Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 219. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 506  —  219. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um gatnagerðargjald.

Frá félagsmálanefnd.


     1.      Við 3. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Sveitarstjórn skal innheimta gatnagerðargjald af fasteignum í þéttbýli. Um skil þéttbýlis og dreifbýlis vísast til samþykkts deiliskipulags eða staðfests aðalskipulags á hverjum tíma.
                  b.      1. málsl. 5. mgr. orðist svo: Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun byggingar þannig að hún færist í hærri gjaldflokk samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins, sbr. 4. gr., skal greiða gatnagerðargjald af fermetrafjölda viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins.
     2.      Við 5. gr. Við 3. tölul. 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
     3.      Við 6. gr. 2. og 3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta. Stafi það af breyttri notkun, sem er háð samþykki byggingaryfirvalda, skulu gjalddagi og eindagi fara eftir 2. mgr. 7. gr. en að öðrum kosti er gjalddaginn 30 dögum eftir að forsendur lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds eru ekki lengur fyrir hendi, svo sem vegna sölu húsnæðis, og eindagi einum mánuði síðar.
     4.      Við 9. gr. Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður er orðist svo: Sama gildir um gatnagerðargjald sem lagt hefur verið á í tengslum við samþykkt byggingarleyfis, sbr. b-lið 2. mgr. 3. gr., en í þeim tilvikum skal endurgreiða gatnagerðargjaldið innan 30 daga frá því að byggingarleyfishafi hefur sannanlega krafist greiðslu.
     5.      Við 13. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Lög þessi taka gildi 1. júlí 2007 að frátöldum 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða sem tekur gildi 1. janúar 2007. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 17/1996, um gatnagerðargjald.
     6.      Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýtt ákvæði er verði 1. tölul., svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. skal 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lög um gatnagerðargjald, nr. 17/1996, gilda um innheimtu og álagningu gatnagerðargjalda vegna framkvæmda á grundvelli 3. og 4. gr. laga nr. 51/1974, um gatnagerðargjöld, sem lokið er við innan þriggja ára frá gildistöku laga þessara. Ákvæði þetta gildir aðeins um lóðir sem úthlutað var eða veitt var byggingarleyfi á fyrir 1. janúar 1997.