Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 233. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 492  —  233. mál.
Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum um lífeyrissjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Við 2. gr. Greinin falli brott.
     2.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
             Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Lífeyrissjóði skv. 1. málsl., sem nýtur ekki lengur bakábyrgðar, er skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. 39. gr. Skulu slíkar breytingar taka mið af ákvæðum 4. gr. um lágmarkstryggingavernd.
     3.      13. gr. falli brott.
     4.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
            Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 8%.
                  b.      Í stað hlutfallstalnanna „10%“ og „6%“ í 3. mgr. kemur: 12%; og: 8%.
     5.      Við bætist þrír nýir kaflar, VI. kafli, Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, VII. kafli, Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, með síðari breytingum, og VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, hver með einni grein, svohljóðandi:
        a. (13. gr.)
                Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 8%.
         b. (14. gr.)
                 Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í d-lið 5. gr. laganna kemur: 12%.
        c. (15. gr.)
                Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í 3. mgr. 5. tölul. 28. gr. laganna kemur: 12%.