Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 389. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 578  —  
389. mál.Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Karl Alvarsson og Kristrúnu Lind Birgisdóttur frá samgönguráðuneytinu, Árna Gunnarsson frá Icelandair Group og Lárus Atlason frá Air Atlanta.
    Í frumvarpinu er lagt til að tryggja frekari lagastoð fyrir innleiðingu EES-gerða sem teknar hafa verið inn í EES-samninginn en ekki hafa verið innleiddar í íslenskan rétt ásamt nokkrum öðrum breytingum sem nauðsynlegar þykja. Nokkrar helstu breytingarnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er mælt fyrir heimild Flugmálastjórnar Íslands til að banna flug tiltekinna loftfara í íslenskri lofthelgi á grundvelli flugöryggis. Í öðru lagi er flugrekendum gefið frekara svigrúm til að skrá loftfar hér á landi. Í þriðja lagi er fjallað um rétt fatlaðra og hreyfihamlaðra. Í fjórða lagi er lagt til að ríkisstjórnin fái heimild til að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæma viðurkenningu réttinda, skírteina, heimilda, starfsleyfa og vottunar á sviði loftflutninga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðjón A. Kristjánsson skrifa undir álitið með fyrirvara.
    Kristján L. Möller og Anna Kristín Gunnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. nóv. 2006.


Guðmundur Hallvarðsson,

form., frsm.

Hjálmar Árnason.

Guðjón Hjörleifsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir,

með fyrirvara.

Sigurrós Þorgrímsdóttir.

Jón Kristjánsson.


Guðjón A. Kristjánsson,

með fyrirvara.