Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 482. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 734  —  482. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um bætta innheimtuhætti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra að bæta þurfi stöðu skuldara gagnvart innheimtuaðilum og hver er ástæða þess að ekki hafa verið sett innheimtulög hér á landi eins og lengi hafa verið í gildi t.d. annars staðar á Norðurlöndum?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á því að lögmenn geti einhliða ákveðið gjaldskrá sína og hvað hefur verið gert af hálfu ráðuneytisins til að koma til móts við sjónarmið Samkeppnisstofnunar sem gagnrýnt hefur þessa tilhögun?
     3.      Telur ráðherra það ekki heppilegri tilhögun að viðskiptaráðherra ákveði hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, t.d. þóknunar sem heimilt er að krefja skuldara um, m.a. í ljósi athugasemda Samkeppnisstofnunar, sbr. 2. lið?
     4.      Má vænta þess að ráðherra beiti sér fyrir löggjöf sem festi í sessi góða innheimtuhætti, m.a. með setningu innheimtulaga?