Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 359. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 555  —  359. mál.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Völu Rebekku Þorsteinsdóttur frá fjármálaráðuneyti. Nefndinni bárust auk þess umsagnir um málið.
    Í frumvarpinu er lagt til að framlengd verði tímabundin heimild til að lækka vörugjald af bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu. Verði frumvarpið óbreytt að lögum gildir heimildin til 31. desember 2008.
    Hér er um að ræða framlag til umhverfisverndar þar sem talið er að neikvæð áhrif þessara orkugjafa á umhverfið séu mun minni en eldsneytis úr olíum. Þeim ökutækjum sem nýta slíka orkugjafa hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og sömuleiðis hefur innheimt vörugjald hækkað. Um þá þróun má vísa í fylgiskjal með áliti þessu.
    Við umfjöllun málsins kom til umræðu hvort ökutæki sem nýta etanól (E85) sem orkugjafa ættu einnig að falla undir frumvarpið og þá lækkun vörugjalds sem í því felst. Nefndin telur þetta þarfnast nánari skoðunar við enda samanstendur etanól-eldsneyti bæði af etanóli og bensíni.
    Ögmundur Jónasson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson skrifa undir álit þetta með fyrirvara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 5. des. 2006.


Pétur H. Blöndal,

form., frsm.

Jóhanna Sigurðardóttir,

með fyrirvara.

Dagný Jónsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson,

með fyrirvara.

Birgir Ármannsson.

Ágúst Ólafur Ágústsson,

með fyrirvara.


Ásta Möller.

Sæunn Stefánsdóttir.




Fylgiskjal.


Niðurfellt vörugjald af umhverfisvænum bifreiðum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.