Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 683. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Nr. 21/132.

Þskj. 1489  —  683. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu Hoyvíkur-samningsins milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar, sem undirritaður var í Hoyvík í Færeyjum 31. ágúst 2005.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2006.