Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 233. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 651  —  233. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lagaákvæðum um lífeyrissjóði.

(Eftir 2. umr., 9. des.)



I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

1. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: 12%.

2. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Lífeyrissjóði skv. 1. málsl., sem nýtur ekki lengur bakábyrgðar, er skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. 39. gr. Skulu slíkar breytingar taka mið af ákvæðum 4. gr. um lágmarkstryggingavernd.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Nú er í gildandi kjarasamningi kveðið á um að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skuli vera 10% og skal þá heimilt að miða áfram við hlutfallstöluna 10% í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga þessara þar til nýr kjarasamningur öðlast gildi.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,
með síðari breytingum.

4. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 1. og 3. málsl. 4. mgr. 13. gr. laganna kemur: 8%.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 3. mgr. kemur: 8%.
     b.      Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í 4. málsl. 4. mgr. kemur: 12%.

6. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 3. mgr. 25. gr. laganna kemur: 8%.

7. gr.

    2. mgr. 30. gr. laganna orðast svo:
    Sé staða eða starfi sjóðfélagans lagður niður á hann rétt á að vera áfram í sjóðnum og greiða iðgjöld í sama hlutfalli og heildariðgjöld hvers sjóðfélaga eru á hverjum tíma. Iðgjöld skulu miðuð við þau laun er sjóðfélagi hafði er staða hans var lögð niður en iðgjaldsstofninn skal breytast í samræmi við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 3. mgr. 24. gr.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga,
með síðari breytingum.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 3. mgr. kemur: 8%.
     b.      Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í 4. málsl. 4. mgr. kemur: 12%.

9. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: 8%.

10. gr.

    2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Sé staða eða starfi sjóðfélagans lagður niður á hann rétt á að vera áfram í sjóðnum og greiða iðgjöld í sama hlutfalli og heildariðgjöld hvers sjóðfélaga eru á hverjum tíma. Iðgjöld skulu miðuð við þau laun er sjóðfélagi hafði er staða hans var lögð niður en iðgjaldsstofninn skal breytast í samræmi við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 3. mgr. 8. gr.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda,
með síðari breytingum.

11. gr.

    1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
    Iðgjald til sjóðsins skal að lágmarki nema 12% af iðgjaldsstofni, sbr. 2. mgr., sem skiptist þannig að launþegi greiðir 4% en launagreiðandi að lágmarki 8%.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.
12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 8%.
     b.      Í stað hlutfallstalnanna „10%“ og „6%“ í 3. mgr. kemur: 12%; og: 8%.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.
13. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 8%.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, með síðari breytingum.
14. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í d-lið 5. gr. laganna kemur: 12%.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
15. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í 3. mgr. 5. tölul. 28. gr. laganna kemur: 12%.

IX. KAFLI
Gildistaka.
16. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.