Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 172. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 172  —  172. mál.
Munnlegt svar.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um kröfur tryggingafélaga um upplýsingar.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Telur ráðherra að bregðast þurfi við því að tryggingafélög leggi hærri iðgjöld á þá sem eiga foreldra eða systkini sem hafa fengið ákveðna sjúkdóma og mismuni þannig neytendum á grundvelli persónuupplýsinga um aðra en tryggingartaka?
     2.      Kemur til greina að mati ráðherra að gera lagabreytingar þannig að tryggingafélögum verði ekki heimilt að krefja umsækjendur um tryggingar upplýsinga um heilsufar foreldra og systkina?