Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 376. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 563  —  376. mál.
Meiri hluti.
Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jóhann Guðmundsson frá samgönguráðuneyti.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem varða tímasetningar á tilteknum ráðstöfunum söluandvirðis Landssíma Íslands hf. frá því sem áður var ákveðið með lögum nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. Þannig er lagt til að samtals 2.400 millj. kr. ráðstöfun verði færð af árinu 2007 til ársins 2008 og að samtals 1.000 millj. kr. ráðstöfun verði færð af árinu 2007 til ársins 2006.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 7. des. 2006.


Birkir J. Jónsson,

form., frsm.

Arnbjörg Sveinsdóttir.

Kjartan Ólafsson.


Þórdís Sigurðardóttir.

Sigríður A. Þórðardóttir.

Jón Kristjánsson.