Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 789. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Nr. 25/132.

Þskj. 1512  —  789. mál.


Þingsályktun

um ferðasjóð íþróttafélaga.

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem í sitji fulltrúar fjármálaráðherra, menntamálaráðherra, sveitarfélaga, íþróttaforustunnar og íþróttafélaga úr öllum landshlutum til að gera úttekt á kostnaði við ferðalög íþróttafélaga á viðurkennd mót. Jafnframt setji nefndin fram tillögur um hvort og þá hvernig skuli koma á sérstökum sjóði til að taka þátt í þeim kostnaði, hvernig fjármögnun hans skuli háttað og eftir hvaða reglum skuli úthlutað úr honum. Enn fremur geri nefndin tillögu um hvaða íþróttagreinar gætu fengið framlög úr sjóðnum, meðal annars með tilliti til einstakra landsvæða, aldurshópa og kynja.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2006.