Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 228. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
2. uppprentun.

Þskj. 231  —  228. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurntil utanríkisráðherra um norðurskautsmál.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur og Jóni Kristjánssyni.     1.      Hvaða aðgerðum hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir eða hyggst beita sér fyrir til að framfylgja ACIA-stefnuskjalinu um loftslagsbreytingar frá fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í nóvember 2004?
     2.      Hafa verið eða munu verða veittir fjármunir til að tryggja að fylgst verði áfram með loftslagsbreytingum og mengunaráhrifum á norðurslóðum?
     3.      Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að hrinda í framkvæmd „mati á siglingum á Norðurheimskautssvæðinu“ (The Arctic Marine Shipping Assessment) sem samþykkt var á fundi Norðurskautsráðsins í nóvember 2004?
     4.      Hvaða alþjóðasamningar snerta málefni norðurskautsins? Hefur Ísland ekki skrifað undir eða fullgilt einhverja þeirra? Ef svo er, hvaða ástæður liggja þar til grundvallar?
     5.      Hvert er framlag Íslands til Alþjóðlega heimskautaársins 2007–2008 og hvaða fjármunum verður varið í það verkefni?
     6.      Hvernig mun Ísland styðja Háskóla norðurslóða og árangursríkt starf hans til framtíðar?


Skriflegt svar óskast.