Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 356. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Nr. 5/133.

Þskj. 697  —  356. mál.

Þingsályktun

um að leggja niður Þjóðhátíðarsjóð.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að bæta svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða við skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, nr. 361/1977, með áorðnum breytingum:
    Árlegum úthlutunum styrkja sjóðsins lýkur árið 2011. Fram að þeim tíma skal stjórn sjóðsins ráðstafa öllu fé hans til styrkveitinga í samræmi við tilgang hans.
    Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. og 1. mgr. 7. gr. ákveður stjórn sjóðsins hve miklu fé skuli varið til styrkveitinga hverju sinni skv. 1. mgr.
    Nú kemur í ljós, eftir að öllu fé sjóðsins hefur verið úthlutað, að styrks hefur ekki verið vitjað innan tveggja ára eftir að síðasta úthlutun sjóðsins fór fram eða að styrkur hefur ekki verið greiddur út vegna óuppfylltra skilyrða sem sett hafa verið af stjórn sjóðsins og fellur hann þá niður, sbr. 2. mgr. 7. gr. Skal stjórn sjóðsins, án þess að ákvæði 5. gr. og 2. mgr. 7. gr. eigi við, ráðstafa slíku fé í samræmi við tilgang sjóðsins og að gættum ákvæðum 2. mgr. 8. gr.
    Stjórn sjóðsins lýkur störfum sínum þegar síðasta úthlutun hefur átt sér stað, sbr. 1. mgr., eða við ráðstöfun fjármuna skv. 3. mgr. og þegar lokauppgjör sjóðsins hefur farið fram.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.