Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 232. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 540  —  232. mál.
Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlagaákvæði).

Frá sjávarútvegsnefnd.


     1.      2. efnismgr. 2. gr. orðist svo:
             Við fyrsta brot, sem varðar sviptingu veiðileyfis, skal leyfissvipting ekki standa skemur en eina viku og ekki lengur en tólf vikur eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekuð brot skal svipting ekki standa skemur en fjórar vikur og ekki lengur en eitt ár.
     2.      2. efnismgr. 3. gr. orðist svo:
              Hafi vigtunarleyfi aðila verið afturkallað skv. 1. mgr. skal ekki veita honum slíkt leyfi         að nýju fyrr en átta vikur eru liðnar frá afturköllun leyfis. Hafi ítrekað komið til afturköllunar á vigtunarleyfi aðila skal honum ekki veitt slíkt leyfi að nýju fyrr en sextán vikur eru liðnar frá því að leyfi var síðast afturkallað.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Við stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot gegn 3.–5. gr. laga þessara skal gera upptæk þau veiðarfæri skips sem notuð hafa verið við hinar ólögmætu veiðar, þar með talda dragstrengi, svo og ólögmætan afla þess.
                  b.      3. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
     4.      2. efnismgr. 12. gr. orðist svo:
             Við fyrsta brot, sem varðar sviptingu veiðileyfis, skal leyfissvipting ekki standa skemur en eina viku og ekki lengur en tólf vikur eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekuð brot skal svipting ekki standa skemur en fjórar vikur og ekki lengur en eitt ár.
     5.      Við 13. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Við stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot gegn reglum, sem settar hafa verið skv. 2. málsl. 7. gr. laga þessara, skal gera upptæk þau veiðarfæri skips sem notuð hafa verið við hinar ólögmætu veiðar, þar með talda dragstrengi, svo og ólögmætan afla þess.
                  b.      2. málsl. 1. efnismgr. falli brott.