Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 276. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 571  —  276. mál.
Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, og l. nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.


Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Lúðvík Bergvinssyni,


Ögmundi Jónassyni og Guðjóni A. Kristjánssyni.


     1.      4. gr. falli brott.
     2.      A-liður 6. gr. orðist svo: Í stað fjárhæðarinnar „356.180“ í 1. mgr. kemur: 386.220.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: Í stað fjárhæðanna „494.782“, „649.544“ og „804.304“ í 3. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 554.156; 727.489; og 900.820.
                  b.      C-liður orðist svo: Í stað fjárhæðanna „4.651.927“, „7.711.371“, „169.541“, „218.042“, „280.372“ og „618“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 5.418.570 ; 8.982.205; 189.886; 244.207; 314.017; og 692.
     4.      9. gr. orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna
                  a.      Í stað orðanna „sbr. þó 3. mgr.“ í 1. mgr. komi: sbr. þó 3. og 4. mgr.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Undanþegnir skyldu skv. 1. mgr., sbr. 1. gr. laga þessara, eru einnig þeir lögaðilar sem tilgreindir eru í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.