari breytingum.

49. gr.

    Á eftir orðunum ,,Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: eða Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 64/2000, um bílaleigur, með síðari breytingum.
50. gr.

    Á eftir orðunum ,,undanþeginn búsetuskilyrðum 1. tölul. 1. mgr.“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: sem og stjórnarmaður sem er Færeyingur og búsettur í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga
á landi, með síðari breytingum.

51. gr.

    11. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:

Fólks- og farmflutningar innan Evrópska efnahagssvæðisins, milli aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og milli Íslands og Færeyja.

    Þeir sem hafa almennt leyfi skv. 4. gr. geta sótt um leyfi til Vegagerðarinnar til að stunda fólks- og farmflutninga á milli ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða innan lands í þeim ríkjum eða milli Íslands og Færeyja. Vegagerðin veitir slík leyfi á grundvelli reglna sem um slík leyfi gilda. Sama gildir um leyfi sem veitt eru á grundvelli samninga við ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða utan efnahagssamnings Íslands og Færeyja.

Breyting á lögum nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og
flutningaskipa, með síðari breytingum.

52. gr.

    Á eftir orðunum ,,stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: og efnahagssamningi Íslands og Færeyja.

53. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum ,,sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna“ í 2. mgr. kemur: sem og Færeyingar.
     b.      Á eftir orðunum ,,og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 5. mgr. kemur: sem og Færeyingar.

54. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum ,,aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. mgr. kemur: og frá Færeyingum.
     b.      Á eftir orðunum „aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 3. mgr. kemur: eða utan Færeyja.

VII. KAFLI
Viðskiptaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.
55. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga sem búsettir eru í EES- ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.
     b.      Í stað orðanna „EES-ríki eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: EES-ríki, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

56. gr.

    5. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga sem búsettir eru í EES-ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.

57. gr.

    Í stað orðanna „ríki á Evrópska efnahagssvæðinu eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. mgr. 111. gr. laganna kemur: ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

58. gr.

    Í stað orðanna „í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða í ríki sem er ekki aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 5. málsl. 1. mgr. 115. gr. laganna kemur: í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

59. gr.

    Í stað orðanna „félaga á Evrópska efnahagssvæðinu eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. tölul. 118. gr. laganna kemur: félaga á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.
60. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga sem búsettir eru í EES-ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.
     b.      Í stað orðanna „EES-ríki eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: EES-ríki, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

61. gr.

    Í stað 2. og 3. málsl. 2. mgr. 66. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga enda séu hlutaðeigandi búsettir í EES-ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.

62. gr.

    Í stað orðanna „í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. mgr. 137. gr. laganna kemur: í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

63. gr.

    Í stað orðanna „í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða í ríki sem er ekki aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 5. málsl. 1. mgr. 141. gr. laganna kemur: í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

64. gr.

    2. málsl. 2. tölul. 144. gr. laganna orðast svo: Þessi töluliður gildir ekki gagnvart útibúum í eigu félaga á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, með síðari breytingum.

65. gr.

    Í stað orðanna „í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur,
með síðari breytingum.

66. gr.

    Í stað 2. og 3. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga enda séu hlutaðeigandi búsettir í EES-ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga,
með síðari breytingum.

67. gr.

    2. málsl. 36. gr. d laganna orðast svo: Ef ákvæði samnings tengist landsvæði aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja með samsvarandi hætti skal neytandinn eigi njóta lakari verndar en samkvæmt löggjöf viðkomandi lands á svæðinu.

Breyting á lögum nr. 159/1994, um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög,
með síðari breytingum.

68. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar og lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, svo og Færeyingar og lögaðilar í Færeyjum, njóta sama réttar og í ákvæðunum felast enda sé um gagnkvæmni að ræða.

Breyting á lögum nr. 26/2004, um Evrópufélög.
69. gr.

    Í stað orðanna „í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

70. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.
     b.      1. tölul. 1. mgr. orðast svo: er stofnað samkvæmt lögum ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

71. gr.

    Í stað orðanna „til annars ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: til annars ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu, til aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

72. gr.

    Í stað orðanna „til annars EES-ríkis“ í 1. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: til annars EES-ríkis, til aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

73. gr.

    Í stað orðanna „í sama EES-ríki“ í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur: í sama EES-ríki, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.
74. gr.

    5. mgr. 2. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Með aðildarríki í lögum þessum er átt við ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjar.

75. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna verður svohljóðandi: Ríkisborgarar og lögaðilar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu svo og Færeyingar og lögaðilar í Færeyjum eru undanþegnir búsetuskilyrðum 1. mgr.

76. gr.

    3. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna verður svohljóðandi: Svissnesk og færeysk fjármálafyrirtæki geta stofnað útibú með þeim hætti sem segir í þessari málsgrein enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og fjármálafyrirtækja með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.

77. gr.

    4. málsl. 32. gr. laganna verður svohljóðandi: Svissnesk og færeysk fjármálafyrirtæki geta veitt þjónustu samkvæmt þessari grein enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og fjármálafyrirtækja með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.

78. gr.

    1. mgr. 36. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Innlend fjármálafyrirtæki sem hyggjast starfrækja útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum skulu tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram.

79. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 37. gr. laganna verður svohljóðandi: Hyggist fjármálafyrirtæki veita þjónustu samkvæmt þessum lögum í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, án stofnunar útibús, skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram.

80. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr. laganna:
     a.      1. mgr. verður svohljóðandi:
                  Nú veitir dómstóll hér á landi lánastofnun heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamninga og skal þá sú heimild ná sjálfkrafa til allra útibúa sem lánastofnunin starfrækir í öðru aðildarríki.
     b.      D-liður 2. mgr. verður svohljóðandi: Heimild til endurskipulagningar fjárhags hefur ekki áhrif á rétt veðhafa vegna eignarréttinda sem staðsett eru í öðru aðildarríki.

81. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 100. gr. laganna:
     a.      1. mgr. verður svohljóðandi:
                  Útibúi sem starfrækt er hérlendis af lánastofnun með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki verður ekki veitt sjálfkrafa heimild til endurskipulagningar fjárhags hér á landi. Nú tekur lögbært yfirvald í öðru aðildarríki ákvörðun um endurskipulagningu fjárhags lánastofnunar sem hefur starfsleyfi og staðfestu í því ríki og tekur þá ákvörðunin sjálfkrafa til útibúa sem lánastofnunin starfrækir hér á landi.
     b.      1. málsl. 2. mgr. verður svohljóðandi: Nú er talin þörf á endurskipulagningu fjárhags íslensks útibús lánastofnunar með staðfestu í öðru aðildarríki og skal þá tilkynna slíkt til Fjármálaeftirlitsins.

82. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 104. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Nú tekur dómstóll hér á landi ákvörðun um slit lánastofnunar sem hefur staðfestu og starfsleyfi hér á landi og skal þá sú heimild ná sjálfkrafa til allra útibúa sem lánastofnunin starfrækir í öðrum aðildarríkjum.
     b.      3. mgr. verður svohljóðandi:
                  Ef lánastofnun starfrækir útibú í öðrum aðildarríkjum skal Fjármálaeftirlitið koma upplýsingum um beiðnina til lögbærra yfirvalda í viðkomandi ríkjum í samræmi við reglur er ráðherra setur.
     c.      1. málsl. 4. mgr. verður svohljóðandi: Nú er þekktur kröfuhafi lánastofnunar búsettur í öðru aðildarríki og skal þá skiptastjóri án tafar tilkynna honum um upphaf skiptanna.

83. gr.

    1. mgr. 105. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Útibúi sem starfrækt er hérlendis af lánastofnun með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki verður ekki veitt sjálfstæð heimild til slita hér á landi. Nú tekur lögbært yfirvald í öðru aðildarríki ákvörðun um slit lánastofnunar sem hefur aðsetur og staðfestu í því ríki og tekur þá ákvörðunin sjálfkrafa til útibúa sem lánastofnunin starfrækir hér á landi. Með slitum á lánastofnunum samkvæmt þessari grein er átt við sameiginlega málsmeðferð sem stjórnvöld eða dómsmálayfirvöld í öðru aðildarríki hefja og hafa eftirlit með og hefur að markmiði að selja eignir undir eftirliti þessara aðila.

84. gr.

    Við 108. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
    Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda um svissneska og færeyska eftirlitsaðila eftir því sem við á, enda liggi fyrir samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.

Breyting á lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra
tilboðsmarkaða, með síðari breytingum.

85. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á skilgreiningu skipulegs verðbréfamarkaðar í 2. gr. laganna:
     a.      3. tölul. orðast svo: kauphallir innan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja og aðra verðbréfamarkaði innan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja þar sem fjármálagerningar ganga kaupum og sölum og sem eru opnir almenningi, starfa reglulega og eru viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan.
     b.      4. tölul. orðast svo: markaði skv. 3. tölul. sem eru í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja og eru viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan.

86. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      2. tölul. orðast svo: kauphöll eða samsvarandi skipulegum verðbréfamarkaði á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.
     b.      3. tölul. orðast svo: kauphöll eða samsvarandi skipulegum verðbréfamarkaði sem aðildarríki að Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar hafa gert samstarfssamning við.
     c.      4. tölul. orðast svo: öðrum sambærilegum skipulegum verðbréfamörkuðum utan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja sem Fjármálaeftirlitið metur gilda.

Breyting á lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
87. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 43. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um starfsemi svissneskra og færeyskra verðbréfasjóða, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til verðbréfasjóða með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.

88. gr.

    6. tölul. 1. mgr. 69. gr. laganna orðast svo: markaðssetningu verðbréfasjóða hér á landi með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í Sviss eða Færeyjum (1. mgr. 43. gr.).

Breyting á lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa,
með síðari breytingum.

89. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyinga sem búsettir eru í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
90. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Engin höft skulu vera á frelsi þjónustuveitanda með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum til að veita þjónustu hér á landi að því er varðar lagalegar kröfur um stofnun og starfrækslu þjónustunnar.

91. gr.

    Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ákvæði 3. og 4. mgr. skulu eiga við um þjónustuveitendur með staðfestu í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum og um tilkynningar íslenskra stjórnvalda til þarlendra stjórnvalda eftir því sem við á.

Breyting á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi
fyrir fjárfesta, með síðari breytingum.

92. gr.

    2. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.

93. gr.

    1. málsl. 4. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Nú rennur frestur skv. 1. og 2. mgr. út þegar um er að ræða útibú aðildarfyrirtækis með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og getur stjórn sjóðsins þá tilkynnt útibúinu að hún hyggist útiloka það frá sjóðnum hafi það ekki uppfyllt skyldur sínar að tólf mánuðum liðnum.

94. gr.

    1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
    Útibúum erlendra viðskiptabanka, sparisjóða, fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða, sem starfa hér á landi en hafa staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, er heimil aðild að sjóðnum vegna innstæðna, verðbréfa og reiðufjár sem ekki er tryggt á sambærilegan hátt á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Breyting á lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri,
með síðari breytingum.

95. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      3. málsl. 2. tölul. 1. mgr. verður svohljóðandi: Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.
     b.      2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. verður svohljóðandi: Einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum eru þó undanþegnir ákvæðum þessa töluliðar.

96. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Búsetuskilyrði gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðilar að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða um Færeyinga, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.
     b.      2. mgr. verður svohljóðandi:
                  Nú geyma sérlög um tiltekna fjárfestingu hér á landi, sem í gildi eru við gildistöku laga þessara, skilyrði um íslenskt ríkisfang stjórnarmanna eða búsetu þeirra hér á landi, og skulu þá ríkisborgarar þeirra ríkja sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyingar sem búsettir eru í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum teljast uppfylla ríkisfangs- og búsetuskilyrði slíkra laga.

Breyting á lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum.
97. gr.

    Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr töluliður sem verður 4. tölul., svohljóðandi: Erlend vátryggingafélög með aðalstöðvar í Færeyjum sem hafa fengið starfsleyfi þar, sbr. 64. og 65. gr.

98. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna verður svohljóðandi: Starfsleyfi vátryggingafélags í aðildarríki hins Evrópska efnahagssvæðis, aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjum telst jafngilda starfsleyfi hér á landi enda sé fullnægt skilyrðum til stofnunar útibús eða til að veita þjónustu, sbr. VII. kafla.

99. gr.

    Skilgreining á „aðildarríki“ í 7. gr. laganna verður svohljóðandi: aðildarríki, ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjar.

100. gr.

    4. mgr. 14. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Ríkisborgarar og lögaðilar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðum 2. mgr. enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum eða lögaðilarnir með aðsetur þar. Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá búsetuskilyrðum.

101. gr.

    2. málsl. 11. tölul. 2. mgr. 21. gr. laganna verður svohljóðandi: Jafnframt skal upplýst um tjónsuppgjörsfulltrúa í hverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, hverju aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjum.

102. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 43. gr. laganna verður svohljóðandi: Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðum enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

103. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 64. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Færeysk vátryggingafélög geta stofnsett útibú hér á landi með þeim hætti sem segir í ákvæðum þessa kafla, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til vátryggingafélaga með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra færeyskra yfirvalda.
     b.      2. málsl. 4. tölul. 2. mgr. verður svohljóðandi: Jafnframt skal upplýst um tjónsuppgjörsfulltrúa í hverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, hverju aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjum.

104. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Færeysk vátryggingafélög geta veitt þjónustu án starfsstöðvar hérlendis með þeim hætti sem segir í ákvæðum þessa kafla, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til vátryggingafélaga með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra færeyskra yfirvalda.
     b.      2. málsl. 4. tölul. 2. mgr. verður svohljóðandi: Jafnframt skal upplýst um tjónsuppgjörsfulltrúa í hverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, hverju aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjum.

105. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 77. gr. laganna verður svohljóðandi: Vátryggingafélag, sem fengið hefur starfsleyfi hér á landi og óskar eftir að starfrækja útibú í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu og leggja fram eftirfarandi gögn.

106. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 78. gr. laganna verður svohljóðandi: Óski vátryggingafélag sem fengið hefur starfsleyfi hér á landi eftir að veita þjónustu í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum án þess að hafa þar starfsstöð skal félagið tilkynna það Fjármálaeftirlitinu ásamt upplýsingum um í hvaða greinaflokkum vátrygginga eða vátryggingagreinum fyrirhugað er að veita þjónustu.

Breyting á lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu,
með síðari breytingum.

107. gr.

    Í stað orðanna „annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

108. gr.

    Í stað orðanna „staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 1., 3. og 4. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

109. gr.

    Í stað orðanna „í landslögum þess EES-ríkis“ í 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: í landslögum þess EES-ríkis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja.

110. gr.

    Í stað orðanna „í þeim aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 3. málsl. 4. mgr. 9. gr. a laganna kemur: í þeim aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.
111. gr.

    B-liður 1. mgr. 91. gr. laganna verður svohljóðandi: erlendu vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, enda hafi Fjármálaeftirlitinu verið tilkynnt á lögformlegan hátt að það taki að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja hér á landi.

112. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 94. gr. a laganna:
     a.      Á eftir orðinu ,,EFTA-ríki“ í b-lið 1. mgr. kemur: eða Færeyjum.
     b.      Á eftir orðinu ,,EFTA-ríki“ í c-lið 1. mgr. kemur: í Færeyjum.
     c.      Á eftir orðinu ,,EFTA-ríki“ í a-lið 2. mgr. kemur: eða Færeyjum.
     d.      Á eftir orðunum ,,en því þar sem tjónþoli er búsettur“ í b-lið 2. mgr. kemur: hið sama gildir ef ökutæki er staðsett í Færeyjum og tjónþoli er þar ekki búsettur.
     e.      Á eftir orðunum ,,eða öðru ríki sem er aðili að tilhöguninni um græna kortið“ í c-lið 2. mgr. kemur: hið sama gildir ef tjónið varð í Færeyjum og tjónþoli er þar ekki búsettur.

113. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 94. gr. b laganna:
     a.      Á eftir orðinu ,,EFTA-ríki“ í a- og b-lið 1. mgr. kemur: eða Færeyjum.
     b.      Á eftir orðunum ,,eða öðru ríki sem er aðili að tilhöguninni um græna kortið“ í c-lið 1. mgr. kemur: hið sama gildir ef tjónið varð í Færeyjum og tjónþoli er þar ekki búsettur.
     c.      Á eftir orðinu ,,EFTA-ríkjum“ í 2. mgr. kemur: eða Færeyjum.

VIII. KAFLI
Gildistaka.
114. gr.

    Lög þessi öðlast gildi um leið og samningur milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar, sem undirritaður var í Hoyvík í Færeyjum 31. ágúst 2005, hefur gengið í gildi.