Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 803. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Nr. 26/132.

Þskj. 1522  —  803. mál.


Þingsályktun

um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd undir formennsku stjórnarformanns Persónuverndar og með þátttöku þjóðskjalavarðar, forseta Sögufélags, skrifstofustjóra Alþingis og formanns stjórnmálafræðiskorar félagsvísindadeildar Háskóla Íslands til að annast skoðun gagna sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945–1991 í vörslu opinberra aðila og ákveða frjálsan aðgang fræðimanna að þeim.
    Formaður nefndarinnar skal á starfstíma hennar gera forseta Alþingis og formönnum þingflokka grein fyrir framvindu verksins. Nefndin skili Alþingi skýrslu um störf sín eigi síðar en í árslok 2006.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2006.