Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 222. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 223  —  222. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um rannsóknir vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig var háttað ákvörðunum um val á rannsóknaraðilum við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar og hvernig var verkferli rannsóknanna háttað í aðdraganda framkvæmdanna?
     2.      Hver var aðkoma Íslenskra orkurannsókna að rannsóknarvinnu vegna virkjunarinnar og þar áður rannsóknasviðs Orkustofnunar?
     3.      Hverjar hafa orðið helstu breytingar á fyrirkomulagi orkurannsókna í landinu eftir að rannsóknasvið Orkustofnunar var lagt niður og því breytt í Íslenskar orkurannsóknir?
     4.      Leitaði Landsvirkjun fulltingis sérmenntaðra mannvirkjafræðinga við undirbúning rannsókna vegna virkjunarinnar? Ef ekki, hvers vegna?
     5.      Voru notaðar VLF-mælingar við að finna vatnsleiðandi sprungur í berginu á jarðgangaleiðum og stíflustæðum virkjunarinnar, og voru gerðar skáboraðar holur á þessum stöðum? Ef ekki, hvers vegna?
     6.      Voru gerðar mælingar á brotþoli eða fjaðureiginleikum bergsins við Kárahnjúkastíflu? Ef ekki, hvers vegna?
     7.      Voru færustu sérfræðingar landsins á sviði jarðhita og jarðeðlisfræði kallaðir til áður en bygging stíflumannvirkjanna hófst? Ef ekki, hvers vegna?
     8.      Hver er ábyrgð Landsvirkjunar gagnvart undirbúningi stórframkvæmda á borð við Kárahnjúkavirkjun komi í ljós að ekki hafi verið leitað til aðila með fjölbreytta sérþekkingu á lykilsviðum í hagnýtum jarðvísindarannsóknum?


Skriflegt svar óskast.