Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 557. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 832  —  557. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um vetnisrannsóknir og eldsneyti.

Frá Valdimar L. Friðrikssyni.



     1.      Hver er staða vetnisrannsókna á Íslandi?
     2.      Telur ráðherra mögulegt að vetni verði orkugjafi í farartækjum innan 20 ára? Ef svo er, hyggst ráðherra greiða fyrir nauðsynlegum rannsóknum og uppbyggingu innviða til að slíkt geti orðið að veruleika?
     3.      Hefur ráðuneytið kannað möguleika á að nýta lífrænan afskurð (plöntur, gras o.fl.) og sorp til eldsneytisframleiðslu? Ef svo er, hver var niðurstaðan? Ef þetta hefur ekki verið kannað, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að það verði gert?