Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 186. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 475  —  186. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta.

Frá allsherjarnefnd.


     1.      Við bætist nýr kafli sem verði VII. kafli, Breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 16. gr., svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
                  a.      4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Skýrslur og gögn sýslumanna til Þjóðskrár um hjónavígslur, staðfestar samvistir, leyfi til skilnaðar að borði og sæng, leyfi til lögskilnaðar og ættleiðingarleyfi.
                  b.      5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Gögn dómsmálaráðuneytis um breytingar á ríkisfangi o.fl. í því sambandi.
     2.      Í stað orðsins „lögreglustjóra“ í lokamálsl. a-liðar 24. gr. komi: sýslumanns.