Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 524. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 790  —  524. mál.
Texti felldur brott.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um þátttöku banka í óskyldum samkeppnisrekstri.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver er skoðun ráðherra á því að bankar sem eru undanþegnir virðisaukaskatti taki virkan þátt í samkeppnisrekstri á öðrum sviðum en eiginlegri bankastarfsemi?
     2.      Er ástæða til að ætla að þátttaka fjármálastofnana í óskyldri atvinnustarfsemi geti leitt til óeðlilegrar samkeppni með tilfærslu fjármuna og fjárfestinga þeirra sem undanþegnir eru virðisaukaskattgreiðslum eins og bankarnir?


Skriflegt svar óskast.