Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 190. máls.

Þskj. 191  —  190. mál.



Frumvarp til laga

um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra,
með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.)




1. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „6.075“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 6.314.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpinu er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 3,94% eða 239 kr. og nemi 6.314 kr. á hvern gjaldanda í stað 6.075 kr. samkvæmt gildandi lögum. Hækkunin er vegna verðlagsbreytinga á tímabilinu desember 2004 til desember 2005. Byggingarvísitalan hækkaði á þessu tímabili um 3,94%.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999,
um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

    Með frumvarpinu er lagt til að sérstakt gjald sem skattstjórar leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, og rennur í Framkvæmdasjóð aldraðra skuli nema 6.314 kr. á hvern gjaldanda í stað 6.075 kr. í gildandi lögum. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir að gjaldendur verði um 172.350 og tekjur sjóðsins hækki um 61,9 m.kr. á greiðslugrunni.